"Það gengur rosalega vel á þessum kúr, þetta er bara ekkert mál!" sagði erfiða samstarfskona mín fyrir nokkrum dögum. Hvað kúr er það? spurði ég kurteisislega af því að hún vildi greinilega ræða þetta. Hún er semsagt á þessum allra nýjasta; föstukúrnum. Hann snýst um að tvo daga vikunnar fastar maður, þaes maður borðar 500 hitaeiningar en hina dagana borðar maður bara venjulega. Ekki megrunarmat, ekki ofát, bara venjulega. Og það bara lekur af manni spekið. Fyrirhafnarlaust.
Það er alltaf við þetta orð sem ég stoppa. Fyrirhafnarlaust. Reyndar ekki fyrr en ég hef í smástund hugsað með mér "Ég ætla sko að prófa þetta! Þetta er frábært!!" en það líður fljótt hjá og ég man hvað gerist þegar venjulegt fólk byrjar að fylgja nýjasta kúrnum. Það gengur rosalega vel, en svo gengur illa og svo gleymir maður að maður er á kúr. Það er enginn annar endir. Það er ekki hægt að fylgja nýjasta kúrnum og gera það að eilífu.
Og fólk er alltaf jafn glórulaust. Kúr eftir kúr eftir kúr.
Erfiða samstarfskonan var greinilega á vímunni sem fylgir fyrstu dögunum þegar maður byrjar á nýjum kúr. Núna tekst þetta hjá mér! Í þetta sinnið gengur þetta allt upp! Ég þarf bara að borða ekkert tvo daga vikunnar, hina dagana get ég gert það sem mig lystir! Badabúmbadabing! Og ég verð mjó eftir smástund. Like a boss!
En svo rennur af manni víman. Og það sem var fyrirhafnarlaust verður allt í einu mikið mál.
Ég tók eftir í dag að erfiða samstarfskona mín náði sér í sizzling steak flavour snakkpoka og kitkat úr sjálfvendivélinni rétt fyrir ellefu í morgun. Ekki það að það komi mér neitt við en ég verð að segja að það gengur greinilega rosalega vel hjá henni á kúrnum. Ef miðvikudagur er föstudagur þá er hún búin að nota 500 hitaeiningar heldur senmma. Ef miðvikudagur er ekki föstudagur, nú þá verð ég að segja að það að fá sér snakk og súkkulaði fyrir klukkan ellefu er ekki það sem ég myndi kalla að borða venjulega. Ja, nema fyrir fólk sem er 120 kíló sem erfiða samstarfskonan og er.
Ég vildi óska að þetta væri fyrirhafnarlaust. Að maður gæti bara borðað ekkert tvo daga vikunnar og venjulega hina dagana, eða sleppt kolvetnum, eða bara borðað fyrir klukkan fimm á daginn, eða bara drukkuð sjeik eða hvað það nú er sem er í tísku. En ef þetta væri fyrirhafnarlaust þá VÆRI ENGINN FEITUR.
Hvorki ég né erfiða samstarfskonan.
5 ummæli:
Sælar - þetta trend er að detta til landsins hingað. Ég þekki 2 sem eru að prufa.
BBC Horizon sýndi heimildamynd um föstur reyndar og þar er aðeins komið inn á þetta. Minnir að hún heiti Eat, Fast and Live Longer og ég hafði alveg pínu gaman að henni. Ég held reyndar að föstur séu af hinu góða - en veit ekki með þennan kúr, langar samt að prófa :) Er maður ekki alltaf þannig. Sálfræðilega séð myndi henta mér að vera ekki í megrun alla daga vikunnar og vita að ég mætti borða á morgun :) Hhahah en ég efast að þetta sé svo gott.
Gangi þér vel.
Mmmm snakk og súkkulaði fyrir kl. 11, alveg væri ég til í soleiðis. Klukkan er núna 10.40 og þér tókst að láta mig dreyma um súkkulaði og snakk - vel gert! :)
Skondna er að ég var einmitt að lesa um einhvern sem var á þessum kúr og lofaði hann svona í bak og fyrir. Ég hugsaði líka með mér "ég væri sko til í að prófa þetta" en komst að sömu niðurstöðu og þú, ég myndi aldrei halda þetta út og enda aftur í 120 kg áður en ég vissi af!
Google translate has thrown up the phrase "Diet hoping" for this post and it's just a perfect description I think :)
Við þennan lestur varð mér hugsað til "bætingaráðs" einkaþjálfans míns - læt það fljóta með:
Allir kúrar virka.
Nýjasta æðið er 800/600 kcal kúrinn.
Hann gengur út á að tvo daga í viku borða karlmenn undir 800 hitaeiningum og kvenmenn undir 600hitaeiningum. Hina dagana borðar
viðkomandi bara eðlilega og það
sem hann langar í.
Það koma alltaf svona æði: Atkins,
The Zone, Weight Watchers, South
Beach og svona mætti lengi telja.
Þeir virka líka allir. Án gríns, engin kaldhæðni. Út á það ganga kúrar og þess vegna eru þeir vinsælir.
Þeir virka allir því þeir ganga alltaf út á það sama: að fækka kaloríum.
Til að léttast þurfum við að eyða fleiri kaloríum en við innbyrðum.
Þessir kúrar fara kannski mismunandi leiðir og mjög oft misgóðar en allir ganga þeir út á að taka inn færri kaloríur en við erum vön og skapa þannig kaloríuskort.
Segjum að karlmaður þurfi 2.500
kaloríur daglega. Á einni viku er það 7x2500 eða 17.500 kcal. Með þessum kúr tekur hann inn 5x2.500 + 2x800= 14.100 hitaeiningar. Mismunurinn yfir eina viku er 3.400hitaeiningar.
Það er helst til bratt fyrir skynsama þyngdarstjórnun.
Hin leiðin væri að skella sér á
æfingu 3-4x í viku, ná að brenna
kannski 400-500 hitaeiningum í hvert skipti og passa skammtastærðina.
Bergur er fyrrverandi frjálsíþróttakappi og starfar sem ÍAK-einkaþjálfari hjá Reebok Fitness.
Kynntu þér málið nánar á www.facebook.com/baeting
Shauna, diet hoping, google translate do have a nice turn of phrase :)
Skrifa ummæli