þriðjudagur, 2. maí 2017

Dagbók í 30 dag -15

Ef ekki væri fyrir klandrið með mat, hver væri ég þá? 

Mér finnst einhvern vegin eins og spurningin sé næstum óréttlát. Auðvitað hefur spikið mótað mig, hvernig ég upplifi heiminn og hvernig heimurinn upplifir mig. Allt hefur litast af þessari baráttu. Ég skilgreini mig sem feita og hvernig svo sem það er túlkað þá hefur það merkingu. En að aðskilja og reyna að ímynda mér lífið spiklaust er útilokað. Ég vil nefnilega alls ekki bara segja að ef ég hefði alltaf verið mjó þá hefði allt verið rósrautt ský og ekkert vandamál. Ég hefði sjálfsagt fundið upp á einhverju til að angra mig, loðnar tær eða eitthvað. Fyrir utan að ég neita að trúa því að eitthvað hefði verið betra, það er bara of depressing. Það er, og hefur alltaf verið, allt í lagi með mig. 

Engin ummæli: