Fasteignasali hringdi áðan og sagði að Mr. powell, eigandi hússins, vildi fá 76.000 pund fyrir slotið. Ekkert mál sagði ég, sold! Hann sagðist myndu bera Mr. Powell fréttirnar en hefur svo ekki hringt aftur eftir það. Var ég að kaupa hús? Ég er bara ekki frá því.
fimmtudagur, 29. júlí 2004
miðvikudagur, 28. júlí 2004
Þrátt fyrir sólarleysi var frekar heitt og mollulegt í dag. Grænmetissalinn sem ég labba framhjá á leið úr vinnu hafði stillt upp melónum og ýmsu öðru góðgæti úti á götu og í hitanum magnaðist lyktin af ávöxztunum upp og lá yfir allri götunni. Ilmurinn minnti mig á Lignano á Ítalíu þar sem ég, ellefu ára gömul, varð ástfangin af ávaxtasala, Luciano nokkrum, einum 16 árum eldri en ég. Ég hef greinilega alltaf verið fyrir útlendinga.
Ég hringdi svo aftur í fasteignasalann í dag, með tilboð í húsið sem honum leist greinilega betur á en tilboðið sem ég gerði um daginn. Í þetta sinnið ætlar hann að fara með tilboðið til húseigandans og sjá hvað gerist. Vegna þess að sá er ekki heima sem stendur gæti tekið nokkra daga að fá viðbrögð. Vonandi er hann æstur í að selja og lætur okkur bara fá húsið. Og þá verða allir að koma í veggfóðurstripp og málning!
Ég hringdi svo aftur í fasteignasalann í dag, með tilboð í húsið sem honum leist greinilega betur á en tilboðið sem ég gerði um daginn. Í þetta sinnið ætlar hann að fara með tilboðið til húseigandans og sjá hvað gerist. Vegna þess að sá er ekki heima sem stendur gæti tekið nokkra daga að fá viðbrögð. Vonandi er hann æstur í að selja og lætur okkur bara fá húsið. Og þá verða allir að koma í veggfóðurstripp og málning!
fimmtudagur, 22. júlí 2004
Við fundum hús í dag sem okkur leist mjög vel á og ætlum að gera tilboð í í fyrramál. Svo er abra að sjá hvað eigandinn segir. Við ætlum að slá verulega af því enda þarf að rífa upp gólfefni og veggfóður og mála og parketleggja, og vonandi tekur eigandinn því vel. Hann gerir þá bara gagntilboð. Þetta er í það minnsta mjög spennandi. Og strekkjandi.
Húsið er svo nýkomið á markaðinn að því miður er það ekki enn komið á netið annars hefði ég linkað á það. Það er voðalega breskt, eitt í langri röð múrsteinshúsa, en útidyrahurðin einstök. Stofa, borðastofa og eldhús og tvö góð svefnherbergi uppi. Verst bara með þessa teppa- og veggfóðursáráttu hjá bretum. Ekkert sem ekki má breyta svo sem.
Ég er að rembast við að vera ekki of spennt, ef maður er of spenntur þá gerist eitthvað til að valda manni vonbrigðum. Og svo er ég náttúrulega líka allt of óþolinmóð, ég vil bara að hlutirnir gerist núna.
Voðalega verð ég alltíeinu þreytt núna. Verð bara að fara að sofa.
Húsið er svo nýkomið á markaðinn að því miður er það ekki enn komið á netið annars hefði ég linkað á það. Það er voðalega breskt, eitt í langri röð múrsteinshúsa, en útidyrahurðin einstök. Stofa, borðastofa og eldhús og tvö góð svefnherbergi uppi. Verst bara með þessa teppa- og veggfóðursáráttu hjá bretum. Ekkert sem ekki má breyta svo sem.
Ég er að rembast við að vera ekki of spennt, ef maður er of spenntur þá gerist eitthvað til að valda manni vonbrigðum. Og svo er ég náttúrulega líka allt of óþolinmóð, ég vil bara að hlutirnir gerist núna.
Voðalega verð ég alltíeinu þreytt núna. Verð bara að fara að sofa.
laugardagur, 17. júlí 2004
fimmtudagur, 15. júlí 2004
doktor gunni segir ljótt um Þorlákshöfn á blogginu sínu. Ég er bara sár. Og hver er þessi lufsa sem hann er giftur og hvenær bjó hún í eðalplássinu mínu?
mánudagur, 12. júlí 2004
Lúkas er núna komin með tönn í efri góm líka. Hann er svo fínn þegar hann brosir, með tvær niðri og eina uppi. Mér finnst hann vera svo klár og sniðugur en hef í raun ekkert fyrir mér í því, hann er bara eitthvað svo gáfulegur á svipinn. Hann gerir ekkert svo sem til að verðskulda gáfumannastimpilinn. Hann segir reyndar mamma og meinar það. Það er ekki bara eitthvað babl. Það er nú dálítið gáfulegt. En ekki hreyfir hann sig. ekki spönn frá rassi. Hann bara situr og teygir sig í það sem hann vantar. Hann stendur líka upp við húsgögn en reisir sig ekki sjálfur, ég þarf að gera það fyrir hann. Hann á að mæta í 8 mánaða skoðunina sína á fimmtudaginn og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.
