þriðjudagur, 29. september 2009
mánudagur, 28. september 2009
föstudagur, 25. september 2009
fimmtudagur, 24. september 2009
mánudagur, 21. september 2009
sunnudagur, 20. september 2009
fimmtudagur, 17. september 2009
Mér er alltaf illt í hnénu. Alveg síðan ég fyrst slasaði mig 1993 og þrátt fyrir 3 mismunandi skurðaðgerðir þá er mér bara alltaf illt. Það er skárra eftir því sem ég verð léttari en engu að síður öðruhvoru misstíg ég mig (eða dansa á háum hælum í 4 klukkutíma!) og hnéð fer í klessu og ég get lítið sem ekkert æft á meðan ég bíð eftir að bólgan hjaðni. Síðan ég byrjaði að gæla við hugmyndina að labba Laugaveginn og svo upp úr því hvað ég þrái að fara út að hlaupa hefur hnéð verið að angra mig meira og meira. Ég hleyp hér heima í tölvunni en það er ekki sama hreyfingin og ef maður hleypur úti. Og í þau tvö skipti sem ég hef reynt að fara út meiði ég mig alveg svakalega. Ég ákvað því að fara til læknis til að tékka á hvað er hægt að gera. Og fékk góðar fréttir og slæmar. Læknirinn minn vill setja veggspjöld með myndum af mér útum allt. Hann er svo ánægður með mig. Honum finnst reyndar betra að ég sé hætt að reykja en er líka svona massa ánægður með megrunina. Ef allir gerðu þetta þá myndum við spara heilbrigðiskerfinu milljarða. Þannig að ég var ánægð með það. En hann bað mig um að sleppa hlaupum. Hvort ég gæti ekki haldið mig við líkamsrækt sem væri með minna "impact". Hann sagði að ég þyrfti að fara til sérfræðings til að láta líta á hnéð almennilega en hann hélt að það væri ekki mikið hægt að gera. Það er bara ónýtt. Þannig að það eina sem hjálpar núna er bara að halda áfram að létta sig, halda mig við lyftingarnar og vona svo að fyrr en síðar fái ég að fara út að hlaupa. Af því að ég ætla ekki að gefast upp á þeim draumi.
mánudagur, 14. september 2009
sunnudagur, 13. september 2009
Þessi helgi var gjörólík hinni síðustu en mikið yndisleg líka. Í þetta sinnið var bacardi-ið alveg látið vera en áherlsan á fjölskylduna. Við stússuðumst aðeins í garðinum á laugardagsmorgun og svo kom Salisbury-fjölskyldan til okkar og við röltum öll saman í Ponciau Banks. Það er í raun og veru róluvöllurinn hans Lúkasar og stundum er þar svona fjölskylduhátíð. Við vorum svona heppin með veður um helgina, rúmlega 20 stiga hiti og glampandi sólskin. Krakkarnir voru í essinu sínu, hlupu á milli hoppukastala og trampólín og hringekju og skemmtu sér konunglega. Svo sté svið lókal hljómsveit og spilaði svona líka undurvel, minnti mig helst á Fleet Foxes. Og alltaf svo gaman að sitja úti í sól og hlusta á læf tónlist. Við röltum svo aftur hingað heim og fengum eitt hvítvínsglas úti í garði. Eftir eggaldin í kvöldmat tók við heilmikið sessjón í Wii þar sem við Dave stundum skylmingar, bogfimi og hjólreiðar. Alveg svaka stuð og betra en að sitja eins og klessur í sófanum.
Lúkasi var svo boðið í afmæli til Cade frænda síns í dag. Þannig að á meðan hann skemmti sér á Makka Djé með nuggets og svo á trampólín fengum við Dave að slaka á og lesa bók alveg í rólegheitum. Og það er fátt betra en svoleiðis frítt spil þegar sunnudagar fara vanalega í að byggja skýjaborgir úr Legó kubbum.
Ég fékk svo smá heimþrá. Fattaði að þetta tímabil er það lengsta sem ég hef verið frá Íslandi. Belgía náði 11 mánuðum og hingað til hef ég aldrei haft lengra en 10 mánuði á milli heimferða en núna verða rúmir 14 mánuðir á milli. Það er ósköp langur tími fyrir súper Íslendinginn mig. Og mega Þollara. Mjög langur tími. Mikið svakalega hlakka ég til að koma heim.
föstudagur, 11. september 2009
fimmtudagur, 10. september 2009
þriðjudagur, 8. september 2009
Svona persónulega þá þótti mér merkilegast að ég keypti mér föt í 18. Og svo hversu brengluð sýn mín á föt er núna. Allt sem ég tók upp í þeirri stærð fannst mér vera pínulítið og stelpurnar þurftu að tala mig til í að prófa. Ég fór svo að gráta í búningsklefa í fyrstu búðinni. Ég hneppti venjulegum svörtum buxum í 18 og var bara fín. Og fór bara að gráta. Með ekkasogum. Ég veit ekki hvað gerist þegar ég kemst í 14, taugaáfall kannski. Ég varð aðeins hugrakkari við þetta og keypti tvennar buxur, gallabuxur og eitthvað smálegt fleira. En sá það síðan að ég þarf að mennta mig upp á nýtt í fatakaupum. Ég kann að klæða mig þegar ég er hundrað og tuttugu kíló en hef ekki hugmynd um hvað er fínt nú þegar ég er orðin minni. Ég reyni alltaf bara að vera eins snyrtileg og hægt er, allt til að draga úr hugmyndum um feita og subbuskap en sé það núna að ég hef kannski meiri möguleika á að fylgja tísku. En er svo úr tengslum við tísku að ég er bara í hættu á að vera halló. Hlutir sem þær voru að máta, skoða og kaupa hefði mér aldrei dottið í hug að væri fínt. En þær eru báðar svona ægilega smart. Þannig að nú er það verkefni sem bíður mín. Að fara að skoða föt með alveg nýju hugarfari.
Mér líður allavega alveg rosalega vel og er svakalega vel stemmd fyrir næsta "challenge" sem er að komast úr 3ja stafa tölu fyrir 1. nóv. Ég er með ýmislegt planað í sambandi við mataræði og hreyfingu sem ég fer að koma í gagnið núna. Og skrifa um hér. Sem minnir mig á að ég þarf að minnast á hvað mér þykir ofboðslega vænt um þegar ég fæ skilaboð frá fólki. Ég er sannfærð um að ástæðan fyrir hversu vel mér gengur núna er að ég hef gert sjálfa mig ábyrga ekki bara fyrir mér og vigtinni heldur öllum sem lesa og óska mér vel. Og að hafa stuðning er ómetanlegt. Ómetanlegt.