Ég sá fyrir margt löngu einhvern blogga um japanskar núðlur sem eru búnar til úr plöntu sem er svipuð og þang. Núðlurnar eru alveg bragðlausar og kolvetna, fitu, sykur og nánast hitaeiningalausar. Í Japan heitir þetta Shirataki eða Konjak og er alvanalegt til átu. Næringarlega séð eru bara trefjar í núðlunum, ekkert annað. Síðan að ég fyrst sá minnst á þetta er mig búið að langa til að prófa. Tilhugsunin um hitaeiningalausar núðlur var ómótstæðileg.
Það var svo um daginn að ég sá pakka í Holland og Barrett og þrátt fyrir hrikalegt verð, £2.50, ákvað ég samt að prófa.
Þegar maður opnar pakkann gýs upp skringileg lykt, mér fannst helst minna á fiskilykt. Ekki vond, bara skrýtin. Samkvæmt leiðbeiningum á maður að skola vel af núðlunum til að hreinsa þær og ná af þeim lykt. Eftir að hafa hreinsað vel smellti ég þeim á pönnu með ostasósunni og sveppum.
Úr varð þetta líka fína sull. Áferðin er allt önnur en á venjulegu pasta eða núðlum. Maður þarf að bita í og tyggja vel. En þær eru líka alveg bragðlausar sem þýðir að þær taka á sig bragðið af sósunni. Mig grunar nú að ítalski ættboginn minn myndi hrylla sig en það verður nú bara að hafa það. Ég var hæstánægð. Carbónara pasta fyrir 15 hitaeiningar! Það hefði ég nú haldið.
Næst verður prófað bolognese og svo kínverskt stir fry. Lukkan yfir manni alltaf hreint.
2 ummæli:
Japanirnir eru alveg með þetta þegar það kemur að heilsu þar sem þeir eru alveg heilsuóðir. Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið kommentið "oh you walk to the office? So good for health"
Já, ég hef einmitt heyrt þetta; að Japanir séu algerir heilsumelir.
Skrifa ummæli