miðvikudagur, 30. apríl 2014
sunnudagur, 27. apríl 2014
Alla vikuna er ég búin að vera að gramsa í gegnum íþróttafataskúffuna mína - já, ótrúlegt en satt, ég á skúffu fulla af íþróttafötum. Sem er meira en ég get sagt um flestan annan fatnað. Hvað um það, gramsið hefur fært það heim sanninn um að öll íþróttafötin mín í téðri skúffu er of lítil, of slitin og götótt eða hafa þróað með sér sérlega aðlaðandi ilm sem getur einungis verið lýst sem þvegnum svita. Ég sá í hendi mér eftir síðustu viku þar sem ég lenti ekki einu sinni og ekki tvisvar í því að vera hálfkjánaleg við lyftingarnar út af gati á vandræðalegum stað á innanverðu læri eða því sem einungis getur verið lýst sem magabol að ég þyrfti eitthvað að taka til í skúffunni.
Ég er núna búin að flokka þetta til og sýnist að ég geti komist í gegnum viku án þess að þurfa að kaupa neitt nýtt. Nema reyndar skó. Ég hef alltaf bara notað hlaupaskóna mína i ræktinni, fer bara úr þeim þegar ég er að lyfta þungu. Það er nefnilega vont að lyfta í skóm eins og mínum sem eru svona mikið dúðaðir. En núna þegar ég er komin í svona kallarækt þar sem ég er bara ein á meðal allra þess steramassa finnst mér eitthvað skrýtið að rífa mig alltaf úr skónum á milli. Ég fór þessvegna í dag og varð mér úti um alvöru strigaskó. Þeir eru reyndar svo sætir að ég á örugglega bara eftir að vera í þeim við gallabuxur og litla sumarkjóla í allt sumar.
Ég er núna búin að flokka þetta til og sýnist að ég geti komist í gegnum viku án þess að þurfa að kaupa neitt nýtt. Nema reyndar skó. Ég hef alltaf bara notað hlaupaskóna mína i ræktinni, fer bara úr þeim þegar ég er að lyfta þungu. Það er nefnilega vont að lyfta í skóm eins og mínum sem eru svona mikið dúðaðir. En núna þegar ég er komin í svona kallarækt þar sem ég er bara ein á meðal allra þess steramassa finnst mér eitthvað skrýtið að rífa mig alltaf úr skónum á milli. Ég fór þessvegna í dag og varð mér úti um alvöru strigaskó. Þeir eru reyndar svo sætir að ég á örugglega bara eftir að vera í þeim við gallabuxur og litla sumarkjóla í allt sumar.
þriðjudagur, 15. apríl 2014
Mikið sem þetta er góður sársauki þessi sem kemur eftir góða törn í ræktinni. Það er aðeins öðruvísi stemning þetta að fara eftir vinnu, mér finnst einhvernvegin eins og ég sé ekki að leggja jafn mikið á mig eins og þegar ég lyfti eldsnemma. Svona eins og það væri eitthvað meira kúl að vera mætt og búin áður en flest venjulegt fólk var komið á fætur. Samt er ég í raun að gera meira núna en hér áður fyrr af því að núna þarf ég líka að hjóla heim. Það var ekki með áður. Ég er enn algjör tappi.
Tappar taka líka þátt í Iron Man keppnum. Ég er nú kannski ekki alveg komin á það stig að geta synt 3.8 km, hjólað 183 km og hlaupið svo 42 km á tólf klukkutímum, en ég gæti nú kannski gert það ef ég fengi aðeins lengri tíma. Einn mánuð til dæmis. Hvernig væri að taka þátt í Iron May fremur en Iron Man?
Mér datt þetta í hug um daginn og er núna búin að setja þetta upp fyrir sjálfa mig. Maí er aðeins meira en fjórar vikur. Ef ég syndi einn kílómetra á hverjum laugardegi í maí, fer út að labba einn og hálfan kílómetra á næstum hverjum degi og hjóla tæpa sjö kílómetra þá eftir mánuðinn ætti ég vera búin að safna mér í einn járnkarl.
