sunnudagur, 22. september 2013

Fyrir rúmum mánuði síðan ákvað ég að prófa að draga mikið úr kolvetnaneyslu, eitthvað sem ég er búin að dúlla mér við í langan tíma en fannst vera kominn tími á að taka af meiri alvöru. Ég tók til við plan sem heitir CarbNite og er ægilega vinsælt um þessar mundir. Það er sjálfsagt vinsælt af sömu ástæðu og ég laðaðist að því, einu sinni í viku má maður borða nammi og pizzu og lasagna og brauð og kökur að vild. Svo lengi sem maður heldur sig undir 30 grömmum af kolvetnum yfir vikuna er nánast allt leyfilegt einu sinni í viku. Auðvitað er þetta aðlaðandi. Hvað annað? Ég vissi reyndar alveg að þetta myndi ekki virka fyrir mig. Ég vissi að lágkolvetnin myndu svínvirka og að ég myndi léttast um hundrað kíló til að byrja með en eftir tvo, kannski þrjá sunnudaga af nammi myndi ég byrja að þyngjast meira en ég næði að léttast yfir vikuna. Ég varð samt að prófa. Ekki ætla ég að fara að halda því fram að ég sé ónæm fyrir svona loforðum um spikrennerí á sama tímaa og maður fær að troða í andlitið á sé!

Ég var 97.7 kg síðasta sunnudag og þann dag tók ég carbnite hleðslu. 7 tommu pizzu, Nóakroppspoka og smá lakkrís. Á mánudagsmorgun var ég 100.9 kg. Og alla vikuna er ég búin að vinna í að ná þessum rúmu þremur kilóum af mér aftur. En tókst bara að losa tvö. Ég var 98.7 kg í morgun. Vikuna þar á undan var ég líka 97.7 kg og þyngdist um tvö kíló eftir sunnudagshleðsluna og rétt náði þeim af mér fyrir vigtun á sunnudagsmorgun. Ég er viss um að fyrir fullt af fólki virka þessi vísindi sem segja að með því að sjokka kolvetnasveltan líkamann með massavís af glúkósa einu sinni í viku renni spikið enn hraðar. En það bara virkar ekki fyrir mig. Hefur aldrei gert. Ég hef reynt þetta milljón sinnum áður, ég bara vissi ekki að þetta væru einhver fræði.

Ég ætla að halda mig við lágkolvetnin. Ég er sannfærð um að það virkar fyrir mig, sér í lagi af því að það virðist halda geðveilunni minni að mestu leyti í skefjum. En að endurvekja klikkunina einu sinni í viku er bara rugl.


3 ummæli:

S sagði...

Eg a við sama vanda að striða.. Tok eina hleðslu fyrir um tveimur vikum siðan og atti mjög erfitt marga daga eftir það.. Akvað að það væri ekkert vit i þvi að gera þetta vikulega - en þo gott að hafa þetta við höndina við serstök tilfelli, td eins og i gær þegar eg fekk helgarheimsokn og kolvetnatakmörkun var erfiðari, ef ekki ogerleg an þess að finnast maður vera utundan og leiður.. (Hver td fer i kolaportið an þess að kaupa ser kokosbollu, eg bara spyr!) Akvað þvi i gær að taka aðra hleðslu - en i þetta skiptið hruga ekki i mig pizzum og brauðstöngum, auk sukkulaðis, heldur haga mer almennilega og borða minna hveiti en siðast.. So far, so goodg eg hafði þyngst um rett rumt kilo i morgun en er jakvæðari með framhaldið nuna en ef var siðast.. Afram lkl (með dassi af carb nite, þegar það hentar!)

Onwards and upwards! :)

S sagði...

Kv,
Svanhildur

murta sagði...

Ég hef bara held ég aldrei farið í Kolaportið. En sé að ég verð að fara þangað næst þegar ég kem heim, einungis til að fá kókósbollu! Við erum alveg með þetta ;)