sunnudagur, 30. nóvember 2008
Ég fór illa með fyrsta helgarfríið mitt í fjögur og hálft ár. Ég gaf mér loksins tíma til að vera almennilega stressuð og hrædd og allt sem því fylgir að byrja í nýju, krefjandi starfi og í samblandi við það var ég leið og niðurdregin af því að mamma og pabbi fóru heim og ég veit ekki hvenær ég sé þau næst og hvað þá hvenær ég kemst heim. Og ég grét allan daginn í gær. Mér þykir bara svo voðalega vænt um þau. En svo vaknaði ég í morgun og fann bjartsýnisröndina mína og allt er í góðu lagi núna. Við fórum út á rúntinn og ég er bara orðin svona lunkinn bílstjóri. Komum við í Dunelm Mill og keyptum útilugt með nettu jólamótífi og fórum svo í langan göngutúr með Láka. Þegar heim var komið settum við síðan jólin upp. Það er jú fyrsti sunnudagur í aðventu í dag og því komin tími á jólin. Ekkert þema svosem í ár nema ef "hlutir sem okkur þykir vænt um og hlutir sem mér finnast fallegir" sé þema. Það er svo bara skemmtileg tilviljun að þessir hlutir mynda heildina "rautt skandi". Sem fer eins og sniðið inn í litla jólahúsið mitt.
fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Nýja vinnan er að lofa góðu. Það er svakalega margt að læra og gera og mestmegnis snýst ég í hringi í kringum sjálfa mig en það eru góðir hringir. Ég er strax búin að eignast góða vini og mórallinn er frábær. Ég er með 10 starfsmenn sem ég sé um og ég er svona smá að hitta þau og fatta hvað ég á að gera við þau. Flexitíminn þýðir að ég get farið með Láka í skólann og þegar bílprófið er komið í höfn ætti ég að geta náð í hann líka sem bætir upp að ég get ekki sagt góða nótt við hann nema um helgar. En að vera í fríi um helgar er svo auðvitað bónus sem er alveg frábær.
Ég fékk smá sjokk fyrsta daginn þegar mér var tilkynnt að það liti út fyrir að reynslutíminn sem ég var ráðin til (til 1. apríl) myndi vera allt og sumt. Samningurinn um verkefnið sem ég var að fara að stjórna var að renna út og ekki væri hægt að ráða mig lengur en til 1. apríl. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessum skilmála almennilega og fékk algjört áfall. Við fengum svo að vita í gær að samningurinn hafi verið framlengdur og því með örugga vinnu. Bara smá sjokk. Ég sótti reyndar strax um aðra vinnu á mánudagskvöld og er búin að fá bréf frá þeim þar sem þeir óska frekari upplýsinga um mig. Þannig að ef allt fer til fjandans á Íslandi þá er nóg pláss hér.
Mikið rosalega er ég sjálfhverf.
Ég fékk smá sjokk fyrsta daginn þegar mér var tilkynnt að það liti út fyrir að reynslutíminn sem ég var ráðin til (til 1. apríl) myndi vera allt og sumt. Samningurinn um verkefnið sem ég var að fara að stjórna var að renna út og ekki væri hægt að ráða mig lengur en til 1. apríl. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessum skilmála almennilega og fékk algjört áfall. Við fengum svo að vita í gær að samningurinn hafi verið framlengdur og því með örugga vinnu. Bara smá sjokk. Ég sótti reyndar strax um aðra vinnu á mánudagskvöld og er búin að fá bréf frá þeim þar sem þeir óska frekari upplýsinga um mig. Þannig að ef allt fer til fjandans á Íslandi þá er nóg pláss hér.
Mikið rosalega er ég sjálfhverf.
miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Í öllum æsingnum gleymdi ég að ég er hætt í megrun og byrjaði aftur að borða. Ég hef eytt öllum mínum frítíma í bílatíma og ritgerðasmíð og hef ekki komist í rækt. Ég er því aftur komin á byrjunarreit þar. guði sé lof fyrir bjartsýni. Ef ekki fyrir bjartsýnina væri ég eflaust löngu búin að gefast upp á sjálfri mér. Nú er bara að byrja aftur. aftur aftur aftur.
þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Ég tók skriflegt bílpróf í gær og stóðst með glæsibrag. Minnti mig smá á hvað mér finnst alltaf gaman í prófum. Ég á auðvelt með að læra fyrir próf og stend mig oftast mjög vel. Og mér finnst voða gaman að standa mig vel. Eitt stærðfræðipróf (sem ég er búin að sanna síðar meir að ég er í alvörunni rosa góð í stærðfræði) og smá lögfræði eru einu prófin sem hafa ekki gengið mér í hag. En það er nú bara svona til að sanna regluna. Hvað sem því líður þá finnst mér ganga hægt að komast í það verklega. Hér er langur biðlisti að komast að og fyrir utan að Michelle (Jones ökukennari, find her in the yellow pages) finnst ég ekki vera tilbúin. Ég rúlla afturábak niður brekkur (hér væri hægt að stinga inn fitubollu brandara) og krosslegg víst hendur. Sjálfri finnst mér þetta vera smámunir en svo er víst ekki. Þannig að ég verð að vera þolinmóð og æfa mig. Verst að ég hef engan tíma aflögu.
Í öðrum fréttum þá eru nú tveir dagar eftir hjá Dollond & Aitchisons þannig að það er víst síðasti séns hjá ykkur öllum að fá hjá mér ódýr gleraugu. Héðan í frá er það bara Specsavers.
Í öðrum fréttum þá eru nú tveir dagar eftir hjá Dollond & Aitchisons þannig að það er víst síðasti séns hjá ykkur öllum að fá hjá mér ódýr gleraugu. Héðan í frá er það bara Specsavers.
sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ég sem er vanalega svo ægilega skipulögð gerði þau reginmistök í dag að fara að versla án þess að vera með tilbúinn matseðilinn. Og jú, það var sem ég hélt; ég keypti klósettpappír fyrir 6 pund og maltesers fyrir afganginn upp í 94 pund. Við erum semsagt við eiginlega öllu búin hérna á þessu heimili.
föstudagur, 14. nóvember 2008
Lúkas fór á sitt fyrsta skóladiskótek í kvöld. Hann var ægilega spenntur og ætlaði að dansa allt kvöldið við Summer. Hún, er víst, "tiny and beautiful" sem ég er ekkert sérlega ánægð með, að hann strax setji samasemmerki á milli tiny og beautiful. Hann bað mig um að leyfa sér að vera með kúl hárgreiðslu en því miður þá var ég að vinna og Heather fór með hann þannig að hárið var bara venjulegt. Hann var reyndar svo sveittur þegar ég náði í hann að mér sýndist að hárgreiðsla hefði dugað stutt. Já, það er stutt í unglinginn sýnist mér.
fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Mér finnst þetta alltaf verða erfiðara og erfiðara, þetta að vera ekki í meiri tengingu við Ísland. Ég skil ekki í alvörunni hvað er að gerast, það er ekki nóg að lesa hálfar fréttir, horfa á Egil og tala við mömmu og pabba. Mig vantar að finna andrúmsloftið. En akkúrat núna kostar það okkur £1300 að fljúga heim yfir helgi í febrúar! Hvaða rugl er þetta? Ég gæti farið til Spánar í 3 vikur fyrir þetta!
mánudagur, 10. nóvember 2008
"Flísbylting." Þetta er frábært hugtak og vert að skoða hvort Jón Ólafsson heimspekingur hafi sett þarna saman hugtak sem lýsir því hvernig íslenskur almenningur nær að gera líkt og Tékkar með "Flauelsbyltingu" og komi gagnslausum og spilltum ráðamönnum frá völdum. Mikið vildi ég að ég gæti komið til mótmæla með ykkur bræður og systur.
Ég horfi spennt á Silfur Egils til að reyna að ná áttum í því sem er að gerast á Íslandi, en finnst erfitt að vera hérna og svona smá afskipt. En finnst líka frábært hvað við eigum greinilega mikið af gáfuðu og hæfileikaríku fólki sem er með fullt af góðum hugmyndum um hvernig best er að stýra landinu úr þessum erfiðleikum. Skilyrðislaus krafa um að koma á kosningum og veita hæfu fólki umboð þjóðarinnar til að gera eitthvað af viti er númer eitt, tvö og þrjú og ég held að það ætti að biðja fólk sem veit hvað það er að tala um að sjá um þetta. Hagfræðingar og heimspekingar, fólk af þekkingarsviði. Ekki sama skítapakkið sem fékk djobbið af því að pabbi er seðlabankastjóri. Jaso and that´s my twopenny´s worth.
Ég horfi spennt á Silfur Egils til að reyna að ná áttum í því sem er að gerast á Íslandi, en finnst erfitt að vera hérna og svona smá afskipt. En finnst líka frábært hvað við eigum greinilega mikið af gáfuðu og hæfileikaríku fólki sem er með fullt af góðum hugmyndum um hvernig best er að stýra landinu úr þessum erfiðleikum. Skilyrðislaus krafa um að koma á kosningum og veita hæfu fólki umboð þjóðarinnar til að gera eitthvað af viti er númer eitt, tvö og þrjú og ég held að það ætti að biðja fólk sem veit hvað það er að tala um að sjá um þetta. Hagfræðingar og heimspekingar, fólk af þekkingarsviði. Ekki sama skítapakkið sem fékk djobbið af því að pabbi er seðlabankastjóri. Jaso and that´s my twopenny´s worth.
sunnudagur, 9. nóvember 2008
Hér var haldinn þriðji í afmæli í dag. Pakkar og kaka á fimmtudaginn, bæjarferð með pabba á laugardaginn til að eyða afmælispeningunum og svo kökupartý í dag. Lukkan yfir einum snáða. Ég bauð upp á hið sívinsæla "icelandic cheesebread" eða heitt brauð, kaffiköku og svo súkkulaðimarengsrúllu með heslihneturjóma. Mikið ægilega gott alltsaman. En verst hvað ég verð alltaf döpur að geta ekki boðið mínu fólki í svona samkvæmi. Ég meika ekki tengdamóður mína í svona boði. Hún potar í allt og reynir að stjórna öllu og byrjar að vaska upp og bera fram og röflar bara einhverja vitleysu. Urrghh. Þegar fólk kemur hingað í veislu þá á það að hafa sig aðeins til, setjast svo niður og njóta veitinga, þakka svo fyrir sig og fara heim. Ég þoli ekki þegar gestir reyna að koma sér í húsmóðurhlutverkið. Eða alla vega ekki þegar hún gerir það. Hún er einstaklega afskiptasamur einstaklingur. En Láki var sáttur og það er það sem þetta snérist um. Ætli þetta sé ekki síðasta svona kökuboðið, hann vill sjálfsagt næst fá að bjóða bekkjarfélögum og hafa partýið í Wacky Warehouse. Oj bara. Reyni að sleppa við það í lengstu lög.
fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Frumburðurinn, einkasonurinn, ljósið mitt og yndi er 5 ára í dag.