Það væri nú skemmtilegt. Að vera járnkarl.
Tappar taka líka þátt í Iron Man keppnum. Ég er nú kannski ekki alveg komin á það stig að geta synt 3.8 km, hjólað 183 km og hlaupið svo 42 km á tólf klukkutímum, en ég gæti nú kannski gert það ef ég fengi aðeins lengri tíma. Einn mánuð til dæmis. Hvernig væri að taka þátt í Iron May fremur en Iron Man?
Mér datt þetta í hug um daginn og er núna búin að setja þetta upp fyrir sjálfa mig. Maí er aðeins meira en fjórar vikur. Ef ég syndi einn kílómetra á hverjum laugardegi í maí, fer út að labba einn og hálfan kílómetra á næstum hverjum degi og hjóla tæpa sjö kílómetra þá eftir mánuðinn ætti ég vera búin að safna mér í einn járnkarl.
Það væri nú skemmtilegt. Að vera járnkarl.
sunnudagur, 13. apríl 2014
Það eru núna komnar þrjár vikur þar sem ég hef sniðgengið unnan sykur eins mikið og ég hef mögulega getað. Á þessum tíma hef ég ekki fengið neitt nammi eða kökur og hef reynt að sleppa augljósum, og ekki svo augljósum, matvörum, sem innihalda sykur. Ég skal viðurkenna að ég hef á þessum þremur vikum borðað um það bil 200 grömm af rúsínum, tvær matskeiðar af tómatsósu og nokkrar teskeiðar af St Dalfour rifsberjasultu. Að auki hef ég fengið mér fjóra Quest bar sem innihalda erythrithol.
Ég sakna þess ekkert að borða nammi. Mér er alveg sama um það. Ég hef hinsvegar tvisvar núna verið í stöðu þar sem mig langaði alveg hrikalega að fá mér bakkelsi. Var á kaffihúsi og það hefði verið við hæfi að fá mér eitthvað nett með kaffinu. Það sem kom út úr því sem var sérlega jákvætt var að ég fór heim og bakaði haframúffurnar mínar, breyttar og endurbættar svo eini sykurinn í þeim eru nokkrar apríkósur og rúsínur. Mér datt í hug að næst þegar ég fer á kaffihús, nú þá hef ég bara múffu með mér. Ekkert mál.
En maður verður sko að passa sig. Ég varð uppiskroppa með vanilludropa í morgun og skokkaði út í Co-Op að ná í nýja flösku. Ég er vön að nota hreina vanilludropa og þegar ég sá flösku sem innihélt Madagaskar vanillu hélt ég að ég væri nú aldeilis að fá eitthvað fínerí. Það var ekki fyrr en ég var búin að hella teskeið út í múffurnar þegar ég sá innihaldið.
Inverted sugar syrup og glucose syrup í fyrstu tveimur sætunum! Tvennskonar sykur á undan vanillunni. Hvaða rugl er þetta eiginlega?
Ekki að það sé mikið vandamál. Ég er ekki að gera sykurleysið af einhverjum öfgum, mér er alveg sama um smá sykur í tómatsósu eða í sojasósu. Ég vil einfaldlega forðast það sem gerir mig klikkaða. Ég sé ekki fyrir mér að sletta af sojasósu út á grjón verði til þess að ég fari út í búð og kaupi líter af ís og sex snickers og borði í einu. En samt, þetta minnti mig á hvað sykur er lævis og laumar sér hvert sem er.
Ég hef ekkert grennst á þessum vikum, enda var það heldur ekki tilgangurinn. Tilgangurinn var að komast upp úr þessari klikkun sem ég var búin að koma mér í með gífurlegum binge tímabilum.Mér líður líka miklu betur núna og er fír og flamme að tækla það sem á eftir kemur.
Ég sakna þess ekkert að borða nammi. Mér er alveg sama um það. Ég hef hinsvegar tvisvar núna verið í stöðu þar sem mig langaði alveg hrikalega að fá mér bakkelsi. Var á kaffihúsi og það hefði verið við hæfi að fá mér eitthvað nett með kaffinu. Það sem kom út úr því sem var sérlega jákvætt var að ég fór heim og bakaði haframúffurnar mínar, breyttar og endurbættar svo eini sykurinn í þeim eru nokkrar apríkósur og rúsínur. Mér datt í hug að næst þegar ég fer á kaffihús, nú þá hef ég bara múffu með mér. Ekkert mál.
En maður verður sko að passa sig. Ég varð uppiskroppa með vanilludropa í morgun og skokkaði út í Co-Op að ná í nýja flösku. Ég er vön að nota hreina vanilludropa og þegar ég sá flösku sem innihélt Madagaskar vanillu hélt ég að ég væri nú aldeilis að fá eitthvað fínerí. Það var ekki fyrr en ég var búin að hella teskeið út í múffurnar þegar ég sá innihaldið.
Inverted sugar syrup og glucose syrup í fyrstu tveimur sætunum! Tvennskonar sykur á undan vanillunni. Hvaða rugl er þetta eiginlega?
Ekki að það sé mikið vandamál. Ég er ekki að gera sykurleysið af einhverjum öfgum, mér er alveg sama um smá sykur í tómatsósu eða í sojasósu. Ég vil einfaldlega forðast það sem gerir mig klikkaða. Ég sé ekki fyrir mér að sletta af sojasósu út á grjón verði til þess að ég fari út í búð og kaupi líter af ís og sex snickers og borði í einu. En samt, þetta minnti mig á hvað sykur er lævis og laumar sér hvert sem er.
Ég hef ekkert grennst á þessum vikum, enda var það heldur ekki tilgangurinn. Tilgangurinn var að komast upp úr þessari klikkun sem ég var búin að koma mér í með gífurlegum binge tímabilum.Mér líður líka miklu betur núna og er fír og flamme að tækla það sem á eftir kemur.
laugardagur, 12. apríl 2014
miðvikudagur, 9. apríl 2014
Eitthvað hef ég danglað höfðinu harkalegar í jörðina en ég hélt í fyrstu því ég er búin að vera með dynjandi hausverk og ógleði í dag. Endaði hreinlega á að fara heim heldur snemmhendis úr vinnu. Lagðist fyrir með kaldan bakstur. Fékk mér svo panódíl og líður nú heldur skár. Nú er bara að krossa fingur að ég verði betri á morgun svo ég komist í rækt, þau lyfta sér víst ekki sjálf þessi lóð.
Það verður að segjast að þó mér finnist vinnan sem ég er í stundum skemmtileg, stundum leiðinleg og stundum stressandi þá er hún líka bara vinna. Ég hef enga sérstaka ástríðu fyrir þvi að skuldbreyta húsbréfum. Það er stundum voða gefandi, sér í lagi ef maður nær að bjarga málunum þannig að fólk haldi húsinu sínu en ef satt skal segja þá er ég oftast bara eitthvað að stússast í stjórnsýslunni og fæ voða litið úr þessu. Ég hef svo sem plön um að komast í betri stöðu innan bankans en ef ég held áfram að segja sannleika þá er það einfaldlega vegna þess að ég myndi þannig fá hærri laun. Þegar maður er í vinnu sem er einfaldlega vinna þá er lífsnauðsynlegt að fá allavega vel borgað fyrir hana. Ég myndi sætta mig við lélegri kjör ef ég væri að sinna ástríðu.
