fimmtudagur, 12. júlí 2012


 Ég fór í klippingu í dag. Sat bara salíróleg í stólnum og bað stúlkuna um að klippa á mig topp. Mig langaði í eitthvað nýtt og spennandi án þess að klippa neitt af síddinni. Ég er með mjög sítt hár núna, það nær eiginlega niður í mitti og mig langar til að halda því á meðan ég er enn nógu ung til að geta sveiflað því um án þess að vera kjánaleg. Einn lítill hluti af mér hafði örlitlar áhyggjur að ég væri að gera svona drastískar breytingar í einhverri tilraun til að draga athyglina frá því að ég er smávegis að þyngjast. En stærsti hlutinn af mér fannst ég bara vera ægilega trendí. Ég díla svo við hitt þegar ég er búin í fríi. Fo´ sure!

3 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Þú ert alveg stórglæsileg!!! Frábær breyting.

murta sagði...

Takk fyrir :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er rosa flott, klæðir þig vel. kinnbeinin verða mjög áberandi og þú virkar svakalega grönn og trendí - mjög töff!

kv.