sunnudagur, 1. nóvember 2015

Frelsið er yndislegt

Enn léttist ég, aftur um 700 grömm. Ég flökti á milli þess að reyna að skilgreina hvað er að gerast og að vilja ekki hrófla við neinu svona ef það þýðir að ég klúðri öllu. Mér líður bara rosalega vel. Ræð algerlega við allt og það án þess að þurfa að nota viljastyrk á neinn hátt. Í fyrsta skiptiná ævinni líður mér ekkineins og fíkli. Ég fékk mér 9 malteserskúlur á föstudagseftirmiðdaginn. 9 súkkulaðimaltesers. Klukkan hálfþrjú. Sat svo róleg og beið eftir fallinu. Þar sem ég myndi ekki bara graðga í mig afgangnum af pokanum heldur fara og kaupa meira nammi. Þar sem ég myndi hugsa með mér "fokk it, skiptir ekki máli núna, hvort eð er fallin, best að naga mig núna í gegnum Cadbury verksmiðjuna". Þar sem ég myndi finna fyrir þessum líkamlega sársauka sem fylgir því að neyða sig til að hætta. 
En dagurinn leið og ég fór heim með fullan poka af nammi handa hrekkjavökugestum og spáði hreinlega ekki frekar í malteserspokanum, né öðru. Eldaði geðveikislega góða villibráðarborgara í kvöldmatinn og fékk mér ekkert sætt á eftir. Sat bara salíróleg og spjallaði við strákana mína og lék við kettlinginn og spilaði á gítarinn. Spáði ekki einu sinni í þessu.
Og vil helst bara ekki spá. Er mest að hugsa um að reyna bara að vera. Að njóta frelsisins. Það er nefninlega yndislegt.

Engin ummæli: