sunnudagur, 15. júlí 2012

Og um leið og ég eignast alvöru espresso vél og get búið til latte macchiatos hægri vinstri tek ég ástríðu við kaldbruggað kaffi. Týpiskt!

Það er ekki það sama að nota kaffi sem maður hefur soðið og bruggað og látið kólna og kaffi sem maður bruggar kalt frá byrjun. Kalda kaffið hefur ekkert biturt eða súrt við sig, öll sýra einhvernvegin verður ekki til staðar og eftir verður bara þetta mjúka bragð sem maður heldur að maður fái bara ef maður borgar fjögur pund á kaffihúsakeðju.

Búin að kaldbrugga og setja í krukku. Og alveg að verða búin að drekka það allt. 

Kaffi, klakar, teskeið af hlynsýrópi, matskeið af léttmjólk, teskeið af rjóma.

Himnaríki í glasi! Næstu bragðtilraunir; möndlumjólk, kókósmjólk, karamellusýróp, súkkulaðisýróp....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HEY! Kenna manni að kaldbrugga!!! Takk….mig langar í sonna kaffi :)

murta sagði...

Ég fann þetta á þessari síðu http://www.theyummylife.com/Iced_Coffee
Ég setti bara nokkrar skeiðar af góðu kaffi í pressukönnuna mína, fyllti með köldu vatni og lét standa yfir nótt. Setti svo bara inn í ísskáp. Það geymist víst í nokkrar vikur.