Ég er samt ekki alveg með á hreinu hvað það er sem fokkast svona upp hjá mér. Ég held alveg rútínunni við að fara í ræktina. Það er reyndar smávegis skrýtið af því að ég hélt að það að hafa nógan tíma myndi þýða betri æfingu. En það virðist sem svo að meiri tími þýði bara meira lall þannig að mér finnst ég ekki vera að taka neitt sérstaklega mikið á. Svo erum við búin að labba heilmikið en kannski ekki jafnmikið og ég labba svona í daglega lífinu. Maturinn er svo búinn að vera fínn fyrir utan Páskasunnudag og mánudag þegar ég graðgaði í mig súkkulaði og lambalæri. Samt ekki alveg nógu fínn. Ég fæ mér fallegan morgunmat, elda svo fallegt pasta í hádeginu og bý til indverskan eða hollan KFC í kvöldmat. En magnið fer eitthvað úr skorðum, ég næ ekki að drekka vatn eins og ég geri í rútínunni og svo eru molar af afgangs súkkulaði á stangli sem lenda einhvern vegin upp í mér. Ekkert af þessu er alvarlegt, ekkert af þessu er binge hegðun, ekkert af þessu er eitthvað sem ég hef áhyggjur af að haldist við þegar fríi lýkur. En ég get samt ekki alveg ákveðið hvort ég sé nett pirruð að geta ekki farið í frí án þess að þyngjast eða hvort ég yppi bara öxlum og segi að svona sé þetta hjá náttúrulega grönnu fólki líka og að ég sé alveg eðlileg.
Nei, ég hugsa að ég yppi bara öxlum og segi boh eins og franskur vörubílstjóri. Þetta er alveg eðlilegt og rútínan tekur við aftur áður en ég veit af.
Ég er svo líka búin að arransera einkaþjálfara. Annar strákanna sem voru með lyftinganámskeiðið er líka með einkatíma og ég ætla að hitta hann einu sinni í mánuði. Ég hugsa að það sé alveg nóg, ég þarf ekki að hitta hann í hverri viku, en það verður svakalega fínt að hafa atvinnumann til að halda manni við efnið, passa formið og til að koma mér í gegnum stöðnunartímabil. Ég virðist nefnilega alltaf komast visst langt í þessu en svo gerist eitthvað og ég þyngist aftur um milljón tonn og þarf að byrja upp á nýtt. Ég bara nenni því ekki aftur. Svona frí tímabil eru eitthvað sem koma alltaf til með að gerast í lífinu og ég díla bara við setbakkið. En ég þarf líka að díla við ´það sem eftir er´ og ég sé það að hafa Matt í mínu horni sem einn þáttinn í að koma mér yfir næstu hraðahindrunina.