sunnudagur, 30. mars 2008
þriðjudagur, 25. mars 2008
mánudagur, 24. mars 2008
miðvikudagur, 19. mars 2008
Og þessi saga mamma, var bara fyrir þig. Múss.
mánudagur, 17. mars 2008
laugardagur, 15. mars 2008
Á sömu nótum ríkir mikil gleði hér á heimilinu. Ég keypti fyrir nokkru síðan tvær bókahillur frá IKEA og lét senda mér hingað heim. Húsið mitt er agnarsmátt og í sárri þörf fyrir geymslupláss og ég var svona líka ánægð þegar ég fann loksins þessa skápa sem pössuðu eins og sniðnir í eitt hentugt horn. Ég fékk þá semsé senda hingað heim eftir smá vesen við að finna dag sem hentaði mér og IKEA. Svo upphófst uppsetning. Ég hafði mælt plássið upp á millimetra, lengd, breidd og hæð. En hafði ekki gert mér grein fyrir að eftir að hafa sett þá saman á hliðinni hafði ég ekki lofthæð til að reisa þá aftur við. Ég endurskipulagði stofuna til að athuga hvort þeir kæmust fyrir þar inni en nei, það eina sem kom út úr því var að ég fann fjórar snúrur flæktar saman fyrir aftan sjónvarpið sem ekki voru tengdar í neitt. Smá tiltekt þar. Taka tvö næsta kvöld. Ég reif eina aftur niður og setti upp þar sem hún átti að standa. Snéri öllum hillum öfugt. Taka þrjú. Reif báðar aftur í sundur og setti saman þar sem þær áttu að standa. Sneri einni hillu öfugt en gefst upp. Fokkings IKEA! Ég hélt að þetta ætti að vera idjótprúf! Kemur í ljós að ég er ekki idjót og bara ræð ekki við þetta. Gefst upp og fer að sofa. Ég klára þetta svo loksins í gærkveldi og ég græt, græt af gleði, ég er loksins búin að þessu, og skáparnir smellpassa. Ef þú pírir augun gætirðu haldið að smiður hafi gert þetta. En ég fer aldrei aftur í IKEA.
þriðjudagur, 11. mars 2008
Því miður þá virðist Ysgol-Y-Rhos sem er skólinn hans Lúkasar ekki halda úti eigin heimasíðu, en það má nálgast upplýsingar um hann á heimasíðu Wrexham bæjar þar sem ég fann meðal annars þessa mynd úr skólanum hans, reyndar tekin fyrir nokkrum árum síðan. Foreldrar þessara barna og börnin sjálf munu hafa verið námuverkamenn og refsað harðlega ef þau reyndu að tala velsku. Á þessum árum var engin leið að komast áfram í lífinu ef velska var þitt fyrsta tungumál, hana töluðu bara fátæklingar. Svoleiðis tókst systematísk útrýming tungunnar nánast að afmá hana úr lifandi, daglegu lífi. Sem betur fer horfir nú til betri vegar og það hefur heldur betur orðið umskipti í hugum fólks. Nú er það "betra" fólk sem talar velsku og er merki um menntun og verður til betri stöðuveitinga innan opinbera geirans. Wales búar eru mjög skiptir í afstöðu sinni til enskra ólíkt því sem gerist í t.d. Skotlandi þar sem allir hata Englendinga. Sumir Walesverjar telja sig janfvel vera Breta, frekar en Walesbúa. Svo má reyndar líka finna fólk hérna sem viðurkennir að ef England spilaði fótbolta við 3. ríki Hitlers þá myndu þeir þurfa að halda með strákunum hans Hitlers einungis í þeirri von a enskir tapi! Skemmtilegt er svo frá að segja að Jones nafnið er vinsælasta eftirnafnið hér og í den tid voru menn kallaðir Jones og svo vinnuheitið. T.d. Jones the Barkeep, Jones the blacksmith, Jones the weaver, o.s.f.v. Í þessari hefð er hér í Wrexham hægt að biðja Jones the computer að koma og setja upp nettengingu.
Ég er alltaf að verða hrifnari af landi og þjóð, hér er óskaplega fallegt og skrafhreifnara fólk hef ég aldrei hitt, maður er allstaðar stoppaður til að spjalla, af fólki sem skv. íslenskri skilgreiningu væru ókunnugir. Hér er líka hæsta ratío af táningsþungunum í Evrópu, veit ég ekki hvort það er líka vegna þess hve fólkið er vingjarnlegt! Diolch y fawr a croeso y cymru.