laugardagur, 22. júní 2013

Það þýðir víst lítið að fela sannleikann, ég er þessvegna búin að laga myndaseríuna hér til hliðar. Nei, það er því miður ekki hægt að ljúga til um fíkn sem maður ber utan á sér.

Ekki það að ég reyni ekki. Ég held að það sé enn sterkasta áráttan hjá mér það að ljúga, fela og stelast. Ég held að eitt það erfiðasta sem ég geri er að neyða sjálfa mig til að borða opinberlega. Mig langar alltaf mest til að borða ein. Borða þannig að ég geti borðað þar til mig verkjar í lungun, borða skrýtnar samsetningar, borða aðalrétt, eftirrétt, aðalrétt, eftirrétt. Borðað í friði.

Ég reyni alltaf að ljúga um magn og eða gæði. Það er eins og það sé bara í eðli mínu að reyna að fela hvað ég borða í alvörunni, meira að segja núna þegar það er ósköp lítið að fela. Ég stend sjálfa mig lika að því að telja upp allt sem ég hef borðað yfir daginn fyrir Dave svona eins og til að reyna að þröngva sjálfri mér til að ljúga ekki.

Ég var sko að borða ostaköku. Bara þannig að þið vitið það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er búin að fylgjast með blogginu þínu annað slagið í einhver ár (og ég sem les aldrei blogg). Ég hef sannarlega dáðst að þér í lyftingum og hlaupum, frumlegri matreiðslu og því að þú heldur alltaf áfram; en ekkert minna fyrir sjarmerandi sjálfskoðun og hispursleysi á erfiðum stundum. Flott hjá þér að setja inn nýja mynd og hreinskilinn pistil! Gangi þér svo bara vel á leiðinni fram um veg.
Ásta