Ég er aðeins að venjast sjónfræðingnum, mér finnst hann enn jafn glataður en er svona farin að "take him with að pinch of salt" eins og þeir segja hér. Ég er líka búin að fatta afhverju mér líkar ekki við hann; hann er aumingji, svona ræfill sem felur ræfilsháttinn á bakvið hroka í garð þeirra sem hann heldur að séu af lægri stétt en hann. Algjer lúser. Ég nenni ekki einu sinni að eyða orku í að láta hann fara í taugarnar á mér, ég hef annað og betra að gera. En við alla aðra samtarfsmenn mína líkar mér afskaplega vel, og þá sérstaklega Cörlu og Charlotte. Er það ekki fyndið? Karla og Karlotta! Það er greinilega eitthvað við karla-nafnið sem ég sæki í.
Ég er aðeins að venjast sjónfræðingnum, mér finnst hann enn jafn glataður en er svona farin að "take him with að pinch of salt" eins og þeir segja hér. Ég er líka búin að fatta afhverju mér líkar ekki við hann; hann er aumingji, svona ræfill sem felur ræfilsháttinn á bakvið hroka í garð þeirra sem hann heldur að séu af lægri stétt en hann. Algjer lúser. Ég nenni ekki einu sinni að eyða orku í að láta hann fara í taugarnar á mér, ég hef annað og betra að gera. En við alla aðra samtarfsmenn mína líkar mér afskaplega vel, og þá sérstaklega Cörlu og Charlotte. Er það ekki fyndið? Karla og Karlotta! Það er greinilega eitthvað við karla-nafnið sem ég sæki í.
fimmtudagur, 8. júlí 2004
Bretar bara kunna ekki að byggja hús. Við erum núna búin að skoða 3 og þau hafa verið hvert öðru ógeðslegra. Mér er svosem sama þó ég kaupi skítugt hús, ég get jú alltaf þrifið, en það sama gildir ekki um hús þar sem svefnherbergin eru svo lítil að þú kemur ekki fyrir rúmi. Eða þar sem eldhúsið er innan af klósettinu. Eða þar sem að rakaskemmdirnar eru svo miklar að manni verður óglatt af því að ganga um húsið. Eða að hvergi í húsinu sé pláss fyrir eldhúsborð og maður yrði að borða af hnjánum. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Hversvegna ekki bara að byggja hús þar sem venjulegt fólk getur búið? Ég er oft undrandi og/eða hneyksluð á ýmsu sem þeir taka sér fyrir hendur hérna en þetta tekur út fyrir allan þjófabálk. Verst er að þó við ættum pening fyrir nýju húsi þá eru þau alveg jafnasnalega byggð. Það er bara ekki sami standardinn hérna og heima og ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því að beygja mig niður á þeirra level. Mig langar til að gubba. Og svo er líka skítaveður hérna. Þetta er nú meira ruglið.
laugardagur, 3. júlí 2004
Það er enn jafn gaman í vinnunni, ég er alltaf að kynnast kellingunum betur og líkar vel við þær allar. Ég er reyndar ekkert svakalega hrifin af optikernum sjálfum en mér skildist á hinum stelpunum að hann væri ekkert svaðalega vinsæll þannig að það er ókei. Ég þarf heldur ekki að vera í appelsínugula búningnum. Það er akkúrat verið að skipta yfir í bláa dragt með ljósblárri skyrtu, hlutlaust og fínt, og ég fæ bara svoleiðis búðing. Fínt, því þá þarf mar ekki alltaf að vera að velta fyrir sér í hverju maður á að fara í á morgun.
Ég er enn ekki búin að finna rytmann á þessu öllu saman og skil ekkert í því hvernig maður fer að þessu. Ég er eiginlega of þreytt þegar ég er komin heim klukkan 6 til að elda eitthvað almennilegt og ekki nenni ég að ryksuga þá. Hvenær er það eiginlega gert? Ég á bara einn dag í frí í einu og tími einhvernveginn ekki að ryksuga þá. Ég býst nú samt við að svoleiðis verði það. ákveða kvöldi áður hvað á að vera í matinn til að taka úr frysti í tíma og svoleiðis. Voðalegt er þetta allt saman.
