sunnudagur, 22. janúar 2012

Helvítis. Ég bætti á mig öðru hálfu kílói þessa vikuna. Það er kíló í plús síðustu tvær vikurnar og ég nánast aftur á byrjunarreit. Eins og Janúar hafi bara ekki skipt máli. Ég er greinilega enn ekki með hausinn í leiknum. Mér til varnar verð ég þó að segja að ég vann 60 tíma í þessari viku ásamt því að læra, skrifa og aðstoða við flutninga. Síðan á þriðjudag hef ég ekki haft tíma í heilsusamlegan lífstíl. Mér er sama hversu mikill vani þetta er, ég þarf samt amk klukkutíma á kvöldin til að undirbúa mig og ég þarf að komast í búð eða hafa tíma til að komast á netið til að panta matarsendingu. Ég hef ekki haft tækifæri til þess. Í ofan á lag hefur verið of vont veður þegar ég kem heim á kvöldin til að hlaupa.

Jaddí jaddí jada. Það er samt engin ástæða til að þyngjast. Tímaleysi og stress og ég ætti bara að borða minna. Ég hefði átt að hafa í huga minni hlaup og minnka matinn þessvegna. Fokking fokk. Djöfull er ég leið á þessu.

Og vegna þess að ég er greinilega ekki í fallegu skapi akkúrat núna og mér finnst ég ekki geta skrifað mig frá því þá ætla ég að taka eina eða tvær sun salutations og ná aftur jafnvægi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh... er í sama pakkanum nema hef enga afsökun nema ofát.. búin að standa mig vel í janúar þangað til um helgina og auðvitað fór vigtin nánast upp í upphafsþyngd janúars.. bleeehhh
kv. Gunnhildur

murta sagði...

Bleeehhh! Hefði ekki getað orðað það betur :)