|
Delonghi Icona espresso |
Við Dave héldum upp á sjö ára brúðkaupsafmæli í gær. Við gerðum ekkert merkilegt, fórum með Lúkas í skólann, fórum svo á rölt um bæinn, fengum okkur að borða og keyptum okkur svo voðalega fína espresso vél í brúðkaupsafmælisgjöf til hvor annars. Hér í Wrexham er ljómandi góð sérverlsun með kaffi og te og það er ágætis áhugamál að deila saman að drekka gott kaffi. Okkur er líka búið að langa rosalega lengi í vélina, vorum meira að segja með mynd af henni uppi við heillengi bara svona af því að við héldum ekki að við myndum tíma að kaupa hana. En svo koma svona spes dagar eins og ullarbrúðkaupsafmæli, frí og smá kæruleysi og við keyptum ekki bara kaffivélina heldur líka brauðrist og ketil í stíl. Við erum bara að njóta þess að vera í fríi, ásamt því að reyna að nýta tímann vel til að gera hluti sem við fáum annars ekki tækifæri til að gera. Eins og að búa til geðveikan kaffibolla með ekta crema lagi og sitja saman og spjalla yfir morgunmatnum og drekka kaffi.
|
Allt klabbið. |
Ég er að ströggla aðeins með hreyfingu og mataræði núna. Frí hefur aldrei farið vel í mig hvað það varðar. Ég tók ægilega syrpu í brauðáti og það þýðir bara eitt fyrir mig; þyngdaraukning, harðlífi og samviskubit. Ég nenni því síðan alls ekki, hef engan áhuga á að eyða friinu mínu í samviskubit. Hef reyndar heldur engan áhuga á að eyða fríinu mínu í að þyngjast um fimm kíló. Ég hef þessvegna valið. Leyfa mér örlítið meira en ella í mataræðinu og nota meiri frítíma í að hreyfa mig meira eða taka betri ákvarðanir hvað mataræði varðar ef ég er spenntari fyrir að liggja í sófanum og lesa bók.
Þetta hefur alltaf verið mitt val. Og útkoman hefur alltaf oltið á því hvað ég vel sjálf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli