fimmtudagur, 31. mars 2011

Nei, hættu nú alveg!
Ég er búin að kaupa mér jogginggalla. Bara komin í tríkotí. Flestum þætti það ekki í frásögur færandi en fyrir mér er þetta stórmál. Ég held að ég geti sagt og staðið við að þetta er fyrsta joggingflíkin sem ég hef keypt síðan ég fékk adidas apaskinnsgalla 1987. Í hann fór ég einu sinni. Og það sem verra er að ég ætla að nota hann á meðal almennings, ekki í ræktina. Ég nenni ekki í sturtu í ræktinni, langar bara til að drífa mig heim enda myndi ég sjálfsagt vera tæp á tíma ef ég væri eitthvað að dedúa við sjálfa mig eftir rækt. En get ekki alveg hugsað mér að fara í ræktargallanum i strætó, og vil alls ekki fara sveitt aftur í vinnufötin. Ég kom þessvegna með þessa lausn að strjúka af mér og fara svo í joggara og strillum í strætó. Það útskýrir þá rautt andlitið og vöntun á málningu; ég er greinilega íþróttamaður eftir æfingu. Og kemst vonandi upp með að vera smá sveitt í strætó og kemst fyrr heim. Málið er bara að ég er bara ekki hrifin af þægilegum fötum. Mér finnast þægileg föt óþægileg. Og það er algerlega sálrænt atriði. Í mínum huga er samasemmerki á milli þess að vera í teygjanlegu, leggings, joggings, stretch, víðu, rúmgóðu og þess að vera búin að játa sig sigraðann. Maður er þá búinn að gefast upp á að þykjast að vera ekki feitur og bara játar það fyrir almenningi. Það er mér og hefur alltaf verið algert kappsmál að vera snyrtileg, smart og veltilhöfð. Svona til að viðhalda þeirri ímynd að ég sé ekki feit og löt og luraleg í joggingalla. Og svo ætla ég núna bara að ferðast á milli borga, og það erlendis, í teygjubuxum! Þetta er voðalegt alveg hreint. Bjargar það einhverju ef ég segji frá því að buxurnar eru númer 14?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú svei mér þá,ég held að það bjargi málinu að buxurnar eru nr.14 og tala ekki um hvað það er óborganlega fögur kona í þessu tríkotí;o)Að maður gleymir að hún sé ómáluð,sveitt og rauð í framan og tríkotíið er orðið algjört aukaatriði.
Ég hlakka svoo til að sjá þig sæta spæta í maí.
luv HH

Guðrún sagði...

Myndin af þér sýnir frábæra leikhæfileika. Eða er Lúkas SVONA góður myndasmiður?

Inga Lilý sagði...

Þetta er sko flottur galli og já, það bjargar ÖLLU að buxurnar eru nr. 14. Lítur glæsilega út í gallanum og ég er viss um að fólk muni dást að flottu, duglegu íþróttakonunni sem ferðast á milli borga í strætó.

Nafnlaus sagði...

Þú ert alveg að rokka þennan joggíngalla. Smá glans á enni skipptir engu. Strætófarþegar munu bara öfunda þig af ræktardugnaðinum ;D

Kv. Heiða Njóla (Sam-Naglakúnni :) )

Magga Th. sagði...

Mér finnst þú nú bara fín í þessum joggara sko...en passaðu að vera með íþróttatöskuna, ipod í eyrunum og vatn í brúsa..þá er dressið fullkomið. B.T.W, ég prufaði sítrónukjúllan, sinnepsbaunirnar og haframuffunsið í gær..þetta rann ljúflega niður í mig og mína familíu sem er annars ekkert sérstaklega hrifin af tilraunaeldhúsinu mínu.
En ein spurning..hvað er wholgrain sinnep.
Kveðja
Magga TH.

Nafnlaus sagði...

Elsku Svava, ég er blown away yfir hvað þú ert sæt, dugleg og flott í djoggindressinu! Luf, Audrí.

murta sagði...

Hahaha, gott að vita, ég held þá bara áfram að nota joggarann ;)

Magga, wholegrain sinnep er með heilum sinnepskornum, þau eru semsagt ekki mulin. Ekkert með að gera að vera heilsusamlegt (sinnep er reyndar svona "ókeypis" sósa) það er bara meira og dýpra bragð af.

Helga, ég get heldur ekki beðið eftir að hitta þig, rétt mánuður núna, stuuuuuuð!! :)

Mamma, nei, Dave tók myndina í þetta sinnið. Lúkas hefði gert enn betur!

ragganagli sagði...

Þú ert über beib í þessum joggara... það er eitthvað svo prófessjónal við að labba um í þröngu spandexi, sveitt helst með heddfóns og íþróttatösku.... don't f**k with me... I work out ;)