Hér bara rignir og rignir, svo mikið að meira að segja Lúkas spurði mig hvort við ættum ekki bara frekar að lesa bók heldur en að fara á róló. Sem er fine by me. Mamma og pabbi höfðu sent honum fullt af nýjum bókum og svo þennan eðalgeisladisk með lögum og ljóðum Ólafs Hauks Símonarsonar. Við komum okkur vel fyrir með bækurnar og skelltum disknum á, ég með það í huga að Láki læri að söngla að það vanti spítur og sög til jafns á við The wheels on the bus. Hurðu, þetta eru nýjar útsetningar, einhver jazzviðbjóður sem fullorðnir ströggla með að fíla, hvað þá lítið barn. Það vantaði algerlega allan barnataktinn í þetta, og ég varð fúl af því að þetta var ekki það sem ég hélt. Láki hafði allavega engan áhuga. Synd og skömm, afhverju þarf alltaf að skemma allt? Eða er ég bara að vera leiðinlegur aftuhaldsseggur?
Svo er ég að fara í þetta atvinnuviðtal á mánudaginn komandi. (4. júní) Ég er bæði spennt og stressuð, mér finnst eins og öll framtíð okkar velti á þessu, því að ef að ég kemst ekki að í þetta nám þá sé ég ekki tilganginn í að búa hér öllu lengur. Dave kemt ekki hærra í metorðastigann í sínu fyrirtæki, það er útséð, þannig að ef þetta gengur ekki eftir þá þurfum við að hugsa okkar gang. Ég get ekki ákveðið í hverju ég á að fara, sem er auðvitað það allra mikilvægasta við allt stússið. Þrátt fyrir nýjan lífstíl er ég enn frekar lömpí og bömpí. Viðtalið verður svom haldið í Huddersfield, í Yorkshire, þannig að ég fæ að sjá aðeins af Englandi út um lestarglugga. Mjög spennandi. Aðalatriðið er að vera ekki of sjálfsörugg; það sem Íslendingar lesa sem sjálfsöryggi og ákveðni lesa bretar sem hroka og sjálfbirgingshátt. Ég hugsa að það verði það erfiðasta, að vera lítillát. Ég skil ekki konseptið!
sunnudagur, 27. maí 2007
sunnudagur, 20. maí 2007
Það verða sjálfsagt haldnar a.m.k. einar kosningar enn áður en ég flyt aftur heim, vonandi að þjóðin taki nokkrum sönsum fyrir þann tíma og hætti að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki nóg að fá að vera í sigurliðinu eina nótt á fjögurra ára fresti, þeir verða að leyfa lúserunum að vera memm á milli þess líka en það gerist bara ekki. Vonandi að Samsullið gangi upp og haldi í jafnaðarstefnuna en beygi bara ekki til hægri. Það er ekki verið að gera Walesbúum auðvelt að kjósa, hefði viljað fá að vera með en allt of langt að fara til London. Horfði bara á Júsóvísjón í staðinn en tapaði þar líka, hélt með Lettlandi.
Við erum búin að taka frá hótelherbergi í tvær nætur í Llandudno í júlí. Heather ætlar að passa Láka og við að halda upp á brúðkaupsafmælið. Mér líður eins og að ég hafi bókað tvær vikur á Spáni ég er svo spennt, tvær nætur bara að sofa út og borða mat sem aðrir elda og ekki ryksuga og engar lestar og allt. Að öðru leyti verðum við svo bara í garðinum í tvær vikur í lok júlí, byrjun ágúst, sem er alltaf líka voða næs. Vonandi að það hætti að rigna bráðlega, ég get bara ekkert montað mig.
Við erum búin að taka frá hótelherbergi í tvær nætur í Llandudno í júlí. Heather ætlar að passa Láka og við að halda upp á brúðkaupsafmælið. Mér líður eins og að ég hafi bókað tvær vikur á Spáni ég er svo spennt, tvær nætur bara að sofa út og borða mat sem aðrir elda og ekki ryksuga og engar lestar og allt. Að öðru leyti verðum við svo bara í garðinum í tvær vikur í lok júlí, byrjun ágúst, sem er alltaf líka voða næs. Vonandi að það hætti að rigna bráðlega, ég get bara ekkert montað mig.
miðvikudagur, 16. maí 2007
Það var ekkert að myndavélinni, ég var bara með vitlaus batterí. En hvernig getur maður svo sem vitað það? Er að bíða núna eftir að rigningu sloti svo ég geti tekið mynd af bílnum og hárinu í glampandi sólskini. Maður býr jú í útlöndum og ekki hægt að láta sjást á mynd eitthvert skítaveður!
Að gleðifréttum, ég hef núna staðist stærðfræðipróf í fyrsta sinn síðan 1992. Fékk meira að segja 7.2 sem móðir mín segir mér að sé fyrsta einkunn. Haldiði að það sé?! Þannig að nú er bara að undirbúa sig undir viðtal, búa til bissnessplan og selja sig dýrt.
Að gleðifréttum, ég hef núna staðist stærðfræðipróf í fyrsta sinn síðan 1992. Fékk meira að segja 7.2 sem móðir mín segir mér að sé fyrsta einkunn. Haldiði að það sé?! Þannig að nú er bara að undirbúa sig undir viðtal, búa til bissnessplan og selja sig dýrt.
þriðjudagur, 8. maí 2007
Eins og mér þykir vænt um son minn þá var dagurinn í dag engu að síður alveg sérlega þægilegur. Hann fór á leikskólann og ég fékk að dúlla mér ein heima. Þvílíkur lúxus. Ég endurskipulagði fataskápinn, renndi aðeins yfir allt með rökum klút og settist svo bara í sófann og las bók það sem eftir lifði dags. Sælan.
Annars þá þarf að fara núna í í tilfæringar með heimtufrekju og mataræði. Hanna gaf mér einstaklega góð ráð með svefnvenjur sem enn eru í gildi og það er allt í himnalagi. En nú er svo komið að við getum ekkert farið án þess að hann ætlist til þess að fá eitthvað. Ég er farin að forðast að fara með hann í búðina af því að það er bara vandræðalegt. Hann tekur ekkert mark á mér, er bara dónalegur og frekur. Ég segji við hann; "Lúkas ég sagði nei og það þýðir ekkert að ræða það neitt frekar." Þá svarar hann bara: "Og ég sagði já!" Han borðar rautt eitt úr eggi og heimtar bara sleikjó og ís í tíma og ótíma. Það er svo erfitt að heyra hann segjast vera svangur og vera hörð á því að gefa honum ekki bara eitthvað í staðinn þegar hann borðar ekki það sem eldað er. Ég veit nefnilega af reynslu að hann getur þolað að vera matarlaus svo dögum skiptir. Ég gefst alltaf upp fyrst. Ég bara er eiginlega alveg ráðþrota. Ég verð nefnilega alveg brjáluð þegar hann er með svona frekju, ég þoli ekki freka krakka og finnst alveg rosalega erfitt að díla við að sonur mínn sé frekjuhundur og dóni. Og að verða brjáluð virðist gera hvorugu okkur gagn. Já, þetta er ekki auðvelt þetta foreldrabisness, kannski að það ætti að gefa út leyfi fyrir þessu svona eins og hundahaldi.
Annars þá þarf að fara núna í í tilfæringar með heimtufrekju og mataræði. Hanna gaf mér einstaklega góð ráð með svefnvenjur sem enn eru í gildi og það er allt í himnalagi. En nú er svo komið að við getum ekkert farið án þess að hann ætlist til þess að fá eitthvað. Ég er farin að forðast að fara með hann í búðina af því að það er bara vandræðalegt. Hann tekur ekkert mark á mér, er bara dónalegur og frekur. Ég segji við hann; "Lúkas ég sagði nei og það þýðir ekkert að ræða það neitt frekar." Þá svarar hann bara: "Og ég sagði já!" Han borðar rautt eitt úr eggi og heimtar bara sleikjó og ís í tíma og ótíma. Það er svo erfitt að heyra hann segjast vera svangur og vera hörð á því að gefa honum ekki bara eitthvað í staðinn þegar hann borðar ekki það sem eldað er. Ég veit nefnilega af reynslu að hann getur þolað að vera matarlaus svo dögum skiptir. Ég gefst alltaf upp fyrst. Ég bara er eiginlega alveg ráðþrota. Ég verð nefnilega alveg brjáluð þegar hann er með svona frekju, ég þoli ekki freka krakka og finnst alveg rosalega erfitt að díla við að sonur mínn sé frekjuhundur og dóni. Og að verða brjáluð virðist gera hvorugu okkur gagn. Já, þetta er ekki auðvelt þetta foreldrabisness, kannski að það ætti að gefa út leyfi fyrir þessu svona eins og hundahaldi.
