Ég hef verið að hugsa þetta allt saman vitlaust að undanförnu. Ég er alltaf stoppandi á þessu að það sé í lagi með mig núna, að fólk horfi á mig og sjái ekki feita manneskju lengur. Og ég finn enga hvatningu í því lengur. Þetta að verða venjuleg. Ég er ofur venjuleg núna.
En ég skráði mig í þrjú mismunandi hlaup núna í kvöld. Í mars, apríl og mai hlaupin í 12 á 12 markmiðinu mínu. Og ég fattaði að ég hef verið að hugsa þetta öfugt. Akkúrat núna eru hlaupin hvatningin mín. Og eitt af tólunum til að verða betri hlaupari er að nota næringuna á réttan hátt. Á sama hátt og það er lífsnauðsyn að fara út í það minnsta þrisvar sinnum í viku, að gera hraða- og taktæfingarnar, að gera líkamlega háttinn á réttan hátt og á áhugarverðan máta, þá á næringin að vera einn meginþátturinn í æfingaprógramminu. Það er þannig sem ég þarf að hugsa þetta allt saman. Borða til að hlaupa. Ekki öfugt.
Það setur óneitanlega skemmtilegri vinkil á málið, ik?
1 ummæli:
Ohhh þú ert svo með þetta ! Ég held að málið sé að "neita" sér ekki um neitt, heldur borða til þess að geta gert ákveðna hluti...eins og að borða hollt til að geta hreyft sig.
Tóta
Skrifa ummæli