laugardagur, 29. apríl 2017

Dagbók í 30 daga - 12

Elsku líkami. Ég elska þig af því að þrátt fyrir allt sem ég geri á þinn hlut ertu samt hraustur. Þú hefur hlaupið 10 kílómetra hlaup, lyft 100 kg, og getur beygt þig og sveigt í allskonar jógapósur. Þú fellur ekki auðveldlega fyrir flensum og pestum. Þú barst og nærðir barnið mitt. Þú ert alltaf í fallegum hlutföllum og þú ert minn. 

Engin ummæli: