laugardagur, 19. október 2013

Eru ekki einhver lög sem segja til um að maður eigi að borða nammi á laugardögum? Mér finnst endilega að ég hafi heyrt það einhverstaðar. Og ekki er leiðinlegt að fá Pipp.

Ég fann þessa uppskrift á netinu og breytti aðeins til að henta mér betur og hef í hyggju að nasla á þessu í kvöld yfir Strictly. Fyrst þarf ég reyndar að vefja trefli um háls og horfa á Wrexham taka Woking í bakaríið. Og allt þetta í nýjum kúrekastígvélum, lukkan yfir mér alltaf hreint.

Settu í skál 120 ml kókósolíu, 1/4 bolla möndlusmjör, 4 mtsk kakó, 1 mtsk hreint hlynsýróp, 1 tsk vanilludropar og 1/2 tsk piparmyntudropar og hræra saman. Smella svo í örbylgju í svona 40-50 sekúndur og hræra svo þar til allt er orðið smooth og glansandi. Hella svo út í mallið hálfum bolla af kókós og hálfum bolla af niðurmuldum, ristuðum, blönduðum hnetum (eins og pekan, möndlum og macadamia). Setja í sílíkónform inn í frysti og skera svo niður í hvernig svo sem bita sem maður vill. Ef ég væri einhver svona dúllerí kokkur hefði ég sjálfsagt sett í lítil form, eða í súkkulaðimót en ég er bara ekki þannig. Hvað sem því líður þá er þetta ógeðslega gott.



Engin ummæli: