Eitt af því sem mér líkar hvað best við sjálfa mig er að ég er alltaf bjartsýnog tilbúin að sjá jákvæðu hliðina á málinu. Og að mestu leyti er ég enn jákvæð og bjartsýn. En að undanförnu hefur mér hröplast aðeins og ég hef dottið niður í að reyna að kúga sjálfa mig til að ná árangri. Og ég finn að ég hef smásaman verið að tapa gleðinni inni í mér. Ef þú reynir að grennast með því niðurlægja þig, svipta sjálfa þig nauðsynjum og hræða sjálfa þig þá endarðu niðurlægð, soltin og hrædd. Það er augljóslega ekki leiðin að hamingju.
Ég er alltaf að berjast á móti hinu og þessu. Berjast við sjálfa mig og aðstæður mínar og með því að berjast á móti því sem ég er að upplagi er ég einungis að skapa sjálfri mér óhamingju. Ég er kúguppgefin og þreytt andlega og líkamlega. En málið er að þetta er algerlega af mínum eigin völdum. Ég hefði getað valið að sjá og skilja aðstæðurnar eins og þær eru og lært að takast á við það frekar en að óska þess að hlutirnir væru öðruvísi. Það er komin tími til að sætta mig við hlutina eins og þeir eru.
Það þýðir alls ekki að ég sé að gefast upp. Að sætta sig við raunveruleikann þýðir ekki að gefast upp. Það er eðlilegt að spyrja hvernig get ég breytt einhverju ef ég sætti mig bara við núverandi ástand? En það er þegar maður sér ástandið eins og það er, sættir sig við það sem á undan kom og lærir af því, sem það er hægt að breytast. Þannig er ég ekki lifandi í ástandi sem segir mér að hlutirnir "ættu" að vera á einhvern vissan hátt og ég endalaust frústreruð að berja höfðinu upp við vegg.
Geneen Roth skrifar í bók sinni Women, food and God;
“. . . hell is wanting to be somewhere different from where you are. Being one place and wanting to be somewhere else . . . . Wanting life to be different from what it is. That's also called leaving without leaving. Dying before you die. It's as if there is a part of you that so rails against being shattered by love that you shatter yourself first. (p. 44)”
Nei, ég er ekki að gefast upp. Þvert á móti. Ég er uppfull af nýrri von. Ég er bara hætt að berjast á móti sjálfri mér. Ég ætla frekar að vinna með sjálfri mér. Við erum sko saman í liði. Ég bara vil ekki lifa lífinu óskandi þess að ég sé stödd annarstaðar. Ég vil bara vera ánægð eins og ég er á meðan ég er að gera það sem er best fyrir mig. Ferlið er markmiðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli