þriðjudagur, 29. apríl 2003
mánudagur, 28. apríl 2003
Jæja, þá er ég loksins komin aftur til vinnu eftir fyrst yndilsegt páskfrí og svo ferleg veikindi. Ég er hálfniðurdregin og er að láta mér detta í hug hormónavesen sem útskýringu. Ég neita að viðurkenna að ég sé tárvot allan daginn bara vegna þess að ég sakni Dave svo mikið. Nei, þetta hlýtur að vera bumbubúa að kenna.
Grannskoðaði mig alla í gær í leit að verksummerkjum um óléttu en finn því miður engin. Ég get ekki beðið eftir að maginn verði útstæður (ókei útstæðari!) og að fólk horfi á mig og viti að ég sé ófrísk. Mér finnst þetta svo æðilsega gaman. Fann reyndar einn löst; ég virðist vera búin að þróa upp ómætlstæðilega löngun í Lucky Charms. Get vart um annað hugsað. Mér finnst reyndar óréttlátt að skella skuldinni á óléttuna, ég man ekki betur en að mér hafi alltaf fundist Lucky Charms alveg ógeðslega gott.
Grannskoðaði mig alla í gær í leit að verksummerkjum um óléttu en finn því miður engin. Ég get ekki beðið eftir að maginn verði útstæður (ókei útstæðari!) og að fólk horfi á mig og viti að ég sé ófrísk. Mér finnst þetta svo æðilsega gaman. Fann reyndar einn löst; ég virðist vera búin að þróa upp ómætlstæðilega löngun í Lucky Charms. Get vart um annað hugsað. Mér finnst reyndar óréttlátt að skella skuldinni á óléttuna, ég man ekki betur en að mér hafi alltaf fundist Lucky Charms alveg ógeðslega gott.
föstudagur, 11. apríl 2003
Þá er þessu að ljúka. Ég og Belgarnir förum suður í dag. Við héldum lokasýninguna í gær og eftir taugaáfall, stress og vonskuköst tókst hún alveg ljómandi vel. Hún kom reyndar alveg ljomandi vel út og foreldrar og stjórnendur i skólanum voru eiginlega alveg hissa á vinnunni sem hafði farið í þetta. Ég held að foreldrar haldi oft að við séum bara eitthvað að djóka hérna í skólanum. Það gera sér fáir grein fyrir vinnunni sem fer í verkefni sem þessi, sér í lagi þegar þau eru svona aukalega. Adda á skrifstofunni spurði Eyjólf hvort við Steina fengum í alvörunni ekki eitthvað greitt fyrir þetta og hann sagðist eiga eftir að ákveða það. Ég held nú samt að eftir að hann sá sýningurna þá hafi hann loks gert sér grein fyrir því hverskonar vinnu við erum búnar að leggja í þetta og jafnframt kenna fulla kennslu.
Karlotta lætur vel vita af sér. Ég ætti ekki að telja það eftir mér að vinna svona 18 tíma vinnudag í tvær vikur, sér í lagi þar sem ég vissi að páskafrí og Dave biðu við endann. En ef ég er ekki sofnuð um 10 leytið þá kvartar hún kröftuglega. Ég er útkeyrð og vona að hún sé ekki of stressuð. Mér datt nú reyndar í hug að ef hún finnur fyrir því þegar ég syndi og hreyfi mig og fær sama endorfín kikk og ég þá ætti hún nú eiginlega að vera komin með alvarlega vöðvabólgu núna. Pabbi hennar verður að vera extra ljúfur við okkur mæðgurnar til að við slökum vel á. Og getum skrifað góða ritgerð. (Blaaarghh!!)
Gleðilega páska.
Karlotta lætur vel vita af sér. Ég ætti ekki að telja það eftir mér að vinna svona 18 tíma vinnudag í tvær vikur, sér í lagi þar sem ég vissi að páskafrí og Dave biðu við endann. En ef ég er ekki sofnuð um 10 leytið þá kvartar hún kröftuglega. Ég er útkeyrð og vona að hún sé ekki of stressuð. Mér datt nú reyndar í hug að ef hún finnur fyrir því þegar ég syndi og hreyfi mig og fær sama endorfín kikk og ég þá ætti hún nú eiginlega að vera komin með alvarlega vöðvabólgu núna. Pabbi hennar verður að vera extra ljúfur við okkur mæðgurnar til að við slökum vel á. Og getum skrifað góða ritgerð. (Blaaarghh!!)
Gleðilega páska.
fimmtudagur, 10. apríl 2003
Ég fór til ljósmóður í mæðraskoðun í fyrsta sinn í gær. Það var frábært. Hún gaf mér allskonar bækur og bæklinga og myndir og ég æstist öll upp við að frétta það að maður á að telja frá egglosi sem þýðir að ég er komin rétt um 12 vikur á leið, ekki 10 eins og ég hélt. 12 vikur, það er þriðjungur tímabilsins. Hún sagði að u.þ.b. frá og með næstu viku ætti ég að hætta að vera svona þreytt og vonandi að tilfinningasveiflurnar fari að jafna sig. Barnið er orðið nokkuð manneskjulegt, ég fékk allskonar myndir af þróuninni og það sem er búið að gerast á síðustu vikum er með ólíkindum. Það er ekki nema von að ég sé svona þreytt. Það er allt tilbúið, nú eiga bara augu, tennur og ytri kynfæri eftir að þróast. Allt annað er komið, það er bara ógnarsmátt. Ég get engan vegin þagað yfir þessu. Ég er svo glöð að ég vil að allir viti þetta og gleðjist með mér. Enda er ég komin yfir hættulegast tímabilið núna. Þannig að það er kannski í lagi að fara að kjafta (meira) frá.
Ljósmóðirin vildi senda mig í eitthvað sem heitir NT mæling. Þá er hnakkaþykkt barnsins mæld og út frá því er hægt að sjá hvort eitthvað sé að barninu. Því miður þá er einungis hægt að gera þetta á einhverjum nokkrum dögum í meðgönguferlinu og ég verð akkúrat úti á meðan á því stendur. Ég vil náttúrulega gera allt sem hægt er en hún sagði að þetta væri kannski ekki það allra mikilvægasta. Ég á svo að fara til hennar aftur 30. apríl og þá getum við pantað tíma í 19 vikna sónar. Ég næ að fara í hann áður en ég fer út. Svo verð ég bara að fara aftur úti svo að Dave geti fengið að sjá líka. Hann er nú svo spenntur yfir þessu.
Ég sit hérna í enskutíma og það eina sem ég get hugsað er “dagurinn í dag og svo er þetta eiginlega búið.” Ekki á morgun heldur hinn verðum við aftur saman. Ég get ekki verið án hans mikið lengur. Þetta er óbærilegt, sérstaklega þegar svona á stendur.
Ljósmóðirin vildi senda mig í eitthvað sem heitir NT mæling. Þá er hnakkaþykkt barnsins mæld og út frá því er hægt að sjá hvort eitthvað sé að barninu. Því miður þá er einungis hægt að gera þetta á einhverjum nokkrum dögum í meðgönguferlinu og ég verð akkúrat úti á meðan á því stendur. Ég vil náttúrulega gera allt sem hægt er en hún sagði að þetta væri kannski ekki það allra mikilvægasta. Ég á svo að fara til hennar aftur 30. apríl og þá getum við pantað tíma í 19 vikna sónar. Ég næ að fara í hann áður en ég fer út. Svo verð ég bara að fara aftur úti svo að Dave geti fengið að sjá líka. Hann er nú svo spenntur yfir þessu.
Ég sit hérna í enskutíma og það eina sem ég get hugsað er “dagurinn í dag og svo er þetta eiginlega búið.” Ekki á morgun heldur hinn verðum við aftur saman. Ég get ekki verið án hans mikið lengur. Þetta er óbærilegt, sérstaklega þegar svona á stendur.
miðvikudagur, 9. apríl 2003
Miðvikudagur. Og hann er svo rétt sem að verða búin. Ég á nefnilega bara eftir eitt verkefni með belgum í dag. Ég er alveg að sofna núna. Við vorum að til að verða hálftólf í gærkveldi og þegar ég kom heim þá horfði ég á Survivor, enda hafði ég misst af honum á mánudagskvöld. Mér finnst þetta ástand af stressi og leiðindum ekki vera hægt akkúrat núna. Ég las það að barnið finnur fyrir skapi móðurinnar og verður stressað ef hún er stressuð og ánægt ef hún er ánægð o.s.frv. Ég er alltaf að reyna að róa mig niður en það er bara ekki að gera sig. Ég á örugglega ekkert eftir að vera skemmtileg við Dave, sofa og skrifa ritgerð þess á milli. Gildir einu, hann agðirst bara vera ánægður ef ég væri nælægt, skiptir ekki máli hvað ég sé að gera. Fallegt ekki satt?
Og nú, fyrsta mæðraskoðunin!!
Og nú, fyrsta mæðraskoðunin!!
þriðjudagur, 8. apríl 2003
Nú er mér allri lokið. Hversu fegin er ég að barnið mitt verður ekki Íslendingur? Ég eignast kurteisan og vel upp alinn Breta, guði sé lof! Ég segist vera búin að fá nóg af Belgunum, en það er ekki það sem ég meina. Nei, ég er búin að fá nóg af íslensku krökkunum. Frekjan, dónaskapurinn, tilætlunarsemin og yfirgengileg ókurteisin er að fara með mig. Það er ekki við þau ræðandi. Þau fengu ókeypis ferð til útlanda og nenna nú ekki fyrir sitt litla líf að gera nokkurn skapaðan hlut til að gera dvöl Belganna skemmtilega og áhugaverða. Ég er kannski á einhverju hormónaflippi núna og ekki mikill bógur en eftir stutt spjall við eina af íslensku stúlkunum fór ég nú bara inn á klósett og grenjaði. Dónaskapurinn og frekjan er svo ógeðsleg að ég bara get ekki dílað við þetta. Ég sagði líka við Steinu að ég væri búin að fá nóg og héðan í frá þyrfti hún að sjá um samskipti við Íslendingana, ég skildi sjá um Belgana. Ég vona bara að Karlotta bíði engan skaða af þessu rússibanatílfinningum.
mánudagur, 7. apríl 2003
Ég verð nú bara að segja að ég er eiginlega búin að fá nóg af þessari Belgaheimsókn. Þetta er bara of mikið vesen fyrir svona kúrikisu eins og mig. Ég haf bara um allt of mikið annað að hugsa og annað að gera en að vera að standa í þessari vitleysu. Munurinn á því hvernig hlutirnir eru framkvæmdir eru svo gífurlegir, menningarmunurinn svo mikill að það maður er úrvinda eftir hvert sessjón þar sem samskipti þarf að hafa við þau. Það eina sem ég vil gera núna er að klára þessa vikur í rólegheitum og fara svo til Dave. Við töluðum aðeins saman í símann í gær og hann er orðinn langþreyttur á að bíða eftir mér þessi elska. Þetta er náttúrulega kannski jafnvel erfiðara fyrir hann, ég er náttúrulega með Karlottu hérna hjá mér, hann er bara aleinn í Wales. Og ég veit ekki lengur með þetta að tíminn líði hratt. Hann hægir stöðugt á sér, þrátt fyrir allt þetta sem þarf að gera. Núna eru tvo verkefni eftir í dag, og þá get ég talið; þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur. 4 dagar...þetta hlýtur allt að gerast.
Ég er dauðhrædd um að gleyma að mæta í mæðraskoðun á miðvikudaginn. Eins og ég hlakka nú til þess, að fá það sem ég einhvernvegin sé fyrir mér sem nánari upplýsingar og...æji ég veit ekki...leyfi til að tala um allt það sem ég er að hugsa? Eitthvað þannig.
Það er voða skrýtið hversu misjöfn líðanin er svona dag frá degi. Stundum finnst mér eins og ég sé kasólétt, stundum finnst mér eins og hún hafi bara hreinlega skroppið eitthvað án þess að láta mig vita, ég finn ekki fyrir neinu. Enn er ég eins hraust og hugsast getur, ég bara þarf mikinn svefn. Og ég er náttúrulega hæst ánægð með þá afsökun að geta ekki verið á einhverju göltri frameftir. Og guði sé lof að Machteld er kvöldsvæf.
Ég er dauðhrædd um að gleyma að mæta í mæðraskoðun á miðvikudaginn. Eins og ég hlakka nú til þess, að fá það sem ég einhvernvegin sé fyrir mér sem nánari upplýsingar og...æji ég veit ekki...leyfi til að tala um allt það sem ég er að hugsa? Eitthvað þannig.
Það er voða skrýtið hversu misjöfn líðanin er svona dag frá degi. Stundum finnst mér eins og ég sé kasólétt, stundum finnst mér eins og hún hafi bara hreinlega skroppið eitthvað án þess að láta mig vita, ég finn ekki fyrir neinu. Enn er ég eins hraust og hugsast getur, ég bara þarf mikinn svefn. Og ég er náttúrulega hæst ánægð með þá afsökun að geta ekki verið á einhverju göltri frameftir. Og guði sé lof að Machteld er kvöldsvæf.
laugardagur, 5. apríl 2003
Jæja nú er bara vika í að ég fái að knúsa manninn minn. Tíminn líður rosalega hratt akkúrat núna, það er í fyrsta sinn í dag sem ég og Machteld slöppum af. Hún snéri á sér ökklann og vill bara taka því rólega í dag. Sem hentar mér alveg ljómandi vel því ég get þá líka tekið því rólega og horft á sjónvarp vikunnar.