Hann kom dálítið óvænt til sögunnar; ég kenni ástinni sem ríkti yfir Þorlákshöfn um Þorrablót 2003 um, eiginmaðurinn því að ég kunni ekki að telja. (Enda hefði ég aldrei átt að sjá um talninguna eins og hann segir sjálfur, hann er stærðfræðingurinn!) En það verður að segjast að við erum sammála um það hjónin að við erum mjög fegin örlögunum að hafa tekið svona af okkur völdin því við hefðum sjálfsagt aldrei haft okkur í að taka svona stóra ákvörðun vís vitandi. Hann var sérstaklega fullorðin með þetta allt saman og samþykkti að bíða með kökuát og pakkastand þar til hann kom aftur heim úr skóla í kvöld, enda hefðum við aldrei komist í vinnu ef við hefðum gert þetta í morgun. Og þvílík hamingja í kvöld. Hann fékk Lego Beinagrinda kastala frá ömmu og afa (tók mig bara 2 og hálfan tíma að byggja hann í kvöld) og þar með hefur draumurinn um að eignast Lego beinagrind (don´t ask) ræst. Og hægt að fara að sofa eins sáttur við lífið og maður bara getur verið.
miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Nágranni okkar nokkur bankaði upp á í gærkveldi og vildi endilega fá að kaupa skúrinn okkar. Við erum sem sé með geymsluskúr í garðinum sem nýtist okkur ekki neitt. Það þarf heilmikið að gera við hann til að hægt sé að nota hann til að geyma dót og fyrrum eigandi hússins skildi eftir í honum fullt af drasli. Þannig að við vorum með ónýtan skúr fullan af drasli sem hefði þurft að henda og rífa niður. Og það er það sem hann ætlar að gera. Henda öllu draslinu, rífa niður skúrinn og byggja hann svo aftur í garðinum sínu. Og borga okkur fyrir. Hversu sniðugt er það nú? Og það besta er að það þýðir að þá er pláss fyrir bílinn minn. Við fáum sem sé tvöfalt bílastæði.
mánudagur, 3. nóvember 2008
sunnudagur, 2. nóvember 2008
Ég er svo lukkuleg að búa í landi sem hýsir alveg sérstaka tegund karlmanna. Ég kalla þá "Welsh hotties". Öfugt við menn af angló-saxnesku bergi brotnu, þ.e. enskir, sem eru yfirleitt "ginger mingers" (ljósrauðhærðir og forljótir) eru keltneskir menn yfirleitt dökkir yfirlitum. Kelly Jones söngvari stereophonics er welsh hottie númer 2.
Svo eru menn eins og Stephen Jones og Gethin Jones sem fylla hópinn. Og auðvitað Dave Jones. Sem er að sjálfsögðu númer eitt. Já, það er gott að vera Jones.
laugardagur, 1. nóvember 2008
Mikið voðalega væri nú gaman ef dagurinn í dag er loforð þess sem koma skal nú þegar ég fer að vera heima á laugardögum. Við létum kvefpest ekki á okkur fá en héldum niður í bæ til að vera smá menningarleg og smá plebbaleg. Drifum okkur á safnið hérna og skoðuðum sýningu um bronsaldarfólkið sem byggði svæðið fyrir 3-4000 árum. Við gátum því síðan farið með hreina samvisku að skoða nýja miðbæinn hér í Wrexham. Það er sumsé búið að byggja svaka verlsunarmiðstöð sem er "open air". Og þar með er búið að færa miðbæinn aðeins til. Mér fannst vera hálfgerð íslensk fýla af þessu öllu saman, greinilega mikið lagt í umbúðirnar, allt vaðandi í náttúrustein og hönnun. Sem er ágætt svo fyrir fegurðarskynið en veldur mér smá áhyggjum hvað varðar kostnað og annað. Vonandi að þetta þýði að Wrexham laði til sín verlsun frá fólki sem annars hefði farið til Chester. Við keyptum föt á Lúkas í Next sem vonandi duga honum fram á næsta sumar og ég fékk hægindastól. Svona til að lesa í. En fínt. Dave fékk nýja músamottu. Kannski smá misskipt gæði þar. Svo sátum við á Kaffi Neró og borðuðum ostaköku og drukkum kaffi. Svona gæti ég auðveldlega eytt öllum mínum laugardögum en Dave var eitthvað að væla um fótbolta þannig að við sjáum víst til. Kannski annar hver. Jæja, best að skella í pizzudeig og skoða hvaða bíómynd er frumsýnd á Sky í kvöld. Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)