fimmtudagur, 29. nóvember 2012

Mánudagur : 20 spikprik. Engin hreyfing - maturinn ljómandi fínn. Þakið lekur í allri rigningunni og ég hringdi í tryggingarnar. Smá nojuð að bíða eftir því að heyra hvað gerist næst. Ég var smá leið yfir því að borða ekki brauð. Og nojuð yfir því að virka leiðinleg af því að ég borða ekki brauð eins og venjulegt fólk. En svo mundi ég eftir Barney Stinson og ákvað að hætta að vera venjuleg og vera ofur í staðinn.
Þriðjudagur: 20 spikprik. Engin hreyfing en maturinn aftur outstanding. Ég ákvað að hafa engar áhyggjur af tryggingum og leka, það þýðir ekkert að eyða tíma sínum í að hafa áhyggjur. Af nokkrum sköpuðum hlut. Awesome!

Miðvikudagur: 22 spikprik. Hreyfing var göngutúr - matur tipp topp. En ég var smávegis döpur, langaði í eitthvað sem ég vissi ekki hvað var. Chester er orðin svo jólaleg og það er súkkulaði út um allt og allt á frikkin tilboði. Súkkulaði út um allt! En svo ákvað ég að hætta að vera leið og var bara æðisleg í staðinn. Sönn saga.


Fimmtudagur 22 spikprik. Hreyfing langur göngutúr og matur  eins og hjá einhverjum heilsugúru.  Ég er á svo rúllandi sving núna að ég á skilið high five. Tek kvöldið í nefið. 

Engin ummæli: