þriðjudagur, 17. janúar 2012

Matseðillinn í dag var ferskur og hressandi. Svona drauma "lífstíls" matseðill.

Morgunmatur; 0% Grísk jógúrt með heimalöguðu granóla og frosnum bláberjum.

Snarl; gulrót og matskeið af marokkó kryddaðri húmmús.




Hádegismatur; Kale (grænkál) og kjúklingabaunasalat með radísum og parmesan, næpusnakki og hálfri, grófri kornabeyglu.












Eftirmiðdegissnarl; Kaffibolli og kubbur af hrá-hjónabandsælu.

Kvöldmatur; Cavolo Nero létt svissað á pönnu með hvítlauk og sítrónu og smávegis af serrano skinku.

Kvöldsnarl; handfylli af möndlum sem ég ristaði í hunangi.

Æðislegt.

Skítt þessvegna að ég komst ekki út að hlaupa í dag. Og enn skítlegra að mig langar hrikalega í nammi í kvöld. Þetta er bara þannig kvöld einhvernvegin.

2 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Má ég biðja um greiða?
Ertu til í að minna mig á af hverju maður er að standa í þessu hlauparugli og léttingarrugli? Er orðin svoo langþreytt á hlaupunum (5,5 vikur í maraþonið) og ég nenni ekki að spá endalaust í þessar blessuðu vigt (búin að vera 80-82 kg síðan í lok júní 2011).

Ohh blahhh, damn hvað maður verður stundum þreyttur á þessu og langar bara upp í rúm með góða bók og RISA konfektkassa!

murta sagði...

Seggðu vinkona, seggðu! Ég geri mitt besta til að fokka í þessum sömu þremur kílóum hérna megin, með stanlausri vinnu. Að því að mér finnst. Hugsa oft með mér að ná bara í konfektið og slaka á. En fer svo út að hlaupa og man þá hvað mér líður vel á meðan ég hleyp. Og að ég átti meira að segja erfitt með að ganga hér ekki fyrir löngu. Svo man ég að ég á núna skáp fullan af sætum fötum, þar sem áður voru mussur og buxur með lærin nánast nudduð í burtu. Og þá man ég afhverju ég er enn að.

Koma svo stelpa! 5 og hálf vika í það sem á eftir að vera einn af stórkostlegustu atriðum ævi þinnar! Þú ert megastjarna! Og við ætlum aldrei að gefast upp! Við gerum ´etta saman :)