Þá er endurbótum lokið í bili og við að verða búin að setja allt á sinn stað. Þetta horn í stofunni fékk rakavörn og nýtt gifs til að slétta veggina. |
Sama hornið nýmálað. Allt annað líf. |
Í stigaganginum var rakavörnin líka löguð og nýtt gifs sett á vegginn. Það er rosalega hátt til lofts þarna og við höfum aldrei málað almenninlega. |
Þannig að það er ótrúlega gaman að hafa þetta allt loksins hreint og skínandi nýmálað. |
Hér er búið að laga vegginn, en af því að hann var svo ónýtur þá er gifsið enn að þorna. Gæti tekið 2 vikur að þorna alveg. En maðurinn kemur aftur til að klára að mála. |
Mitt fyrsta verk í nýja eldhúsinu var að sjálfsögðu að bjóða upp á nýbakað brauð í morgunmat. Fyrsta brauðið sem ég borða í tvær vikur. |
Ég er núna loksins búin að raða þannig að það er hægt að nota breakfast bar almennilega. |
Svo var málað og veggir jafnaðir í milliherberginu. Það vantar núna bara nýtt á gólfið. Sennilega eina verkefnið sem er pressandi í húsinu núna. |
Bjart og fallegt og vantar bara herslumuninn á gifsið að þorna. Það var svo ánægjulegt að fá mann til að gera þetta fyrir okkur. |
Ég byrja svo í nýju vinnunni eftir tvær vikur. Og hlakka alveg voðalega til. En fyrst. Sumarfrí. Ahhhhhh.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli