Það er bráðsniðugt að halda úti svona bloggi. Ég ætlaði að skrifa langan pistil um hversu illa ég hafi staðið mig árið 2012 og lofa allskonar fögru um 2013 en þegar ég skoðaði árið í rituðu máli kemur í ljós að ég hef bara staðið mig ágætlega. Ég sagði sjálf að ég ætlaði að hætta að sjá þetta fyrir mér í hugtökunum að takast eða mistakast, þetta er allt saman tilraun og ef mér líkar ekki útkoman þá breyti ég innlegginu.
2013 verður hjólaár, ég get ekki hlaupið en það þýðir ekki að ég sé hætt að hreyfa mig. Nei, nú er komið að hjólinu.
sunnudagur, 30. desember 2012
sunnudagur, 16. desember 2012
Þá eru síðustu tölur komnar í hús og ekki meira hægt að gera til að breyta eða bæta úrslitin. Allt í allt söfnuðust 341 spikprik á tilsettum tíma. Ekki nógu mörg til að ég geti eytt neinum pening í vitleysu en nóg til að ég sé ánægð. Ég léttist líka um tvö kíló á þessum fjórum vikum og get ekki annað verið en ánægð með það. Aðallega er ég ánægð með að áskorunin varð til þess að ég gat fínpússað velgengisstuðulinn minn og ég veit núna hvernig "góður" dagur lítur út og hvaða skilyrði ég þarf að uppfylla til að ég sé ánægð, til að mér líði vel í líkamanum, mér líði vel í sálinni og til að halda samt áfram að léttast aðeins.
Ég þarf að hreyfa mig í að minnsta kosti 20 mínútur á hverjum degi.
Ég þarf að gera eitthvað sem reynir aðeins á mig.
Ég þarf að drekka líter af vatni.
Ég þarf að verða svöng allavega einu sinni yfir daginn.
Ég þarf að fá mér bara einu sinni á diskinn.
Ég þarf að sleppa nammi.
Það er allt og sumt.
Og nú get ég haldið upp á afmælið mitt kát og glöð.
Ég þarf að hreyfa mig í að minnsta kosti 20 mínútur á hverjum degi.
Ég þarf að gera eitthvað sem reynir aðeins á mig.
Ég þarf að drekka líter af vatni.
Ég þarf að verða svöng allavega einu sinni yfir daginn.
Ég þarf að fá mér bara einu sinni á diskinn.
Ég þarf að sleppa nammi.
Það er allt og sumt.
Og nú get ég haldið upp á afmælið mitt kát og glöð.
laugardagur, 15. desember 2012
Lúkas fékk að halda á uglu. En hitti engan jólasvein. |
Hann grét og grét yfir fréttunum. Sá engan tilgang í jólunum lengur, hann væri búin að fara á ári hverju að hitta þennan mann og svo er þetta bara gamall kall í búningi. Það væri búið að hafa hann að fífli öll þessi ár. Um hvað annað höfðum við logið vildi hann svo fá að vita. Easter bunny? Not real, svöruðum við. Tooth fairy? Not real svöruðum við. Sandman? Nei, ekki til. GUY FAWKES? Jú! Hann var til! Hann var alvöru!! Og við töluðum við hann lengi, lengi um að við trúum bæði á táknræna merkingu jólasveinsins. Þó hann þurfi að fá hjálp frá foreldrum þá skipti það engu máli. Hann táknar von og ást og gleði. Og að einn daginn fengi Lúkas sjálfur vonandi að hjálpa jólasveininum að kaupa gjafir fyrir sín börn. Og smá saman róaðist hann þó Dave greyið sé núna eyðilagður yfir því að hafa drepið Father Christmas.
Ég guggnaði svo á þessu þegar það kom að þvi að Lúkas setti skó út í glugga. Hann heldur sem sagt að íslensku jólasveinarnir séu alvöru. Ég bara get ekki meira heartbreak þessi jólin. Díla við það í janúar.
Eftirlýstir Jólasveinamorðingjar. |
Mistilteinninn kominn upp. |
fimmtudagur, 13. desember 2012
Frostleginn bakgarðurinn í dag. |
Út frá þessari yfirlýsingu minni að ég sé bölvaður heiðingi fór ég að rannsaka meira þessa víkinga arfleifð mína og komst að því að það væri mikið góður heimur að búa í ef við myndum öll lifa eftir tillögum þeim sem finnast í Hávamálum. Þar má finna leiðbeiningar um hvernig sönn og góð manneskja hagar lífi sínu. Hvernig maður á að koma fram við vini, hvernig maður á að haga sér hvað peninga varðar, orðstír og framgöngu alla.
Og nýji lífstíllinn er þar engin undantekning. Í erindi númer 21 segir:
Hjarðir það vitu
nær þær heim skulu
og ganga þá af grasi.
En ósvinnur maður
kann ævagi
síns um mál maga.
Þeas beljur úti í haga hafa vit á að ganga heim þegar þær hafa fengið nægju sína en heimskinginn kann ekki sitt magamál. 1000 ára gamall vísdómur og við étum okkur enn til óbóta! Ótrúlegt alveg hreint. Ég ætla að reyna að hafa þetta að leiðarljósi héðan í frá og læra mitt magamál. Ég er jú, víkingur er það ekki?
sunnudagur, 9. desember 2012
Mér datt í hug í dag að ég hef ekki sett niður hvernig velgengni lítur út í mínum huga. Þegar ég segist fá hin eða þessi mörg spikprik, þegar ég segist hafa átt "góðan" eða "slæman" dag, við hvað er ég að miða? Hver er velgengisstuðullinn minn?
Það er víst að flest okkar getum við litið tilbaka og fundið stað eða tímabil eða atvik eða ástand þar sem manni leið vel, þar sem við vorum hamingjusöm. Ég get nefnt ýmiskonar tímabil - árið mitt í Belgíu, atvik - þegar ég fyrst fékk Lúkas í fangið, stað - þegar ég setti lokahönd á nýja baðherbergið mitt, ástand - daglega lífið mitt með Dave. Og svo það sem hvað mest varðar bloggið - þegar ég hljóp fyrst 5 kílómetra, þegar ég komst fyrst í buxur númer 14. En málið er að að þessi vellíðan eða hamingja líður hjá. Við venjumst tilfinningunni og setjum okkur nýja viðmiðun. Það sem áður veitti hamingju er orðið normið og okkur vantar eitthvað meira. Við setjum okkur svo nýja stuðla; nú er ekki nóg að hlaupa 5 kílómetra, það þarf að komast 10 og buxur í 14 eru bara fyrir fitubollur, nú vantar að komast í númer 10.
Ég hugsaði um allt þetta þegar ég reyndi að setja fyrir mér velgengisstuðulinn minn. Góður dagur er dagur þar sem ég hreyfi mig, þar sem ég borða "hreinan" mat í magni sem lætur mér líða vel og þar sem ég læri eitthvað nýtt. Og mér datt í hug að ég er örugglega að fokka þetta fram og tilbaka ekki til að láta mér líða illa heldur til að hægja á velgengninni svo ég taki hana ekki sem sjálfsögðum hlut og geti notið alls hins góða lengur. Ef ég held sjálfri mér á tánum þá get ég í alvörunni notið velgengninnar þegar hún kemur. Og ég get notið hennar lengur. Ég tek engu sem gefnum hlut og ég geri mér grein fyrir að hamingja er líka undir því komin að hrista upp í hlutunum öðru hvoru.
Vikan endaði í 27 spikprikum, en engu að síður þá var þetta góður dagur samkvæmt mínum stuðli; ég lærði eitthvað nýtt.
Það er víst að flest okkar getum við litið tilbaka og fundið stað eða tímabil eða atvik eða ástand þar sem manni leið vel, þar sem við vorum hamingjusöm. Ég get nefnt ýmiskonar tímabil - árið mitt í Belgíu, atvik - þegar ég fyrst fékk Lúkas í fangið, stað - þegar ég setti lokahönd á nýja baðherbergið mitt, ástand - daglega lífið mitt með Dave. Og svo það sem hvað mest varðar bloggið - þegar ég hljóp fyrst 5 kílómetra, þegar ég komst fyrst í buxur númer 14. En málið er að að þessi vellíðan eða hamingja líður hjá. Við venjumst tilfinningunni og setjum okkur nýja viðmiðun. Það sem áður veitti hamingju er orðið normið og okkur vantar eitthvað meira. Við setjum okkur svo nýja stuðla; nú er ekki nóg að hlaupa 5 kílómetra, það þarf að komast 10 og buxur í 14 eru bara fyrir fitubollur, nú vantar að komast í númer 10.
Ég hugsaði um allt þetta þegar ég reyndi að setja fyrir mér velgengisstuðulinn minn. Góður dagur er dagur þar sem ég hreyfi mig, þar sem ég borða "hreinan" mat í magni sem lætur mér líða vel og þar sem ég læri eitthvað nýtt. Og mér datt í hug að ég er örugglega að fokka þetta fram og tilbaka ekki til að láta mér líða illa heldur til að hægja á velgengninni svo ég taki hana ekki sem sjálfsögðum hlut og geti notið alls hins góða lengur. Ef ég held sjálfri mér á tánum þá get ég í alvörunni notið velgengninnar þegar hún kemur. Og ég get notið hennar lengur. Ég tek engu sem gefnum hlut og ég geri mér grein fyrir að hamingja er líka undir því komin að hrista upp í hlutunum öðru hvoru.
