sunnudagur, 7. október 2012


Stundum fara góðir hlutir bara hægt af stað og það er svo með ofur október. Ég er akkúrat núna að einbeita mér að því að finna mig aftur, ég var orðin svo aftengd sjálfri mér að ég skrifaði meira að segja pistil á ensku! Ég bara átti í mestu erfiðleikum með að geta sagt upphátt að ég hafi þyngst svona mikið á svona stuttum tíma, það var auðveldara að segja það á ensku.

Ákkúrat núna er ég komin með upp í kok á sjálfri mér, ég er hundleiðinleg kjélling og ætla að taka smá pásu. En ekki fyrr en ég deili gulrótameðlætinu með kjúklingnum í dag.

6 gulrætur, flysjaðar og skornar í fjóra hluta langsum
2 msk möndluflögur
1 tsk za´tar
1 tsk góð ólívuolía

Sjóða vatn með salti og setja svo gulræturnar út í sjóðandi vatnið í uþb 8 mínútur þar til rétt mjúkar. Taka úr vatninu og kæla aðeins. Rista möndlurnar á þurri pönnu þar til gullnar og setja svo kryddið út á og rista í nokkrar sekúndur. Hella teskeið af olíu yfir gulræturnar og setja svo möndlukryddblönduna þar yfir. Rosalega gott með kjöti eða kalt út í salat. Bon appetit!


Engin ummæli: