Mér datt svo reyndar líka í hug að þessi tala sem ég er að rokka á núna, 95, er ein af "stöðvunar"tölunum mínum. Ég virðist alltaf taka langan tíma i að koma mér héðan. Svona eins og ég stundi einhverskonar sjálfshryðjuverk til að stöðva framgang. (Sem er líka alveg sérstakt umhugsunarefni og tilefni í marga, marga pistla.) Það er þessvegna alveg tími núna til að hrista aðeins upp í hlutunum. Ég er enn að hugsa hvað það þýðir, ekki ætla ég að borða minna, né lyfta meira. En það hefur eitthvað með að nýta sumarið. Borða ferskara og hreyfa mig meira úti. Svo datt mér reyndar í hug að verðlauna sjálfa mig. Segjum sem svo að mér takist að verða 85 kg í ágúst þá má ég td kaupa mér nýjan kjól. Það er nú aldeilis hressandi tilhugsun.
sunnudagur, 24. apríl 2016
Af 50/50
Það var eins og ég hélt og ég sá ekkert af Edinborg. Var bara á skrifstofu og hóteli. Þetta var samt mjög vel heppnuð ferð og ég kom ýmsu í verk. Það var líka gaman að hitta vinnufélagana frá Brighton því þau sáu mig síðast fyrir þremur vikum og öll minntust þau á að ég væri sýnilega grennri en þá. Mig grunar nefnilega að þó apríl verði lélegur hvað kílóafjölda á vigtinni varðar þá hef ég grennst heilmikið. Ég er nefnilega búin að auka heilmikið í allar þyngdir í lyftingunum og hef fundið greinilegan árangur þar. Ég er því nokkuð viss um að ég sé að brenna fitu og bæta í vöðva. Eða það er svona það sem ég er að segja mér því í hjartanu veit ég að ég er ekki búin að gefa mig alla í þetta. Ég borðaði of mikið í Lomdon, ég borðaði of mikið í Brighton, ég borðaði og mikið í Edinborg og ég borðaði svo sannrlega of mikið í dag. Og um leið og ég er sanntrúaður 90/10 trúboði þá er þetta fiftyfifty dæmi að sjálfsögðu ekki leiðin til árangurs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég á það líka til að stoppa við ákveðnar tölur og bara festast. Góð hugmynd með verðlaunin en mér finnst þú fullströng að ætla ekki að verðlauna þig fyrr en að 10 kílóum kvöddum, myndi miða við 89 kg frekar (ég er alltaf voða fegin að kveðja tug) og þá geturðu spæst á þig kjól um mitt sumar en ekki í lok þess ;)
Þetta er góð hugmynd, nýr kjóll á næsta tug :) Takk fyrir Ella!
Skrifa ummæli