sunnudagur, 17. janúar 2016

Af holdafari

Ég léttisi ekki um eitt gramm í þessari viku. Og var nokkuð ánægð með hvað ég er orðin þjálfuð í að halda kúlinu. Ég auðvitað vonast eftir að sjá lægri og lægri tölu hverju sinni, en þegar það gerist ekki er ég líka alveg sallaróleg. Ég veit ég er að grennast, mér finnst ég slétt og hraust og vigtin er ekki be all and end all eins og þeir segja hér. Mér finnst gott og sjálfsagt að vigta mig til að hafa viðmið en hamingja mín veltur ekki einungis á tölunni. Mér finnst hinsvegar afskaplega skrýtið þegar fólk segir að holdafar tengist ekki hamingju. Nú veit ég að það er hroki einn að áætla að feitir séu ósjálfrátt óhamingjusamir og það er líka rugl að gera ráð fyrir að feitir séu algerlega óheilbrigðir. En það forðar því ekki að holdafar er einn þáttur, og það nokkuð stór, sem spilar inn í hamingju manns. Þannig myndi ég telja að góður nætursvefn myndi stuðla að almenni hamingju. Góður nætursvefn er ekki einfalt mál fyrir of feita. Sama gildir um að vakna og komast fram úr án liðaverkja, bakverkja og annarra slíkara kvilla. Að vera verkjalaus gerir mig allavega hamingjusamari. Svo er alltaf næs að geta farið inn í skáp og valið úr fötum sem eru sniðin og falla vel að líkamanum en eru ekki bara mismunandi útgáfur af tjöldum. Svo er gott að geta setið í lest án þess að fylla upp í tvö sæti, það er næs að enginn stari á mann með viðbjóðssvip og það er gott að geta tekið þátt í íþróttum, í leikjum með börnunum og lífinu yfir höfuð. Allt þetta er helmingi auðveldara með minna spik í farteskinu. Þessvegna finnst mér stórfurðulegt þegar fólk segir að holdafar tengist ekki hamingju. Nei, það er kannski ekki eini þátturinn en maður lifandi hvað það er auðveldara að vinna að hamingju ef maður þarf ekki líka að hafa áhyggjur af spikinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áfram þú! Ég er stalkerinn þinn :) Les hverja færslu og fagna þegar þú nærð árangri. Einhvern vegin nefnilega erum við oft á svipuðum stað með pælingar og athafnir í 'afskafelsinu'. Ég er líka á uppleið (=niðurleið) og tel karólínurnar en ekki tegundir þeirra.

Bloggið þitt er inspirerandi fyrir fellow fatsies.

murta sagði...

Afskafelsi :) Flott orð! Gangi þér vel líka :)