sunnudagur, 8. janúar 2012

Ég fór með voðalega mikinn harðfisk með mér heim að heiman um daginn. Svo mikið að ég fékk bakpoka lánaðann hjá pabba. Þegar ég svo hljóp til Wrexham í gær ákvað ég að fara með bakpokann svo ég gæti tekið með mér veski, lykla og síma. Bakpokinn er ægilega fínn, úr svona öndunarefni og með mittis- og brjóstkassaólum svo það er hægt að reyra hann fast að líkamanum. Hann er líklegast hannaður fyrir fjallgöngur eða eitthvað slíkt. En ég var hæstánægð með hann. Ég prófaði að hlaupa með hann nánast tóman og svo líka eftir að ég fór í H & B og var með tvo hveitipoka og fernu af möndlumjólk og það var ekkert mál. Ólarnar halda honum alveg föstum á bakinu þannig að það er ekkert mál að hlaupa. Og út frá því fékk ég súperdúper hugmynd. Þegar veðrið skánar aðeins og ég hætti að vera í þungum vetrarfatnaði þá ætla ég að pakka með mér hlaupagallanum í vinnuna. Skipta svo um föt, setja vinnugallann í bakpokann eftir vinnu, taka strætó frá Chester til Wrexham en hlaupa svo frá Wrexham til Rhos. Hversu brilljant er það?! Eina er að pabbi heldur örugglega að hann fái bakpokann tilbaka aftur...

Í morgun fór ég svo í fjallgöngu/hlaup. Ég hef eitthvað laskað á mér hægri ristina í gær og hún er stokkbólgin. Ég er alltaf frekar til í að meiða mig meira til að kanna hvort ég sé í alvörunni slösuð eða hvort ég sé bara að veina að ástæðulausu. Við skulum segja að ég sé ekki að búa þetta til og ég kem til með að slaka á á morgun. En verð nú líka að segja að sársaukinn var útsýnisins virði.

Við fjallsræturnar, uþb 500 m frá húsinu mínu. Flossie fær sér gras. 

Rétt að komast á toppinn.

Horft eftir fjallveginum. 

Horft niður til Rhos.

Á akrinum þar sem ég festist í drullu. 

Nýju skórnir mínir búnir að fá vígslu.

Og svo heim í nýbakaðar rúgmjölsmúffur sem ég skellti í áður en ég lagði í hann. 

Vigtin og ég góðar vinkonur í dag, upphafsreitur var 90 kíló. Í dag er ég 88.7 og sátt við 1.3 kíló væk eftir vikuna. Öll sorg farin og eftir situr bara gleði og kraftur.

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Þú ert sko að tala um fjallgöngubakpokann MINN. En ef hann kemur að lið við þín áform þá er pokinn þinn hér með.Gaman að sjá myndirnar.