sunnudagur, 25. nóvember 2012

Vikan endar í 124 spikprikum. Ekki amalegt það. Ég tapaði heilum fimmtán prikum í dag. Fimm fyrir að fá mér tvær brauðsneiðar. Grófkorna artisan brauð með graskersfræjum og trönuberjum. Og svo öðrum fimm fyrir að fá mér spaghetti bolognese í kvöldmat. Enn öðrum fimm tapaði ég fyrir að borða þegar ég var ekki svöng eða nokkurn staðar nálægt því að vera svöng. Prikunum tapaði ég bara fyrir kurteisissakir, brauðátið og pastað var planað. Það er bara gott fyrir líkamann að fá smá sterkju öðruhvoru til að sjokkerast og sjálf var ég tilbúin í slaginn ef ég ætlaði eitthvað að fara að baula og hrista mig til í fíkilskasti, en það gerðist ekki þannig að ég er bara alveg hress með þetta. Það að tapa prikum fyrir græðgi er svo bara til að minna sjálfa mig á að þetta á líka að vera smávegis vinna.

Ég fór og keypti í matinn fyrir vikuna og náði mér líka í jólin. Mandarínur og hnetur komnar í skál á borðið og aðventan má þessvegna bara alveg koma. Ég meira að segja setti upp aðventukransinn og kveikti a einu kertinu þar til ég fattaði að ég var viku á undan áætlun. Alltaf á undan minni framtíð. Eða kannski að ég fylgi bara því sem mamma stakk upp á og hef fimm aðventusunnudaga í ár. Ekkert mál.


2 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Jiminn hvað þú ert dugleg! Þú átt eftir að rústa þessari áskorun!
Áfram þú :)

murta sagði...

Alveg að massa ´etta! :)