Er svo bara að reyna að jafna mig á sjokkinu af úrslitunum úr Brexit þjóðarkosningunum. Andrúmsloftið í kringum mig er vont, fólk er reitt og hrætt af allskonar ástæðum. Óvissa með framtíðina, reiði vegna lyganna sem nú eru að koma í ljós, hrætt vegna útlendingahatursins sem þetta hefur leyft að komast á yfirborðið. Vinnufélagarnir sem flestir eru enskir voru öll sýnilega í uppnámi, en að Breta sið reyndu að djóka með þetta. Nokkrir sögðu við mig að lokahnykkurinn yrði að Ísland ynni svo England í fótbolta og þar með væri þessu bara öllu lokið.
Sjálf á ég erfitt með að djóka. Ég hef raunverulegar áhyggjur af uppgangi hægri öfgaafla. Það er stuttur vegur á milli þjóðernishyggju og nazisma. Ekk það að ég ætli svo að nota þessar áhyggjur mínar til að utskýra 3096 hitaeiningar innbyrtar í gær. Ég var einfaldlega svöng. Ég léttist lítið, um vart marktæk 200 grömm og var smá svekkt yfir því líka. Reyndi að vera það ekki en finnst endilega að vika af nánast engum kolvetnum eigi að skila meira þyngdartapi. Það er þannig hjá öllum öðrum, afhverju ekki hjá mér? Þýðir ekki að velta sér upp úr því, ég var búin að segjast ætla að prófa mig áfram með skiptingu næringarefna og þetta er ágætis ástæða til að prófa að borða meiri kolvetni.
Og það er bara af hinu góða að borða fleiri kolvetni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli