Ég er afskaplega stolt af hlaupinu mínu á sunnudaginn. Og það skrýtna er að ég er stoltust af því hvað það var ófullkomið. Það er nefnilega heilmikill munur á því hvernig maður sér fyrir sér og ímyndar sér velgengi og hvernig velgengi lítur út í alvörunni. Velgengi þýðir að maður skoðar mismunandi möguleika og prófar sig áfram, rekur sig á þegar maður gerir mistök og maður lærir af mistökunum. Og fyrir mér hefur það allra mikilvægasta verið að ég hef alltaf fléttað markmiðin mín við lífið eins og það er. Markmiðið var að hlaupa 10 kílómetra, en það markmið er líka bara eitt lítið skref í allsherjar prógramminu; hreysti fyrir lífstíð. Eitt 10 kílómetra hlaup er bara einn þáttur í stóru myndinni. Og stóra myndin inniheldur nefnilega líka vináttu og salsadans og romm og rölt og pizzu og lyftingar og allt hitt sem gerir lífið þess virði að taka þátt í því. Ég veit ekki hvað ég á að segja það oft en þetta er ekki tímatakmarkað verkefni. Þetta er lífið.
Og eins stolt og ég var af hlaupinu mínu á sunnudaginn var ég ennþá stoltari af því að á þriðjudagsmorgun, nákvæmlega eins og ég hef gert í marga mánuði núna, vaknaði ég klukkan fimm, reimdi á mig hlaupaskóna og fór úr að hlaupa eins og ekkert hefði í skorist. Og það er það sem þetta snýst um.
5 ummæli:
Gott að hafa markmið en lífið gengur sinn vanagang og það er frábært að fatta það.
oh þú ert svo flott tútta! Frískur vindur fyrir okkur sem "hlerum" líf þitt til að leita að innblæstri! (Ég veit um margar sem lesa hér í hljóði.
kv. Dísa (ókunnug sem les)
p.s. áttu ekki góðar uppskriftir af hollum og góðum (líka fyrir samviskuna) jólasmákökum.....? ;)
Þú ert snillingur með hausinn rétt skrúfaðan á herðarnar! Hvað meira geturðu beðið um?
Heil og sæl
Verð að segja þér frá podcasti, sem ég er viss um að hentar þér (ef þú ert ekki nú þegar að hlusta á þetta) Því ég veit að þú, líkt og ég, ert oft að berjast við púkann inní höfðinu.
Kíktu á þetta: http://www.bevanjameseyles.com/fitness-behavior/
kær kveðja
þórdís
thordistomasdottir@hotmail.com
Takk fyrir :)
Dísa, ég er voðalega lítil smákökukerling, hef aldrei nagað mig í gegnum þær þannig að ég ætlaði bara að gera það sama í ár og alltaf og sleppa því að baka. Mér dettur helst í hug að búa til Larabar nammi úr döðlum.
Tjékka á þessu podcasti.
Skrifa ummæli