Alveg frá því ég fyrst smakkaði súrdeigsbrauð hefur það uppáhaldsbrauðið mitt. Svo mikið uppáhald að ég hélt að það væri óhollt, það hlyti bara að vera þannig því ég vanalega vel alltaf óhollari kostinn svona að eðlisfari.
Planið inniheldur lítið af brauði. Mest megnis af tveimur ástæðum; ég fæ litla næringu fyrir allt of margar hitaeingar úr brauði og það sem mikilvægara er að brauð vekur upp hjá mér endalausa löngun í meira. Betra er að sleppa bara. En ég hef reyndar tekið eftir að svo er ekki með súrdeigsbrauð. Það fyllir upp í einhver göt í sálinni minni og ég þarf bara eina eða tvær sneiðar til að vera sátt.
Ég lagðist í örlitlar rannsóknir og hef komist að því að það er skýring á þessu.
Súrdeig er búið til með náttúrulegri gerlun brauðsins án gers. Þetta ferli étur upp þónokkuð af harðgerasta hluta kornsins og gerir það auðveldara fyrir okkur að melta brauðið. Því lengur sem brauðið fær að súrna/gerjast því meira brotnar niður af glúteninu í korninu sem þýðir að margir þeirra sem eru með glútenóþol geta borðað súrdeigsbrauð. Eins og með önnur svona sýru/gerjunar ferlin þá étur bakterían í ferlinu upp sykrur og sterkju úr deiginu (þessvegna er jógúrt hollasti matur í heimi) Þetta minnkar kolvetni í brauðinu sem þýðir jafnari áhrif á blóðsykur. Á sama tíma eru fleiri vítamín og steinefni til staðar en í hefðbundnu brauði. Mjólkursýran sem skapast brýtur niður sterkjuna og meltir í raun kornið fyrir þig. Að lokum þá brýtur ferlið einnig niður "phytic acid" sem er and næringarefni sem er í öllu kornmeti. Phytic acid skemmir steinefni í líkamanum og hefur skaðleg áhrif á meltingu.
Ef þetta sannfærir mann ekki um yfirburði súrdeigsins yfir venjulegt brauð þá ætti bragðið, lyktin og áferðin að gera það. Að ekki sé talað um hversu ánægjulegt það er að búa til súrdeigsbrauð. Ég er núna í marga daga búin að vera að hlúa að og næra "starter". Ég kem heim úr vinnunni og er ægilega spennt að sjá hversu mikið líf hefur kviknað í skálinni. Nú er svo komið að hann er tilbúinn, farinn að bubbla vel og sæt bjórlykt farin að leggja af honum. Ég ætla því að leggja í deig á föstudagskvöld svo ég geti bakað mitt fyrsta súrdeigsbrauð á laugardagsmorgun. Með allri þessari ást sem ég hef lagt uppskriftina, get ég sveiað mér upp á gott brauð um helgina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli