sunnudagur, 7. maí 2017

Dagbók í 30 daga - 20

Hripaðu niður allt sem veitir þér fölskvalausa gleði og hamingju.

Ég ætla að taka út það sem er gefið; sonur minn og allt sem honum tengist. Hann þarf ekkert að taka fram.

Allt annað sem veitir mér gleði er margvíslegt. Ég get talið up hluti. Allskonar hlutir veita mér gleði og hamingju, og ég verð bara að viðurkenna það. Sænski kertastjakinn minn, finnsku sápuflöskurnar, málverk, myndaramminn með myndunum af mér og Dave í Berlín, rauði anorakkurinn, fataskáparnir. Svo á ég sjóð af tilfinningum sem ég get seilst í og veita gleði. Gleði sem ég finn þegar ég horfi á stafla af fallegum handklæðum í nýskrúbbuðu baðherbergi. Gleðin sem ég finn þegar ég sest niður með kaffibolla á sólríkum sunnudagsmorgni og hlusta á gott podcast í ró og næði, gleðin þegar ég klára verkefni, þegar ég næ að spila lag á gítarinn, þegar ég hitti vini, þegar ég er í göngu með Dave. Allt þetta eru gleðistundir.

En ekkert er betra en að fatta eitthvað nýtt. Og ég fattaði nýtt í morgun, Og er yfir mig æst og glöð og kát og spennt núna. Ég þjáist orðið af einhverju sem sálfræðin kallar "learned helplessness".  Þetta er náttúrulega alþekkt fyrirbæri og eitthvað sem ég hefði alveg getað sagt mér sjálf. Learned helplessness er orð yfir það þegar maður gefst upp fyrir innri mónólógnum sem segir manni að allar fyrri tilraunir hafi mistekist og að það sé þýðingarlaust að halda áfram að reyna. Að maður eigi bara að reykja sígarettuna því maður fái hvort eð er krabbamein. Að maður eigi að borða sér til óbóta því maður verði hvort eð er alltaf feitur, að maður eigi ekkert að rembast við að læra stærðfræði því maður sé hvort eð er vitlaus. Og þegar maður rorrar svo um í spiki, með krabbamein og falleinkun í stærðfræði getur maður sagt; "Sko!, I told you so!"

Learned helplessness er hinsvegar engan vegin fatalísk örlög sem eru óumflúin. Ég er fullfær um að breyta söguþræðinum og ég er nógu vel tjúnuð núna til að geta stoppað þetta hugsanaflæði þegar það kemur. Það er ekki nokkur möguleiki á að bjartsýna ég leyfi þessu að ganga lengra. Fairy fluff þetta hefur farið i fokk hjá mér aftur og aftur en það er ekkert sem segir að það þurfi að gerast núna.

Hugsunarhátturinn. Það er það sem ég þarf að tækla. Ekki spikið.

Engin ummæli: