Á Hickory´s fékk ég mér klassískan ammrískan morgunmat; pönnukökur, beikon, hlynsíróp og sterkt, gott kaffi. Þarna sat ég ein, ekki með bók, ekki með neitt til að verja mig eða fela. Sat bara og smjattaði og kjamsaði á matnum mínum og naut hvers einasta bita. Allt hluti af því að sýna sjálfri mér að ég er ekki veik, það er ekkert sem þarf að laga við mig. Ég get borðað mat án þess að það verði til þess að ég missi stjórn á lifinu. Og ég sat og borðaði og brosti. Stoppaði af ásettu ráði þegar ég var hálfnuð með skammtinn og kannaði hvort ég væri enn svöng. Og það kom í ljós að ég var búin að fá nóg þannig að ég ýtti frá mér disknum, södd og sæl. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli