Við byrjuðum laugardaginn í Queen´s Park í Soca tíma hjá Cedric. Það var svo erfitt að ég hreinlega endaði tímann á því að grenja. Í alvörunni, ég grét. Af reiði við sjálfa mig að vera enn ekki í betra formi, af reiði við líkama minn að bregðast mér svona, smávegis af því að mér fannst að Cedric ætti að vorkenna (fyrrverandi) feitu stelpunni aðeins meira og láta mig í friði. En þegar yfir var staðið stóð það upp úr að ég ætla ekki að láta þetta vera neitt til að grenja yfir, ég ætla bara að ná aftur einbeitningu og fókus í æfingarnar mínar og vinna núna markvisst að því að bera eigin líkamsþyngd. Eins og maðurinn sagði; "ef þú berð ekki orðið sjálfa þig, þarftu að fara að skoða hvað þú setur ofan í þig." Sannleikurinn er stundum sár. En grenjið forðaði því nú samt ekki að við Ásta vorum eins og gullmolar að tíma loknum. |
2 ummæli:
svindl! var búin að senda inn athugasemd og hún skilaði sér ekki. allavega, vildi koma því áleiðis að ég sit hérna græn af öfund yfir lundúnafínerí þínu, svo sammála að borgin sú er skemmtileg. svo ertu svo fín og með fallegt bros, og gaman að stúdera þetta sykurleysisferðalag þitt. gangi þér vel!
kkv, sigga dóra.
Vildi að ég hefði haft svona fararstjóra þegar ég var 2 mánuði að væflast í London sumarið 1967, 17 ára. Djöf.....áttu gott, stelpa.
Skrifa ummæli