| Morgunmatur var svo ekki af síðri endanum á laugardagsmorgninum, nýbakaðar kornabollur og romm. |
| Danir eru að sjálfsögðu þekktir fyrir að vera frjálslyndir og frjálslegir í meira lagi, svona dálítið eins og þessi ungi maður. |
| Það þótti við hæfi að fá mynd við Nyhavn með danska fánann blaktandi við hún í baksýn. |
| Slorgellur við kæjann. |
| Við skoðuðum svo borgina, og hittum fyrir Kristján Tíunda, glapræðiskónginn sem glutraði Íslandi úr höndunum á sér. Spurning hvort við hefðum ekki bara verið betur stödd ef við værum danir. |
| Þeir passa líka voðalega vel upp á Margréti Þórhildi þessir kappar og kipptu sér ekki upp við nokkur dansspor fyrir utan Amelieborg. |



Engin ummæli:
Skrifa ummæli