Ég er búin að vera fárveik núna síðan á sunnudagskvöld. Sem betur fer voru bæði Dave og Lúkas veikir líka annars hefði ég orðið sannfærð um að lágkolvetnalífstíll væri kannski ekki fyrir mig. Ég er semsé búin að vera afvelta uppi í rúmi í móki svona rétt á milli þess sem ég hleyp á klósettið. Það er svona rétt að brá af mér í dag og hvað var það fyrsta sem ég gerði? Jú, ég vigtaði mig. Rétt skrapa undir 100 kílóum þannig að ég er voðalega sátt við veikindin. Eða svona þannig. Vandamálið er að ég þyrfti að byrja að borða aftur, ég er máttlaus og þreytt og vantar orku. Það eina sem ég get hugsað mér að borða er ristað brauð. Á ég að láta undan þeirri löngun og byrja svo bara upp á nýtt í lágkolvetnunum á morgun, eða á ég að reyna að finna eitthvað sem passar inn í lágkolvetnin sem lætur mig ekki langa til að gubba?
Nú veit ég ekki.
Mér finnst hálfleiðinlegt að líkaminn skuli kalla svona hátt á þurrt ristað brauð þegar ég trúi af sannfæringu að það geri mér lítið gott. En svona er maður fastur í viðjum vanans.
Ég hugsa að ég fái mér bara cup a soup í dag og láti brauðið vera.
Undir hundrað. Kannski að ég hætti bara að borða. Það er greinilega rót vandans.
miðvikudagur, 28. ágúst 2013
sunnudagur, 25. ágúst 2013
Það er mér ekki neitt nýtt að takmarka inntöku kolvetna. (Né er það nýtt í heimi vísindanna, lágkolvetnafæði var notað til að stemma við flogaveiki svo langt aftur sem 1920) og það er mikið langt síðan ég prófaði fyrst að nota kókóshnetuhveiti. Það sem er nýtt er að takmarka þau svona algerlega og svo fara í gegnum stutt "re-feed" tímabil.
Ég hef alltaf vitað að ég er viðkvæm fyrir pasta og brauði og sykri. Allt þetta veldur ekki bara þyngdaraukningu hjá mér, heldur einnig geðveikinni minni þar sem ég í alvörunni get ekki hætt að borða.
Það sem er allra, allra best við lágkolvetnalífstíl er að hann er akkúrat það; ekki megrun, heldur lífstíll.
Ég var 105 kg síðasta sunnudag. 102.9 í morgun.
Ég hef alltaf vitað að ég er viðkvæm fyrir pasta og brauði og sykri. Allt þetta veldur ekki bara þyngdaraukningu hjá mér, heldur einnig geðveikinni minni þar sem ég í alvörunni get ekki hætt að borða.
Það sem er allra, allra best við lágkolvetnalífstíl er að hann er akkúrat það; ekki megrun, heldur lífstíll.
Ég var 105 kg síðasta sunnudag. 102.9 í morgun.
laugardagur, 24. ágúst 2013
Tengdamamma mín borðar nánast engin kolvetni. Eftir að hafa verið í endalausri megrun árum saman, telja hitaeiningar, drekka hristinga, taka út fitu og það eina sem gerðist var að hún fitnaði meira, heyrði hún af Atkins kúrnum og ákvað að prófa. Og síðan eru liðin fimmtán ár, 42 kíló og hún enn kolvetnalaus. Hún tók þau niður í 5 grömm á dag til að byrja með og prófaði sig svo áfram þar til hún komst að magninu sem hentaði henni og hún hefur haldið sig við það síðan. Fimmtán ár og rétt um 25g af kolvetnum yfir daginn.
Hún borðar fullt af grænmeti, en ekki kartöflur, næpur eða rófur. Hún borðar ost en notar ekki mjólk. Hún borðar beikon en ekki brauð og hún snertir ekki ávexti. Hún sagði mér að hún hafði líka komist að þvi að þegar hún borðar of fá kolvetni þá þyngist hún. Þegar það gerist fær hún sér súkkulaði og réttir aftur úr sér. Merkilegt alveg hreint.
Það má sem sé vera að lágkolvetnalífstíllinn sé nýjasta æðið og að enginn sé maður með mönnum nema að eiga steviu, xanthan gum og möndlumjöl upp í skáp, en sannleikurinn er að hér er alls ekki um nýjan boðskap að ræða. Og ég hef fyrir framan mig fyrirmynd sem léttist um rúm 40 kíló og hefur haldið þeim af sér vandræðalaust í rúman áratug.
Ég er búin að vera að hugsa um þetta í langan tíma. Svo kom svo til fyrir um mánuði síðan að mamma byrjaði að fikra sig áfram í CarbNite fræðum og ég er búin að vera hugsa um þetta síðan.
Vandamálið er að ég var búin að sverja að ég myndi hætta þessu öllu saman. Hætta að rembast við að megrast og læra frekar að finnast ég fín eins og ég er og blah blah blah blah. En samblandið af því sem mamma segir mér og sönnunin sem ég hef í tengdó hefur kveikt í mér löngun til að prófa. Og síðan ég kom heim frá Spáni er ég búin að vera að fikra mig áfram með lágkolvetnalífstíl.
Ég er eiginlega bara dálitið hrædd við hvað ég er spennt. Ég er að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir. Ég les allt sem ég finn mér til um fræðin. Ég er alltaf að verða spenntari og spenntari. Ég held nefnilega að í lágkolvetnalífstíllnum sé að finna allt sem þarf til að verða sannfærður, til að lifa af sannfæringu.
Hún borðar fullt af grænmeti, en ekki kartöflur, næpur eða rófur. Hún borðar ost en notar ekki mjólk. Hún borðar beikon en ekki brauð og hún snertir ekki ávexti. Hún sagði mér að hún hafði líka komist að þvi að þegar hún borðar of fá kolvetni þá þyngist hún. Þegar það gerist fær hún sér súkkulaði og réttir aftur úr sér. Merkilegt alveg hreint.
Það má sem sé vera að lágkolvetnalífstíllinn sé nýjasta æðið og að enginn sé maður með mönnum nema að eiga steviu, xanthan gum og möndlumjöl upp í skáp, en sannleikurinn er að hér er alls ekki um nýjan boðskap að ræða. Og ég hef fyrir framan mig fyrirmynd sem léttist um rúm 40 kíló og hefur haldið þeim af sér vandræðalaust í rúman áratug.
Ég er búin að vera að hugsa um þetta í langan tíma. Svo kom svo til fyrir um mánuði síðan að mamma byrjaði að fikra sig áfram í CarbNite fræðum og ég er búin að vera hugsa um þetta síðan.
Vandamálið er að ég var búin að sverja að ég myndi hætta þessu öllu saman. Hætta að rembast við að megrast og læra frekar að finnast ég fín eins og ég er og blah blah blah blah. En samblandið af því sem mamma segir mér og sönnunin sem ég hef í tengdó hefur kveikt í mér löngun til að prófa. Og síðan ég kom heim frá Spáni er ég búin að vera að fikra mig áfram með lágkolvetnalífstíl.
Ég er eiginlega bara dálitið hrædd við hvað ég er spennt. Ég er að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir. Ég les allt sem ég finn mér til um fræðin. Ég er alltaf að verða spenntari og spenntari. Ég held nefnilega að í lágkolvetnalífstíllnum sé að finna allt sem þarf til að verða sannfærður, til að lifa af sannfæringu.
föstudagur, 23. ágúst 2013
Ég held að flestir séu orðnir nógu sjóaðir í megrunarfræðunum til að vita að viljastyrkur er ekki verkfærið sem þarf til að takast ætlunarverkið. Viljastyrkur dvínar alltaf og að lokum er maður útmakaður í súkkulaði, alveg sama hvað maður var ákveðinn í að aldrei borða nammi framar.
Ástæðan fyrir því að það er útilokað að reiða sig á viljastyrk einan saman er að heilinn fúnkerar á þveröfugan hátt við það sem ætlunin er. Látum sem svo að maður ákveði að sigrast á spikinu. Og ákveður að hætta að borða nammi. Og maður endurtekur með sjálfum sér að maður skuli sigrast á namminu, maður verði bara að vera sterkur, sterkur, sterkur. En á sama tíma er heilinn á fullu að ímynda sér súkkulaði, hvernig það er á bragðið, lyktina, áferðina, unaðinn sem átinu fylgir... og ímyndunaraflið vinnur þannig gegn viljastyrknum. Svona eins og þegar maður segir: "EKKI hugsa um bleikan fíl!" Um hvað ertu að hugsa? Jú, bleikan fíl. Ímyndunaraflið er viljastyrknum yfirsterkara.
Þetta hef ég reynt aftur og aftur. Ég var búin að gera mér grein fyrir að reiða sig á viljastyrk til að breyta einhverju er til lítils. Ég var búin að sjá að eitt besta verkfærið til breytinga var rútína. Það er að segja að bara koma góðum venjum fyrir inni í venjulegri, daglegri rútínu. Þannig að maður þyrfti lítið að grípa til viljastyrks, venjan tók bara yfir.
En það er heldur ekki nóg.
En það er heldur ekki nóg.
Það sem ég er svo núna að gera mér grein fyrir er aðalatriðið sem þarf til. Maður þarf að vera fullur sannfæringar. Maður þarf að vera algerlega sannfærður um ágæti aðferðarfræðinnar sem maður notar. Svo sannfærður að breytingarnar, lífstíllinn verður nánast eins og trúarbragð. Og það skiptir engu máli þó maður breyti um trúarbrögð, maður verður alltaf að vera jafn sannfærður.
Ég er búin að ráfa um í trúleysi núna um dimman dal alltof lengi. Nú er kominn tími á trúarofsa.
mánudagur, 19. ágúst 2013
Ég hoppaði upp tröppurnar að húsinu mínu í kvöld. Ég var í strigaskóm og íþróttafötum eftir hjólreiðina heim og hugsaði með mér að það væri gaman að hoppa smávegis. Þannig að ég tók jafnfætishopp upp. Steig svo niður og hoppaði aftur upp. Og svo aftur og aftur. Tólf sinnum og þá varð það erfitt og ég hætti og fór inn.
Og ég mundi hvað mér fannst gaman að hoppa fyrir ekki svo löngu. Hversvegna hætti ég því?
Og ég mundi hvað mér fannst gaman að hoppa fyrir ekki svo löngu. Hversvegna hætti ég því?
sunnudagur, 18. ágúst 2013
Ég er núna búin að reyna að vera ekki í megrun í þó nokkurn tíma. Það er búið að vera hressandi að minna sjálfa mig á að ég hef leyfi til að meta sjálfa mig frá allskonar sjónarmiðum og eftir öðrum stöðlum en þeim sem mæla vigt og ummál. Það erfiðasta hefur verið að reyna að skilja að þó ég borði þá er ég ekki vond manneskja. Mér hefur reyndar tekist illa að sannfæra sjálfa mig um það. Það er nánast útilokað fyrir mig að aðskilja át frá sjálfsmati.
Af þessum ástæðum hef ég verið að hringsnúast um skoðanir mínar á þessu öllu saman í þó nokkurn tíma núna. Mér leið tvímælalaust betur í líkamanum fyrir 20 kílóum síðan en ég var þá líka heltekin af hugsunum um mat. Á hinn bóginn er ég enn heltekin af hugsunum um mat og er þessvegna svo sem engu betur sett. Ég var að verða geðveik af því að lifa eftir einhverjum reglum og af öllum upplýsingunum sem stangast hver á við aðra. Reglulaus er ég reyndar alveg jafn týnd.
Að vissu leyti er ég enn ákveðin í að halda áfram leytinni að jafnvæginu, þessu sem segir að ég sé hamingjusöm í hvaða líkama sem er, þessu sem segir að það sé ekki hægt að leggja mat á virði mitt sem manneskju eftir því hvort ég borði snickers eða spergilkál, þessu sem segir að það sé gott að hreyfa sig og að það sé líka gott að slaka á. En jafnhendis þessari leit minni að jafnvæginu er orðið nokkuð ljóst að ég þarf á reglunum að halda.
Það var ósköp notalegt í sumarfríinu. Tvær vikur á Spáni þar sem ég fékk mér croissant í morgunmat, bjór í hádeginu og patatas bravas í kvöldmat með rauðvíninu. Ég er líka búin að ná mér upp í 105 kíló. 5 kíló í plús við töluna sem ég sór að myndi aldrei sjást aftur. Og enn er ég full af þversögnum; um leið og ég belja um að vigtin segi ekki neitt til um manngæði fæ ég hland fyrir hjartað við að sjá töluna. En ég er líka uppfull af eldmóð að ná þessu af mér aftur. Það er gott og blessað að vera sáttur í eigin líkama, og göfugt markmið, en það er líka ekkert að því að vilja vera léttari.
Það verður að hafa það þó ég kalli þetta megrun. Eða lífstíl. Eða hvað sem er. Það verður að hafa það þó ég viti að það verði erfið fyrstu skrefin í fyrstu æfingunni. Það verður bara að hafa það þó ég verði grenjandi af sykurfráhvarfseinkennum til að byrja með. Það verður bara að hafa það. Ég ætla ekki að verða feitari en ég er núna.
Mér er eiginlega drullusama þó ég sé í mótsögn við sjálfa mig og það sem ég hef sagt undanfarna mánuði. Ég finn bara þetta helvítis jafnvægi þegar ég er orðin mjó.
Af þessum ástæðum hef ég verið að hringsnúast um skoðanir mínar á þessu öllu saman í þó nokkurn tíma núna. Mér leið tvímælalaust betur í líkamanum fyrir 20 kílóum síðan en ég var þá líka heltekin af hugsunum um mat. Á hinn bóginn er ég enn heltekin af hugsunum um mat og er þessvegna svo sem engu betur sett. Ég var að verða geðveik af því að lifa eftir einhverjum reglum og af öllum upplýsingunum sem stangast hver á við aðra. Reglulaus er ég reyndar alveg jafn týnd.
Að vissu leyti er ég enn ákveðin í að halda áfram leytinni að jafnvæginu, þessu sem segir að ég sé hamingjusöm í hvaða líkama sem er, þessu sem segir að það sé ekki hægt að leggja mat á virði mitt sem manneskju eftir því hvort ég borði snickers eða spergilkál, þessu sem segir að það sé gott að hreyfa sig og að það sé líka gott að slaka á. En jafnhendis þessari leit minni að jafnvæginu er orðið nokkuð ljóst að ég þarf á reglunum að halda.
Það var ósköp notalegt í sumarfríinu. Tvær vikur á Spáni þar sem ég fékk mér croissant í morgunmat, bjór í hádeginu og patatas bravas í kvöldmat með rauðvíninu. Ég er líka búin að ná mér upp í 105 kíló. 5 kíló í plús við töluna sem ég sór að myndi aldrei sjást aftur. Og enn er ég full af þversögnum; um leið og ég belja um að vigtin segi ekki neitt til um manngæði fæ ég hland fyrir hjartað við að sjá töluna. En ég er líka uppfull af eldmóð að ná þessu af mér aftur. Það er gott og blessað að vera sáttur í eigin líkama, og göfugt markmið, en það er líka ekkert að því að vilja vera léttari.
Það verður að hafa það þó ég kalli þetta megrun. Eða lífstíl. Eða hvað sem er. Það verður að hafa það þó ég viti að það verði erfið fyrstu skrefin í fyrstu æfingunni. Það verður bara að hafa það þó ég verði grenjandi af sykurfráhvarfseinkennum til að byrja með. Það verður bara að hafa það. Ég ætla ekki að verða feitari en ég er núna.
Mér er eiginlega drullusama þó ég sé í mótsögn við sjálfa mig og það sem ég hef sagt undanfarna mánuði. Ég finn bara þetta helvítis jafnvægi þegar ég er orðin mjó.
föstudagur, 2. ágúst 2013
Ég er komin í frí. Í fyrsta sinn í áraraðir þar sem ég er bara í fríi og þarf ekki að vera með samviskubit yfir neinu. Ég er búin með námið, skilaði öllu af mér tipp topp í vinnunni og við eigum fyrir því að fara bara í frí. Og í fyrsta sinn í áraraðir ætla ég bara að vera í fríi. Geri ráð fyrir að hafa breyst í smjörpoll að tveimur vikum liðnum. Og er það vel, Spánn bíður í ofvæni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)