Ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum í vinnunni í gær. Öll vinnan sem ég hef lagt á mig svona aukreitis er til einskis og ég hef ekki uppskorið eins og ég hef sáð. En það er ekki þar með sagt að maður leggist þá bara í snickers og snakk, því við vitum öll að það hjálpar ekki neitt. Þess í stað tók ég vonbrigðin og særindin og reiðina og bætti metrametið mitt á 40 mínútum í morgun. Það er ekki eins og að maður leggist bara niður og drepist, það verður bara að halda áfram. Svona er lífið bara. Skítsamloka.
En ekki er öll nótt úti enn, og gvuði sé lof og dýrð; húsmæðraorlof í höfuðborg Englendinga framundan með ljúfustu ljúfunni henni Ástu. Gæti ekki hafa komið á betri tíma. Ég geri ráð fyrir miklu stuði og stáelsi með hápunktinum 10 kílómetra löngu hlaupi á sunnudaginn. Ég er eins vel undirbúin og hægt er og hlakka orðið til að sjá "baseline" tímann minn. Þetta á eftir að vera episkt.
2 ummæli:
Úff það er ömurlegt þegar maður er búinn að leggja þvílíka vinnu á sig og það er svo til einskis. En það var frábært hjá þér að höndla þetta á þennan hátt, miklu gáfulegra að taka þetta út á hlaupunum í staðinn fyrir á átinu!
Gangi þér alveg öfgavel á sunnudaginn og ég segi undir 70 mín, hef fulla trú á að þú komist þetta á 66:40 :)
Go Go Go
Passaðu þig á Romminu ;-)
Skrifa ummæli