Vikan endaði í 27 spikprikum, en engu að síður þá var þetta góður dagur samkvæmt mínum stuðli; ég lærði eitthvað nýtt.
laugardagur, 8. desember 2012
"Endurance" á ís. |
Ég er búin að safna mér inn tuttuguogtveimur spikprikum það sem er af þessari viku. Það er af hundraðsjötíuog fimm mögulegum. Algjört klúður semsagt. Og á meðan að spikprikasöfnunin á að sjálfsögðu að vera til gaman gerð þá er þetta engu að síður skýrt merki um hvar ég er stödd akkúrat núna. Ég sit pikkföst í is og er að horfa á mitt "Endurance" sökkva í sæ. Alla vikuna er ég búin að segja "æji fokk it, það eru að koma jól" og taka þátt í súkkulaðiáti í vinnunni ásamt því svo að fara út að borða á fimmtudagskvöldið og fá mér vel af rauðvíni. Sem náttúrulega þýddi súkkulaði í morgunmat á föstudaginn.
Að ná í hjálp. |
Það er samt eitthvað inni í mér, bjartsýnisröndin mín sjálfsagt, sem segir mér að ég hafi ekki um neitt að velja en að halda áfram. Reyna bara mitt besta til að finna út úr þessu öllu saman, snúa trýni í suðurátt og leggja svo bara aftur í hann. Það má vera að ég þurfi smá hjálp núna. En aðallega ætla ég að gera það sem Shackleton myndi gera. Ég ætla að halda áfram.
sunnudagur, 2. desember 2012
Í þessari viku söfnuðust rétt um 95 spikprik. Þegar ég lít tilbaka yfir vikuna þá er augljóst hvar ég hefði getað gert betur; ég hreyfði mig afskaplega lítið. Ef ég á að segja satt og rétt frá þá hef ég litlar afsakanir aðrar en að mér leiðist allt sem mér stendur til boða. Já, mér finnst allt sem ég geri leiðinlegt. Og því miður þá virðist spikprika söfnunin ekki orðið til að endurvekja hjá mér neina ástríðu hvað hreyfinguna varðar. Það að hætta að hlaupa virðist einhvernvegin hafa orðið til þess að mig bara langar ekki til að gera neitt.
Ég hugsaði mikið um hlaupin í dag. Fyrir ákkúrat ári síðan í dag tók ég þátt í fyrsta alvöru hlaupinu mínu, 10km Helena Tipping minningarhlaupinu hér í Wrexham. Ég gat ekki látið vera að kíkja tilbaka á færsluna sem ég skrifaði um hlaupið og þar segi ég eitthvað á þá leið að það skipti ekki máli þó ég hafi verið síðust í mark, ég hafi núna 12 mánuði til að léttast meira og verða fljótari tilbúin til að taka þátt að ári. Það fór ekki eins og planað var árið 2012. Mig langaði rosalega mikið til að verða sorgmædd yfir því að hafa ekki staðið við það sem ég sagðist ætla að gera. En ég ætla ekki að leyfa mér það. Ég er með ónýt hné. Ég get ekki hlaupið. Og ég verð bara að komast yfir það og finna mér eitthvað annað að gera sem vekur hjá mér sömu ástríðu. Og ég veit að þetta hljómar alltaf smávegis eins og afsökun en ég get ekki annað gert en að vera þakklát fyrir að annað ár er liðið og ég hef ekki fitnað af neinu marki. Ég nota enn buxurnar sem ég keypti í New Look síðasta desember og eru númer 14.
Það má vera að ég finni enn ekki leiðina til að léttast meira, en ég er bara svo þakklát að mér takist þó að lafa hér þar sem ég er. Já, ég er bara sátt.
Ég hugsaði mikið um hlaupin í dag. Fyrir ákkúrat ári síðan í dag tók ég þátt í fyrsta alvöru hlaupinu mínu, 10km Helena Tipping minningarhlaupinu hér í Wrexham. Ég gat ekki látið vera að kíkja tilbaka á færsluna sem ég skrifaði um hlaupið og þar segi ég eitthvað á þá leið að það skipti ekki máli þó ég hafi verið síðust í mark, ég hafi núna 12 mánuði til að léttast meira og verða fljótari tilbúin til að taka þátt að ári. Það fór ekki eins og planað var árið 2012. Mig langaði rosalega mikið til að verða sorgmædd yfir því að hafa ekki staðið við það sem ég sagðist ætla að gera. En ég ætla ekki að leyfa mér það. Ég er með ónýt hné. Ég get ekki hlaupið. Og ég verð bara að komast yfir það og finna mér eitthvað annað að gera sem vekur hjá mér sömu ástríðu. Og ég veit að þetta hljómar alltaf smávegis eins og afsökun en ég get ekki annað gert en að vera þakklát fyrir að annað ár er liðið og ég hef ekki fitnað af neinu marki. Ég nota enn buxurnar sem ég keypti í New Look síðasta desember og eru númer 14.
Það má vera að ég finni enn ekki leiðina til að léttast meira, en ég er bara svo þakklát að mér takist þó að lafa hér þar sem ég er. Já, ég er bara sátt.
Já, bara helvíti sátt við þetta allt saman. |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)