Við fórum út í gærkvöldi á "Dinner og Sjóv" sem var mjög gaman, nema að mér leið alveg svakalega ólétt. Ég sá svo á netinu að ég á að vera að tapa mittinu og líða "búttuð" um þessar mundir. Ég er náttúrulega komin á þriðja mánuð. Við sátum heillengi í pottinum og Machteld sagði mér frá meðgöngu og fæðingu stelpnanna sinn a þriggja. Mikið finnst mér gaman að hlusta á svona sögur, það er af sem áður var.
Við fórum út í gærkvöldi á "Dinner og Sjóv" sem var mjög gaman, nema að mér leið alveg svakalega ólétt. Ég sá svo á netinu að ég á að vera að tapa mittinu og líða "búttuð" um þessar mundir. Ég er náttúrulega komin á þriðja mánuð. Við sátum heillengi í pottinum og Machteld sagði mér frá meðgöngu og fæðingu stelpnanna sinn a þriggja. Mikið finnst mér gaman að hlusta á svona sögur, það er af sem áður var.
fimmtudagur, 3. apríl 2003
Í morgun fór ég í langan göngutúr með útlendingana. Ég er ekkert búin að fara í sund núna í þessari viku en er einmitt mjög mikið að ganga með þeim. Ég var orðin vel þreytt eftir tvo tíma, enda með rokið í fangið allan tímann og sól í augun svo maður var píreygur og það er dálítið erfitt. Ég veit ekki hvort að það er bara stress í mér en á leiðinni heim, fann ég örlitla stingi í kviðnum svona einsog Karlotta væri að segja mér að slaka að eins á. Ég verð náttúrlega mjög þreytt í hnjánum líka. Ég verð greinilega að koma mér í betra form. Ég er svo hrædd um að vera ekki hraust á meðan á meðgöngunni stendur. Og það er mér afskaplega mikilvægt. Að vera glansandi hraust með bumbuna út í loftið.
Ég get ekki beðið eftir að næsta vika líði. Losna við útlendingana og komast svo til Dave. Ég er ekkert búin að hitta hann síðan við bjuggum Karlottu til. Hann er ofboðslega ánægður með þetta en ég verð að fá að sjá andlitið á honum þegar við ræðum þetta allt saman. Við þurfum náttúrulega að arransera ýmsu.
Ég sendi aðra beiðni um réttláta málsmeðferð til Tryggingastofnunar í gær. Ég gleymdi að taka fram að ég er náttúruleg í námi núna ásamt því að vera að vinna. Mér sýnist samt að þeir geti neita að greiða mér réttláta upphæð vegna þess að ég útskrifast! Kerfið er svo óréttlátt að það er varla hægt að tala um þetta ógrátandi.
Ég get ekki beðið eftir að næsta vika líði. Losna við útlendingana og komast svo til Dave. Ég er ekkert búin að hitta hann síðan við bjuggum Karlottu til. Hann er ofboðslega ánægður með þetta en ég verð að fá að sjá andlitið á honum þegar við ræðum þetta allt saman. Við þurfum náttúrulega að arransera ýmsu.
Ég sendi aðra beiðni um réttláta málsmeðferð til Tryggingastofnunar í gær. Ég gleymdi að taka fram að ég er náttúruleg í námi núna ásamt því að vera að vinna. Mér sýnist samt að þeir geti neita að greiða mér réttláta upphæð vegna þess að ég útskrifast! Kerfið er svo óréttlátt að það er varla hægt að tala um þetta ógrátandi.
miðvikudagur, 2. apríl 2003
Ég er ófrísk. Komin 9 vikur á leið og er svona ofboðslega ánægð með það. Mig grunaði aldrei að það væri eitthvað sem ég vildi,ég tala nú ekki um þegar ég hugsa til þess hversu stutt samband pabbans og mín hefur staðið stutt yfir. Ég er þó fullviss þess að ég elski hann og við erum bæði orðin fullorðin og tilbúin í þetta. Ég myndaði strax tengsl við barnið sem ég ber. Mér finnst endilega eins og þetta sé stelpa og kalla hana núna Karlottu. Ég er búin að fara í eina skoðun og þetta lítur enn allt vel út. Ég hef aldrei verið jafn hruast og núna, það eina sem hrjáir mig er kvöldsvæfa. Ég syndi á morgnana, fer út að ganga og reyni að borða hollan og góðan mat. Allt fyrir barnið mitt. Ég hlakka til að fara í næstu skoðun núna á miðvikudaginn. Þá verð ég vigtuð og mæld og fæ svona nánari fyrirmæli. Allt í öllu er þetta yndisleg og ég lifi nýju lífi í bókstaflegri merkingu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)