sunnudagur, 27. nóvember 2016

Af ofáti

Ég er búin að vera í greipum ofátkasts (binge) núna í rúma viku. Ég byrjaði að plana það með nokkurra daga fyrirvara og sanka að mér allskonar gúmmilaði. Og svo byrja ég að borða. Með stjörnur í augum og berjandi hjartslátt af spenningi byrja ég að troða í mig af jafn mikilli ákveðni og ég á sama tíma leyfi " mér er sama um allt" taka yfir hugann. 
Binge leyfir mér að setja allt annað til hliðar. Binge leyfir mér að bara taka pásu frá öllu sem er að angra mig. Áhyggjum, stressi, þreytu, spiki, leiðindum. Allt hverfur á meðan ég einbeiti mér bara að því að borða. Þetta er eins og að fá frí, eða langa pásu frá sjálfum sér. Eins og maður sé bara í einangrunarkúlu þar sem ekkert kemst að nema matur.
Ég hafði aldrei hugsað þetta svona áður. Það er ótrúlegt hvað gerist þegar maður reynir að komast að því hvað er að gerast þegar maður hagar sér svona fremur en að verða bara reið út í sjálfa sig. Ókei, ég ætla að binge-a, hversvegna? Hvaða coping mechanismi er það? Hverju er ég að reyna að ná fram með að borða svona?  Og ég kemst að því að ég er þreytt og eg er stressuð. Mig vantar pásu frá lífinu. Og það er ekkert betra til að stöðva allt, til að algerlega stíga út úr vandamálum hversdagsins en að éta sér til óbóta. 
Þetta er í raun ótrúleg hugljómun. Því nú get ég reynt að finna aðrar leiðir til að veita sjálfri mér þessa pásu frá lífinu þegar ég þarf á henni að halda. Þó það sé ekki nema að einfaldlega setjast niður og anda inn og út í fimm mínútur á dag. 
Og núna er ekki tími til að hata sjálfa mig eins mikið og mig langar til þess. Núna er einmitt tími til að sýna sjálfri mér eins mikla ástúð og umhyggju og ég mögulega get. Dugleg stelpa segi ég við sjálfa mig. Þig vantaði pásu og þú gafst sjálfri þér það sem þig vantaði. Næst manstu bara að prófa eitthvað annað en mat. Gítarinn, lyftingar, heimsókn til vina, klipping eða nudd. En vel gert að reyna þitt besta til að hugsa um sjálfa þig. 
Næst ætla ég líka að reyna að muna að finna bragð. Ef ég er að borða á annað borð allt uppáhaldið mitt þá get ég allt eins reynt að njóta þess.

3 ummæli:

Ella sagði...

Hefurðu prófað hugleiðslu? Það eru til alls kyns sniðug öpp eins og t.d. Headspace sem maður getur notað til að æfa sig í að hugleiða. Ég er alls ekki nógu dugleg við þetta sjálf en þegar ég gef mér tíma (erum að tala um heilar 10 mínútur á dag) þá finn ég hellings mun á stressfaktornum :)

murta sagði...

Jú, ég er víst með Headspace á símanum. Er nokkrum sinnum búin að komast upp í dag sex eða svo og svo gleymi ég. Ég hef miknn áhuga á hugleiðslu sem tæki til sð nota en virðist ekki hafa staðfestuna í að læra....

Ella sagði...

Hahaha, ég kemst einmitt aldrei lengur en á dag fimm. Er líka með hugleiðslubækur á náttborðinu og finnst þetta áhugavert en gef mér alltof sjaldan tíma!