laugardagur, 5. mars 2016

Af höfrum

Ég var beðin um uppskrift af yfirnótthöfrum um daginn. Ég á alltaf í jafn miklu klandri með uppskriftir, ef ég gæti í alvörunni ekki bara skrifað niður það sem ég elda heldur líka munað hvert ég þá setti miðann væri ég sjálfsagt búin að gefa út uppskriftabók. Ég gerði heiðarlega tilraun til að halda þessu til haga hér á blogginu en bara get það ekki. Ég er ekki nógu flínk tæknilega til að gera þetta almennilega. Svoa þar sem maður linkar yfir á fína uppskrift og alltaf hægt að finna allt aftur. Kannski að ég ætti að íhuga að flytja bloggið yfir á betri vefþjónustu, og gera eitthvað almennilegt úr þessu?
Allavega, yfirnótthafrar er morgunmaturinn sem ég kem alltaf aftur að, svona eins og haframúffurnar mínar. Það er í raun engin uppskrift, þetta eru bara hafrar og vökvi sem fá að mýkjast yfir nótt og borðaðir kaldir daginn eftir. Svona eins og kaldur hafragrautur í raun. En bara miklu, miklu betra. 
Grunnurinn fyrir mig er 40 grömm af tröllahöfrum. Ég er ekki hrifin af að nota grautarhafra því þeir verða of ´mushy´. Svo nota ég alltaf öðruvísi mjólk. Semsagt möndlu eða kókos eða heslihnetu eða eittvhað þannig. Venjuleg mjólk gefur bara ekki sömu dýpt í bragðið. Passa bara að nota ósætar útgáfur. Ég veit ekki hvað ég nota mikið af mjólkinni, ég læt bara rétt fljóta yfir hafrana því ég vil hafa grautinn þykkan. Hér kemur persónulegur smekkur inn. Ég hef séð fólk nota upp undir 160 ml í 40 grömm sem mér finnst of mikið. Eftir þetta er grauturinn ómálaður strigi sem hvað sem er má setja út á. Grísk jógúrt, Kanill og rúsínur, vanilludropar og kókósmjöl, sulta og jarðaber, pekanhnetur og maplesyrup, epli og múskat, gulrætur og kanill.... Bara hvað sem manni dettur í hug. 

Stundum bý ég líka til svona fancy útgáfur. 
30 g léttur rjómaostur hrærður með 6 g PB2 (eða 10 g hnetusmjör) og 2 g hlynsýrop og sett í botninn á skál. 40 g hafrar, mtsk mjólk, tsk sukrin púðursykur og vanilludropar hrært saman og sett ofan á rjómaostinn. 100 gr grísk jógúrt og 5 g súkkulaði þar ofan á og í fyrrmálið fæ ég hnetusmjörssúkkulaði ostaköku í morgunmat fyrir 280 hitaeiningar. Það er ástæða til að vakna ef ég hef einhverntíma heyrt slíka!


Engin ummæli: