Sem stendur kemur allt mitt stress frá vinnunni. Samviskubitið er svo allt hitt. Hreyfingarleysið, ofátið, drullan og draslið heima hjá mér, hversu lélegt foreldri ég er og enn verri vinur. Stressið og tímaleysið lætur mig svo éta meira til að róa mig niður, ég hef minni tíma til að sinna barni, heimili, hreyfingu og vinum. Og ég verð leið yfir því, borða meira til að róa mig niður og så videre ad nauseum.
Hamingja felst í vel unnu verkefni, í fallegum mat sem ég hef nostrað við, í tíma eytt í spil og spjall, í hreyfingu og gítarglamri.
Ég þarf að finna leiðina til að gera það sem skiptir máli og gefa ekki orku í það sem skiptir engu máli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli