Þegar ég stóð sem hæst á hrokafjallinu mínu, þegar ég var á fullu í svelti og í stöðugum æfingum, lýsti ég því yfir að ég væri einfaldlega löt og gráðug. Að það væri út í hött að trúa því að allar fitubollur heimsins væru fitubollur út af einhverju sálrænu áfalli úr barnæsku. Þetta var þegar ég horfði enn á offituvandamál sem andlegt ástand til að tækla fremur en líkamlegt. Að maður þyrfti einfaldlega að ná tökum á manni sjálfum og skikka mann til að haga sér.
Núna, eftir að hafa lagt allt mitt í að reyna að grennast er ég ekki svo viss lengur um að þetta sé andlegt, sálrænt eða neitt til að gera með persónuleika. Ég er meira að segja komin svo langt að þurfa að biðja sjálfa mig (og allar hinar fitubollurnar) afsökunar fyrir að hafa haldið því fram að ég sé löt og gráðug.
Hefði ég lagt sama kappið í nám og ég hef lagt í megrunarkúra og líkamsrækt síðustu þrjátíu árin væri ég sjálfsagt post-doc og fremsti sérfræðingur á hverju því svið sem ég hefði kosið mér. Hefði ég lagt sama kapp í að safna peningum og ég hef lagt í megrunarkúra og líkamsrækt síðustu þrjátíu árin sæti ég sjálfsagt á milljóna innistæðu í bankanum. Hefði ég lagt sama kapp í starfsframa og ég hef lagt í megrunarkúra síðustu þrjátíu árin væri ég sjálfsagt bankastjóri.
Alveg sama hvað ég reyni þá get ég ekki grafið upp einn einasta þátt í lífi mínu sem ég hef lagt meiri vinnu, alúð, hugsun og verk en þetta að reyna að verða mjó. Og samt dirfðist ég að halda þvi fram að ég væri bæði löt og gráðug?
Ég vinn fulla vinnu, var í fullu námi, elda og baka flest frá grunni, el upp barn, rækta hjónaband, stunda hreyfingu og samt dirfðist ég að kalla sjálfa mig lata?
Ég man ekki eftir einum einasta degi þar sem ég barðist ekki við sjálfa mig, neitaði mér um eitthvað, hætti áður en ég var í alvörunni södd og samt kalla ég sjálfa mig gráðuga?
Nei, þetta reikningsdæmi gengur bara ekki upp. Ég er hvorki löt né gráðug. Ég er samansett úr genum sem hafa tilneigingu til að upptaka insúlín í meira magni en fólk sem er náttúrulega grannt og framleiða meira fitulag. Ég laðast ósjálfrátt að matartegundum sem ekki bara gera mann feitan heldur kalla síðan líka stanslaust á meira. Og þrátt fyrir þennan fyrirvara hef ég engu að síður tekist að berjast við sjálfa mig og er að grennast.
Þetta er ekki persónuleikabrestur, þetta að vera feitur. Það hefur ekkert með að gera hvernig manneskja ég er. Ekkert. Ég er hvorki löt né gráðug. Eða öllu heldur ég er ekki latari né gráðugri en hvaða næsta manneskja. Að vera feitur er líkamlegt ástand, hefur með hormóna, frumur, gen og mólekúlur að gera og þarf að tækla út frá því sjónarmiði.
Nei, ég er ekki gráðug og ég svo sannarlega ekki löt. Andskotakornið.
4 ummæli:
Takk fyrir þetta :)
Eg var mjög leið þegar eg las blogg fra þer fyrir löngu siðan þar sem þu helst akkurat öfugu fram - að mjoa folkið i heiminum bara borðaði minna en við hin og þaö hefði ekkert með hraðari brennslu eða nokkuð annað að gera.. Við hin værum bara löt og graðug. Eg var a sömu skoðun þa.. Þessvegna tok það mig faranlega langan tima að taka lchf i satt og profa - eg meina, er það skritið, miðað bið það sem maður ma borða? :)
Eftir að hafa lesið mer til - meira en með allt annað (hæ, meistaragraða!) og kynnt mer lchf ut i gegn, hvað td varðar insulin og glukosa og jafnvel pcos og gi-stuðla, þa varð eg sannfærð um að þetta myndi virka, sem það og hefur gert. Her ligg eg a laugardegi, nyvöknuð, pissuð og vigtuð og hef ekki verið svona 'lett' i einhver 4-5 ar (!!) og það eftir að hafa borðað faranlega goða pizzu i gærkvöldi!
Nu eru matar-akvarðanir dagsins aðeins þær hvort eg eigi að fa mer egg og bacon i morgunmat eða jafnvel gera heitan ostarett.. Ja, og svo hvort eg eigi að spike-a insulinið sma i dag með sukkulaðistykki seinnipartinn! Huggulegt :)
Kv,
Svanhildur Yr
Já, enda er ég voðalega sorrý. En ég er amk búin að sjá ljósið og biðjast afsökunar :)
Haha - já, we live and we learn! Mér finnst ég amk voða klár að sirka út carb dagsins og sjá hvort ég eigi inni fyrir smá súkkulaði með sjónvarpinu! (side note: Lindt Excellence með hint of sea salt er 6gr carb per 100 bitinn.. score! ;)
Kv,
Svanhildur
Heyr Heyr!!!
Skrifa ummæli