sunnudagur, 6. maí 2007
LLandudno er alveg mergjaður staður, og fer ég héðan í frá með alla sem hingað koma í heimsókn, þangað í heimsókn. Helv. myndavélin er eitthvað að stríða mér og verður því skilað næst þegar ég fer í bæinn. Sorrí það eru því engar myndir.
Wrexham fc vann síðasta leik sinn þessa leiktíð og heldur því áfram tilverurétti nínum í 2. deild. Þvílík lukka yfir mínum manni.
Wrexham fc vann síðasta leik sinn þessa leiktíð og heldur því áfram tilverurétti nínum í 2. deild. Þvílík lukka yfir mínum manni.
laugardagur, 5. maí 2007
Mér gekk bara svona líka ljómandi vel í prófinu. var orðin dálítið nojuð en tók nokkrar léttar algebruæfingar í lestinni á leiðinni til Birmingham og náði svo að slaka á. Ég var búin að undirbúa mig mjög vel og ef maður lærir fyrir próf þá á maður að geta staðist þau. Enda líka kom það á daginn; ég snéri prófblaðinu við og þetta var allt kunnuglegt. Ég lauk prófinu á 40 mínútum og hafði tíma til að fara yfir á eftir. Það var eitt dæmi sem ég bara bullaði, ég bjóst ekki við þess háttar en gerði samt mitt besta. Hitt er ég alveg viss um að ég hafi gert rétt, maður verður þó kannski að gera ráð fyrir eihnverjum klaufavillum og ég er því annaðhvort með 9 eða 7. Svo var bara lest beint afur til Wrexham og frí það sem eftir lifði dags. Dave náði svo í mig á nýja bílnum. Voðalega krúttlegur MG Rover, gullsleginn og sportí. Ekki spyrja nánar um vélastærð, nafn árgerð eða mílufjölda, ég bara veit ekki. Ég þarf að kaupa batterí í myndavélina og taka mynd af mér með nýja hárið við nýja bílinn. Já sá gamli gafst bara eiginlega upp og við höfðum lítið val en að kaupa nýjan bíl. Ég er svona ánægð með það í laumi þó það hafi í för með sér meiri útgjöld. Það kemur nefnilega í ljós að það er bara dálítið gaman að eiga fínan bíl og maðurinn r svona spenntur að hann ætlar að fara með okkur í sunnudagsrúnt til LLandudno. Þar er hægt að fara á ströndina, kaupa ís, og skoða falleg gömul hús. Já best að ég kaupi batterí svo ég geti tekið myndir þar líka. Í dag er ég svo í fríi, jei! laugardagur heima! og við þurfum að fara niður í bæ til að kaupa skó á Lúka Púka, hann bara vex og vex eins og illgresið á garðstígnum mínum. Já og stuttbuxur, var ég nokkuð búin að minnast á hvað það er gott veðrið hjá okkur?....
miðvikudagur, 2. maí 2007
Ég ætlaði að skrifa ægilega langt blogg um bílakaup, menn og konur, fátækt og ríkidæmi, hamingjuna, stærðfræði og fótbolta en það er töttögu og fimm stiga hiti og ég næ svona fínni kvöldsól í garðinum mínum. Ég er því sest út í bili, allt hitt kemur síðar og Hanna, ég lofa að setja inn mynd fyrr en síðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)