föstudagur, 13. apríl 2012

Það er mikið gaman frá því að segja að með vinnu, dugnaði, eljusemi og öðru sem vinnuveitendur kunna að meta þá fær maður að lokum stöðuhækkun. Já, ég er loksins, eftir rúm tvö ár hjá Lloyd´s Banking Group, komin í alvöru stöðu. Ég er orðin deildarstjóri og sé um hóp starfsmanna sem finnur auðveldari greiðsluleiðir fyrir vanskilaskuldara. (ef það er orð.) Eða eitthvað á þá leið. Eftir nokkuð stress, próf og viðtal fékk ég starfið. Yfirmaður minn var búin að leggja inn gott orð fyrir mig en að mestu leyti þá fékk ég starfið vegna þess hversu vel ég hef staðið mig í minni núverandi stöðu. Já, það er víst með það eins og annað; ef maður leggur á sig vinnu þá að lokum uppsker maður sem maður sáir. Ég hugsa bara vart að ég gæti verið ánægðari, alvöru staða á framabraut. Jess!

Bar Excellance!
Þrátt fyrir að eyða vikunni í að bíða eftir að fá að heyra góðu fréttirnar hefur mér tekist vel að telja kalóríur og halda mig innan því sem ég tel að sé gott fyrir mig. Ég prófaði líka að borða gott súkkulaði. Ég hef löngum verið svag fyrir því að verða súkkulaði connoisseur. Mér finnst svo smart að borða dökkt súkkulaði, þefa af því, tilkynna eftir smá smjatt að hér sé um að ræða 80% kakómassa frá Ekvador, með vott af vanillu og jasmín og undirtón af eik og basil. Eða eitthvað þannig. Svo finnst mér það líka svo svakalega aðlaðandi þetta sem súkkulaði conniosseurs gera. Þeir fá sér EINN mola, smjatta og umla, og hætta svo. Einn moli af dökku, eðal súkkulaði á að vera nóg til að fullnægja sætindaþörfinni. Hingað til hefur þetta ekki virkað fyrir mig. Ég er bara algjört chav (white trash) þegar að súklaði kemur. Mér finnst best að borða bara sex Lion Bar. Það er að segja þangað til ég fann Lindt Excellence. Og sér í lagi þetta með vott af sjávarsalti. Dökkt, en sætt súkkulaði og svo öðru finnur maður fyrir saltkorni sem bráðnar og blandast saman við næstum biturt kakóbragðið. Og saltið dregur fram sætuna og einhverskonar fullkomnun á sér stað. Og það best af öllu er að það er í alvörunni nóg að fá einn mola. Gott kaffi, einn moli (smá pistastíur og ein daðla) og það er bara allt í lagi með mig. Allt í fínu lagi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með starfið elsku Svava ! þúrt snillingur !

K.kv Tóta

Nafnlaus sagði...

Elsku klára vinkona! Til hamingju með þennan árangur. Bankinner heppinn :)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju - alltaf mikill áfangi að fá stöðuhækkun, enn að fá alvöru stöðu í útlöndum er þvílíkur sigur! Glæsileg frammistaða :)

kv.Þórdís

Inga Lilý sagði...

Innilega til hamingju með nýju stöðuna, ekkert smá vel af sér vikið og ég er handviss um að þú áttir hana 100% skilið.

Gangi þér svo vel með að telja kalóríurnar og hlaupin, þú ert á svo flottri leið núna.