sunnudagur, 18. nóvember 2012

Þá er aldeilis farið að hitna í kolunum í undirbúningi fyrir spikpriksöfnunina. Ég ákvað að þar sem að aðaltilgangurinn með verkefninu er að komast aftur almennilega inn í góða siði og venjur fyrir fullt og allt þá væri alveg fatalt að gera það sem ég stundum geri og fríka út dagana á undan. Svona eins og þegar maður ákveður að fara í megrun á mánudaginn og borðar svo heila rjómaköku á sunnudeginum. Nei, ekkert svoleiðis hér og vikan var bara fínasti undirbúningur.

Í morgun var ég 95 kíló og það verður notað sem viðmiðunartalan. Ég hef margoft reynt að mæla mig en fæ alltaf mismunandi svör út þannig að ég sé engan tilgang þar í. Buxnastærð er líka dálítið erfið til viðmiðunar. Þannig á ég gallabuxur úr Next í stærð 14 sem passa fínt og ég geng líka í buxum úr Zara sem eru númer 18 og eru eiginlega of þröngar. Þannig að mér finnst það ekki marktækt. En vigtin mín segir mér hvað ég er þung, í engum fötum, eftir piss á morgnana. Og er nokkuð samkvæm sjálfri sér. Þannig að vigtin er viðmiðunin.

Það er líka alveg útilokað að vaða út í svona án þess að vera með plan. Og ég er búin að setja upp stundatöflu fyrir hreyfingu og mat.

Mánudagur - Frí/Ganga
Þriðjudagur - Bjöllur/Zumba
Miðvikudagur - Pilates/Ganga
Fimmtudagur - Bjöllur/Shred
Föstudagur - Ganga
Laugardagur - Bjöllur/Pilates/Shred
Sunnudagur - Bjöllur/Ganga/Shred

Hér ætti að vera nóg úrval til að leyfa mér að velja aðeins eftir skapgerð hvers dags og gefa mér möguleika á að gera meira en eitt ef ég svo vil. Svo er það bara undir mér komið að safna sem flestum spikprikum.

Maturinn er gróflega áætlaður svona;

Mánudagur - Sæt ommiletta með kókós
                     Big Ass Salat og sæt kartöflu"brauð"bolla
                     Gulrótarsúpa - Bláber
Þriðjudagur - Grísk jógúrt með pomegranate
                     BAS, bolla - "gulrótarkaka"
                     Grænmetishlaðiðkalkúna chili - ber
Miðvikudagur- Sæt ommiletta
                        BAS, bolla - kaka
                       Chili
Fimmtudagur- Grísk og ávöxtur
                      BAS, bolla
                     Fiskur og grænmeti
Föstudagur- Sæt ommi
                    BAS, bolla - Kaka
                    Sirloin með sveppum og lauk - sæt kartafla - Avókadómús
Laugardagur - Quinoa morgunbaka
                      Hlaðin ommiletta
                      Kjúklingafajitas - Avókadómús
Sunnudagur - Quinoa morgunbaka
                      Bakaður lax með aspas og blómkálsmús - Hnetur og rúsínur/
                      Afgangar - Kókóshnetuís

Þetta er að sjálfsögðu bara grunnplan og breytist alltaf smávegis en er mjög hjálplegt engu að síður. Breytingarna sé ég helst á miðvikudaginn þegar ég þarf að fara til Manchester á fund og fer snemma að heiman og verð komin seint heim aftur. Ég þarf líka að setja inn nokkrar uppskriftir eins og t.d að brauðbollunum sem ég bakaði í morgun úr sætum kartöflum, osti og kókóshnetuhveiti, sykur-og hveitilausu gulrótarkökunni og sætri morgunommilettu.



"Ætlar þú að vera með?"

2 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Damn hvað þú ert flott kona! Tek mér þig til fyrirmyndar og reyni að taka núna 4 góðar vikur!! Endilega vertu dugleg að blogga svo maður nái að peppast upp!¨:)

GO - GO - GO

Nafnlaus sagði...

Verð með. Mamma