Ég er enn ekki búin að finna rytmann á þessu öllu saman og skil ekkert í því hvernig maður fer að þessu. Ég er eiginlega of þreytt þegar ég er komin heim klukkan 6 til að elda eitthvað almennilegt og ekki nenni ég að ryksuga þá. Hvenær er það eiginlega gert? Ég á bara einn dag í frí í einu og tími einhvernveginn ekki að ryksuga þá. Ég býst nú samt við að svoleiðis verði það. ákveða kvöldi áður hvað á að vera í matinn til að taka úr frysti í tíma og svoleiðis. Voðalegt er þetta allt saman.
fimmtudagur, 1. júlí 2004
Í viðtalinu á þriðjudaginn fattaði ég að ég væri ekki hæf til að verða félagsráðgjafi. Í viðtalinu voru sett upp ýmsar ímyndaðar aðstæður og ég átti að segja hvernig ég myndi bregðast við. Til dæmis ef 14 ára gömul stúlka segði mér að til að fá pening fyrir eiturlyfjum þá seldi hún sig. Ég svaraði spurningunni ágætlega en ég fann það og vissi að ég var bara að bulla. Ég myndi fara að gráta ef stúlkan leitaði til mín. Ég myndi ekki getað höndlað það. Ég vil ekki vita hvað við búum í vondum heimi og hvað þetta er allt ömurlegt fyrir marga. Mig langar til að hjálpa en ég verð að fá að gera það með einhverjum öðrum hætti en að vinna á áfangaheimili fyrir misnotaða unglinga. Og þetta kom mér á óvart. Ég veit ekki alveg lengur hvað ég var að hugsa þegar ég sagðist ætla að fá master í "social work". Ég held að ef svo færi þá myndi ég vilja vinna á einhverju stjórnunarstigi. En hitt kom mér svo meira á óvart og það er hvað ég skemmti mér vel í vinnunni. Það kemur bara í ljós að vinnan er mikil áskorun, það er margt að læra og ég held að ég geti gert þetta vel og haft gaman að. Ég sá allt í einu fyrir mér að það væri ekkert framandi að stefna að því að gera þetta vel og vinna þannig markvisst að því að verð allsráðandi í verlsuninni. Það eina er að ég get ekki hugsað mér að hætta að læra. Það er of djúpsett í mig að BA sé ekki nóg, að ég verði að fá Master. Kannski að ég hnýti saman vinnu og nám og skoði einhverskonar business studies? hver veit. Ég veit það eitt að enn einu sinni tókst tilverunni að snúa sér á hvolf og nú eru allar dyr opnar enn á ný. Mikið er þetta gaman allt saman. Og ef einhver er að hugsa að ég geti ekki farið í bisness af því að ég fékk bara einn og hálfan í stúdenstprófi í stærðfræði þá fékk ég 10 í stærðfræðiðprófinu sem ég tók í atvinnuviðtalinu fyrir starfið. Ég er sumsé ekki jafn vitlaus og fyrst leit út fyrir!
Og fleiri skemmtilegar fréttir, við fengum já frá bankanum í dag, við megum fara að skoða hús og kaupa þegar við finnum það sem hentar. Innan vissra marka en samt, nóg fyrir okkur þrjú. Við fáum 100% lán vegna þess að ég er nýútskrifuð úr háskóla og hér er mikið lagt upp úr að aðstoða námsmenn. Það var þá að það borgaði sig þessi gráða. Ekki sama sagan á Íslandi þar sem LÍN mergsýgur námsmenn þannig að enginn kemst heill út úr námi. (Lín er svín ef ég man slagorðið rétt.) Við skoðuðum svona hvað er í boði af húsum og erum að fara að skoða það fyrsta á sunnudaginn. Hér þarf maður að panta tíma og fasteignasalinn sýnir húsið en eigendurnir eru ekki heima á meðan. Er þetta ekki spennandi allt saman?
Og fleiri skemmtilegar fréttir, við fengum já frá bankanum í dag, við megum fara að skoða hús og kaupa þegar við finnum það sem hentar. Innan vissra marka en samt, nóg fyrir okkur þrjú. Við fáum 100% lán vegna þess að ég er nýútskrifuð úr háskóla og hér er mikið lagt upp úr að aðstoða námsmenn. Það var þá að það borgaði sig þessi gráða. Ekki sama sagan á Íslandi þar sem LÍN mergsýgur námsmenn þannig að enginn kemst heill út úr námi. (Lín er svín ef ég man slagorðið rétt.) Við skoðuðum svona hvað er í boði af húsum og erum að fara að skoða það fyrsta á sunnudaginn. Hér þarf maður að panta tíma og fasteignasalinn sýnir húsið en eigendurnir eru ekki heima á meðan. Er þetta ekki spennandi allt saman?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)