mánudagur, 19. ágúst 2013

Ég hoppaði upp tröppurnar að húsinu mínu í kvöld. Ég var í strigaskóm og íþróttafötum eftir hjólreiðina heim og hugsaði með mér að það væri gaman að hoppa smávegis. Þannig að ég tók jafnfætishopp upp. Steig svo niður og hoppaði aftur upp. Og svo aftur og aftur. Tólf sinnum og þá varð það erfitt og ég hætti og fór inn.

Og ég mundi hvað mér fannst gaman að hoppa fyrir ekki svo löngu. Hversvegna hætti ég því?

Engin ummæli: