þriðjudagur, 26. apríl 2016

Af tennis

Sjónvarpið var stillt á Sky sports eftir einhvern fótboltaleikinn og af einhverjum ástæðum var enn í gangi þegar tennisleikur byrjar. Ég er enn ekki með á hreinu hvaða mót eða leikur eða jafnvel hvaða konur voru að spila. Ég staldraði engu að síður við skjáinn því myndavélin sýndi í nærmynd handskrifaðann minnismiða sem hafði dottið upp úr tösku annarra tennisleikaranna. Miðinn var listi sem var einhvernveginn svona:
1. Gratitude
2. Focus on what you can control
3. Focus your eyes
4. Feel your body, accept the tension
5. Focus on your game, one at a time
6. Stop comparing and judging
7. Face your fear and trust yourself

Mér fannst þetta frábært, að atvinnuíþróttamaður taki tíma til að hripa niður svona punkta til að minna sjálfa sig á það sem er mikilvægt. Punktarnir sjálfir svo rosalega góðir og eitthvað sem ég sjálf þarf oft að minna mig á. Þakklætið er þar efst í flokki. Ég er stanslaust þakklát fyrir að hafa allt það sem ég hef og fyrir að hafa fengið vit, styrk og skilning í vöggugjöf. Þakklát fyrir allt það sem hefur gert mig að mér. Hitt allt er svo það sem ég er að vinna að. Að einbeita mér að verkefnum, einu í einu. Að hætta samanburðinum, að skynja líkamann og treysta sjálfri mér. 
Þetta var góð áminning í dag þegar ég er yfirkomin af efasemdum um eigið ágæti. 

Engin ummæli: