Í morgun fór ég svo í fjallgöngu/hlaup. Ég hef eitthvað laskað á mér hægri ristina í gær og hún er stokkbólgin. Ég er alltaf frekar til í að meiða mig meira til að kanna hvort ég sé í alvörunni slösuð eða hvort ég sé bara að veina að ástæðulausu. Við skulum segja að ég sé ekki að búa þetta til og ég kem til með að slaka á á morgun. En verð nú líka að segja að sársaukinn var útsýnisins virði.
Við fjallsræturnar, uþb 500 m frá húsinu mínu. Flossie fær sér gras. |
Rétt að komast á toppinn. |
Horft eftir fjallveginum. |
Horft niður til Rhos. |
Á akrinum þar sem ég festist í drullu. |
Nýju skórnir mínir búnir að fá vígslu. |
Og svo heim í nýbakaðar rúgmjölsmúffur sem ég skellti í áður en ég lagði í hann. |
Vigtin og ég góðar vinkonur í dag, upphafsreitur var 90 kíló. Í dag er ég 88.7 og sátt við 1.3 kíló væk eftir vikuna. Öll sorg farin og eftir situr bara gleði og kraftur.
1 ummæli:
Þú ert sko að tala um fjallgöngubakpokann MINN. En ef hann kemur að lið við þín áform þá er pokinn þinn hér með.Gaman að sjá myndirnar.
Skrifa ummæli