Þetta þýðir að ástríðan, það sem gerir lífið þess virði, þarf að vera eitthvað sem færir manni nóga ánægju til að duga manni á meðan að maður er í vinnunni líka. Engin vinna sem er bara vinna er þess virði að maður hætti að stunda það sem veitir manni gleði. Ég er þarmeð hætt að stressa mig á vinnunni. Vinnan er bara vinna, frá átta til fjögur og svo er ég farin. Ég fæ það sem gerir lífið þessi virði að lífa því utan vinnunnar. Lífstíll fyrir mig þýðir að sinna hreyfingu af alvöru, sinna henni þannig að ég sjái árangur og að ég læri eitthvað. Hann þýðir að ég eyði tíma í eldhúsinu, við að elda, hanna uppskriftir, búa til matseðla og kanna nýjar matartegundir. Hann þýðir að ég eyði tima í að skrifa, hugsa og spekúlera. Allt þetta veitir mér fyllingu, hamingju og tilgang. Vinnan borgar reikninga. Lífstíllinn borgar allt hitt.
Það verður að segjast að þó mér finnist vinnan sem ég er í stundum skemmtileg, stundum leiðinleg og stundum stressandi þá er hún líka bara vinna. Ég hef enga sérstaka ástríðu fyrir þvi að skuldbreyta húsbréfum. Það er stundum voða gefandi, sér í lagi ef maður nær að bjarga málunum þannig að fólk haldi húsinu sínu en ef satt skal segja þá er ég oftast bara eitthvað að stússast í stjórnsýslunni og fæ voða litið úr þessu. Ég hef svo sem plön um að komast í betri stöðu innan bankans en ef ég held áfram að segja sannleika þá er það einfaldlega vegna þess að ég myndi þannig fá hærri laun. Þegar maður er í vinnu sem er einfaldlega vinna þá er lífsnauðsynlegt að fá allavega vel borgað fyrir hana. Ég myndi sætta mig við lélegri kjör ef ég væri að sinna ástríðu.
Þetta þýðir að ástríðan, það sem gerir lífið þess virði, þarf að vera eitthvað sem færir manni nóga ánægju til að duga manni á meðan að maður er í vinnunni líka. Engin vinna sem er bara vinna er þess virði að maður hætti að stunda það sem veitir manni gleði. Ég er þarmeð hætt að stressa mig á vinnunni. Vinnan er bara vinna, frá átta til fjögur og svo er ég farin. Ég fæ það sem gerir lífið þessi virði að lífa því utan vinnunnar. Lífstíll fyrir mig þýðir að sinna hreyfingu af alvöru, sinna henni þannig að ég sjái árangur og að ég læri eitthvað. Hann þýðir að ég eyði tíma í eldhúsinu, við að elda, hanna uppskriftir, búa til matseðla og kanna nýjar matartegundir. Hann þýðir að ég eyði tima í að skrifa, hugsa og spekúlera. Allt þetta veitir mér fyllingu, hamingju og tilgang. Vinnan borgar reikninga. Lífstíllinn borgar allt hitt.
þriðjudagur, 8. apríl 2014
mánudagur, 7. apríl 2014
Á föstudaginn sat ég á spjalli við félaga minn í vinnunni. Ahmad er frá Sýrlandi, sem er í sjálfu sér heil önnur saga (og minnir á hversu hjákátleg manns eigin vandamál eru miðað við það sem ættingjar hans eru að stríða við akkúrat núna). Hann er lyftingarkappi og eitthvað barst tal að því að ég hafi einu sinni líka verið lyftingarkappi. Og ég sýndi honum myndir. Við hverja mynd sagði hann "but you´re an athlete Svava, you are an athlete!" Ég hef ekki getað hætt að hugsa um þetta síðan. Er ég íþróttarmaður?
Ég fór í nudd á laugardagsmorguninn og allan tíman þar velti ég þessu fyrir mér. Hvernig íþróttamaður er ég eiginlega? Rölti í Next og HM og komst að því að ég passa illa í föt þar orðið. Og enn spáði ég í þessu, ef ég er íþróttamaður hvað er ég þá að gera? Svo fórum við í fjalladýragarð í Colwyn Bay á sunnudaginn og enn var ég að hugsa. Upp og niður fjallastíga röltum við og ég fann hvað ég var orðin illa þjálfuð. Lúkas tók mynd af okkur Dave og ég eyddi henni þegar ég kom heim af því að ég var svo feit á henni. Langt síðan það hefur gerst. Eru íþróttarmenn þannig?
Á sunnudagskvöld kom þetta svo hjá mér. Ég er íþróttamaður. Það er engin spurning um það. Ég hef bara farið aðeins af leið. Ég leyfði vinnunni og öðru að taka yfir og hef ekki gefið íþróttinni minni þann sess sem hún á að skipa í lífinu. Ég leyfði sjálfri mér að hlamma mér niður á feitt rassgatið og sitja þar kyrr og notaði stress sem afsökun.
Til að vera eins hraust og ég vil vera þarf ég að stunda íþróttina mína af festu og ákveðni. Það að ég kjósi frekar að æfa á morgnana er ekki markvert lengur. Það verður bara að hafa það að ég þurfi að fara utan þægindahringsins míns og mæta í rækt eftir vinnu. Maður þarf jú, að leggja smávegis á sig til að ná árangri.
Ég er íþróttamaður. Ég keypti mér þessvegna kort í rækt í Chester í dag. Fór þangað eftir vinnu og lyfti þungum lóðum. Og hef í hyggju að gera það aftur. Og aftur. Sykurleysið er enn við lýði og ég ætla að halda því uppi. Og ég ætla að byrja að vinna að þessu aftur eins og ég á að gera. Þar sem æfingar og góður matur eru í fyrsta sæti. Ekki einhverstaðar fyrir aftan stress og vesen. Vinnan er bara ekki þess virði að ég fórni heilsunni fyrir hana.
Ég er íþróttamaður.
Ég fór í nudd á laugardagsmorguninn og allan tíman þar velti ég þessu fyrir mér. Hvernig íþróttamaður er ég eiginlega? Rölti í Next og HM og komst að því að ég passa illa í föt þar orðið. Og enn spáði ég í þessu, ef ég er íþróttamaður hvað er ég þá að gera? Svo fórum við í fjalladýragarð í Colwyn Bay á sunnudaginn og enn var ég að hugsa. Upp og niður fjallastíga röltum við og ég fann hvað ég var orðin illa þjálfuð. Lúkas tók mynd af okkur Dave og ég eyddi henni þegar ég kom heim af því að ég var svo feit á henni. Langt síðan það hefur gerst. Eru íþróttarmenn þannig?
Á sunnudagskvöld kom þetta svo hjá mér. Ég er íþróttamaður. Það er engin spurning um það. Ég hef bara farið aðeins af leið. Ég leyfði vinnunni og öðru að taka yfir og hef ekki gefið íþróttinni minni þann sess sem hún á að skipa í lífinu. Ég leyfði sjálfri mér að hlamma mér niður á feitt rassgatið og sitja þar kyrr og notaði stress sem afsökun.
Til að vera eins hraust og ég vil vera þarf ég að stunda íþróttina mína af festu og ákveðni. Það að ég kjósi frekar að æfa á morgnana er ekki markvert lengur. Það verður bara að hafa það að ég þurfi að fara utan þægindahringsins míns og mæta í rækt eftir vinnu. Maður þarf jú, að leggja smávegis á sig til að ná árangri.
Ég er íþróttamaður. Ég keypti mér þessvegna kort í rækt í Chester í dag. Fór þangað eftir vinnu og lyfti þungum lóðum. Og hef í hyggju að gera það aftur. Og aftur. Sykurleysið er enn við lýði og ég ætla að halda því uppi. Og ég ætla að byrja að vinna að þessu aftur eins og ég á að gera. Þar sem æfingar og góður matur eru í fyrsta sæti. Ekki einhverstaðar fyrir aftan stress og vesen. Vinnan er bara ekki þess virði að ég fórni heilsunni fyrir hana.
Ég er íþróttamaður.
sunnudagur, 6. apríl 2014
laugardagur, 5. apríl 2014
föstudagur, 4. apríl 2014
miðvikudagur, 2. apríl 2014
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)