laugardagur, 9. júní 2012

Í nokkra daga núna í röð er ég búin að prófa eitthvað nýtt hvað hreyfingu varðar og hef núna uppskorið lag eftir lag af áhugaverðum og alveg nýjum harðsperrum. Hvað áhugaverðustu harðsperrurnar eru óneitanlega þær sem ég hef allt umkringum rifbeininin. Þær tel ég að hafi komið eftir flúnku nýtt pilates prógram. Þar helst í hendur að ég er að færa mig upp úr miðjustigi og í erfiðari æfingar ásamt því að hafa lesið mér nákvæmlega til um hvernig ég á að vera að beita innri vöðvum. Ég er semsagt á fullu að "zipper" upp öllum vöðvum og það þýðir heldur snarpari æfingu.

Ég fann líka nokkrar skemmtilegar æfingar í Tabata stíl á netinu og er búin að prófa mig aðeins áfram með þær. Gaurinn á myndbandinu er reyndar svo hrikalega fyndinn að ég átti í mestu erfiðleikum með að halda uppi dampinum fyrir hlátri. Hann er að sýna fólki að það sé hægt að stunda líkamsrækt hvar og hvenær sem er og að það séu bara ekki til neinar afsakanir. Þannig er myndbandið sem ég hoppaði með tekið upp inni á klósettinu heima hjá honum og ber titilinn "How to lose weight in the toilet. (Without taking a shit)." En hlátur lengur nú víst  líka lífið og æfingin var óneitanlega auðveldari og skemmtilegri fyrir vikið. Þessar æfingar hafa svo skapað ægilega skemmtilegar harðsperrur í kálfum og framhandleggjum.

Hvað segirðu? Tvö-núll fyrir Þýskalandi? Nú, þýðir þetta ekki það? 
Það var þessvegna bara rólegheita hlaup í morgun. Ég er vön að fara lengri leiðir á laugardögum en bara gat það ekki í dag. Á leiðinni tilbaka stoppaði ég við hjá veðmangaranum. Nú er Evrópumeistarmót í fótbolta hafið og ég hef algerlega ákveðið að umfaðma það af sama krafti og ástríðu og hollan lífstíl. Ef ég geri það ekki þá gætum við Dave allt eins sleppt því að vera gift. Hann er ákafur fótboltaunnandi og nýtur þess að spá og spekúlera í öllu sem þessu viðkemur og þá sérstaklega statíkinni, nörri sem hann er. Mér finnst bara sjálfsagt að ég taki þátt og hafi gaman af þessu með honum og sýna áhugamálinu hans áhuga. Hann hlustar jú, andagtur á mig þegar ég röfla að spýjubökkum um hitaeiningar og hveitikím. Ég ákvað að besta leiðin fyrir mig væri að velja og halda með ákveðnu liði, og leggja alvöru í það. Og með alvöru á ég við pening. Hjarta mitt slær með Spáni en þeir eru taldir sigurstranglegastir, þrátt fyrir að statíkin segi að ekkert lið hafi nokkurn tíman áður unnið Evrópumótið og heimsmeistaramót og svo Evrópumót aftur (sko hvað ég er að hlusta á hann!), og ég er vanari að halda með "underdogs".  Spánn var því ekki möguleiki. Mér datt í hug Danmörk eða Holland en þeir spiluðu fyrsta leikinn sinn við hvort annað og ég gat ekki valið. Eitthvað togaði mig að Þýskalandi.Örugglega út af Angelu Merkel. Mér finnst einhvern vegin eins og það sé komið að þeim. Ég lagði þessvegna 10 pund undir að þeir vinni. Ég fæ reyndar bara 30 pund tilbaka ef þeir vinna, sem er ekkert svakaleg mikið. Dave hinsvegar búinn að leggja 10 pund á Ítalíu. Hann fengi 160 pund í vinning sem er miklu skemmtilegri upphæð og það er ekki eins og það sé útilokað að Ítalía hafi þetta. Hann er svo mest hræddur um að England vinni. Það væri martröð að hans mati. Ég er viss um að mínir menn taki þetta, þeir eru sko Úber alles, er það ekki?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með 30 pundin þín :)

kv. Guðrún

murta sagði...

Nei, mamma, það er ekki nóg að þeir vinni einn leik, ég er að veðja að þeir vinni allt mótið! :)

Nafnlaus sagði...

Your oωn artіcle has confiгmed usеful to mе рerѕonally.
It’s гeаlly helpful and уou are naturally very educаted in this regіon.

You have got expoѕed my eуe for уou to varying thoughts about
thіs mаtteг togеther with іnterеѕting
and ѕtrong content mаterial.
My web page ; http://thedaddyblog.net/index.php?do=/profile-35008/info/